Svíarnir slegnir í rot í Split Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2018 06:00 Ólafur Guðmundsson skoraði sjö mörk þegar Ísland vann afar mikilvægan sigur á Svíþjóð, 26-24, í fyrsta leik sínum á EM í Króatíu. vísir/ernir Handbolti Þeir sem hafa fylgst með íslenska landsliðinu í gegnum árin bjuggust væntanlega seint við því að sjá það 10 mörkum yfir gegn Svíþjóð á stórmóti. Sú var samt raunin í leik liðanna í A-riðli Evrópumótsins í Króatíu í gær. Íslenska liðið spilaði stórkostlega fyrstu 40 mínútur leiksins og yljaði manni um hjartaræturnar. Ísland gaf tóninn með því að skora fyrstu fjögur mörk leiksins. Eftir 14 mínútur var staðan 11-4, Íslendingum í vil, og Kristján Andrésson, þjálfari Svía, sá sig knúinn til að taka sitt annað leikhlé. Sænska liðið, sem spilaði svo vel á HM í fyrra, var í miklum vandræðum á báðum endum vallarins. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug og ef Svíarnir komust í gegnum hana beið þeirra Björgvin Páll Gústavsson. Bakarinn úr Kópavogi varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða 60% þeirra skota sem hann fékk á sig. Lygileg frammistaða. Aron Pálmarsson stýrði sóknarleiknum af mikilli festu og Ólafur Guðmundsson valdi rétta tímapunktinn til að eiga sinn besta leik á stórmóti. Hann skoraði fjögur af fyrstu níu mörkum Íslands og endaði með sjö mörk, flest í íslenska liðinu. Hægra megin var Rúnar Kárason heitur og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og fimm alls. Ísland skoraði aðeins eitt mark á síðustu 10 mínútum fyrri hálfleiks en til allrar hamingju gáfu vörnin og Björgvin Páll ekkert eftir. Staðan í hálfleik var 15-8, Íslandi í vil. Svíar skoruðu fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik en Íslendingar svöruðu með 4-1 kafla og komust 10 mörkum yfir, 21-11. Í stöðunni 22-12 fór að halla undan fæti og sænska liðið gekk á lagið. Íslenska liðið fór afar illa að ráði sínu manni fleiri og fékk m.a. á sig þrjú mörk í röð í yfirtölu. Svíar skoruðu átta mörk gegn einu og minnkuðu muninn í þrjú mörk. En Janus Daði Smárason átti afar mikilvæga innkomu, skoraði og fiskaði víti sem gaf mark. Strákarnir gerðu nóg til að landa sigrinum sem var tæpari en hann hefði átt að vera. En frammistaðan lengst af var frábær og gefur okkar mönnum byr í seglin fyrir leikinn gegn Króatíu á morgun. EM 2018 í handbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Handbolti Þeir sem hafa fylgst með íslenska landsliðinu í gegnum árin bjuggust væntanlega seint við því að sjá það 10 mörkum yfir gegn Svíþjóð á stórmóti. Sú var samt raunin í leik liðanna í A-riðli Evrópumótsins í Króatíu í gær. Íslenska liðið spilaði stórkostlega fyrstu 40 mínútur leiksins og yljaði manni um hjartaræturnar. Ísland gaf tóninn með því að skora fyrstu fjögur mörk leiksins. Eftir 14 mínútur var staðan 11-4, Íslendingum í vil, og Kristján Andrésson, þjálfari Svía, sá sig knúinn til að taka sitt annað leikhlé. Sænska liðið, sem spilaði svo vel á HM í fyrra, var í miklum vandræðum á báðum endum vallarins. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug og ef Svíarnir komust í gegnum hana beið þeirra Björgvin Páll Gústavsson. Bakarinn úr Kópavogi varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða 60% þeirra skota sem hann fékk á sig. Lygileg frammistaða. Aron Pálmarsson stýrði sóknarleiknum af mikilli festu og Ólafur Guðmundsson valdi rétta tímapunktinn til að eiga sinn besta leik á stórmóti. Hann skoraði fjögur af fyrstu níu mörkum Íslands og endaði með sjö mörk, flest í íslenska liðinu. Hægra megin var Rúnar Kárason heitur og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og fimm alls. Ísland skoraði aðeins eitt mark á síðustu 10 mínútum fyrri hálfleiks en til allrar hamingju gáfu vörnin og Björgvin Páll ekkert eftir. Staðan í hálfleik var 15-8, Íslandi í vil. Svíar skoruðu fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik en Íslendingar svöruðu með 4-1 kafla og komust 10 mörkum yfir, 21-11. Í stöðunni 22-12 fór að halla undan fæti og sænska liðið gekk á lagið. Íslenska liðið fór afar illa að ráði sínu manni fleiri og fékk m.a. á sig þrjú mörk í röð í yfirtölu. Svíar skoruðu átta mörk gegn einu og minnkuðu muninn í þrjú mörk. En Janus Daði Smárason átti afar mikilvæga innkomu, skoraði og fiskaði víti sem gaf mark. Strákarnir gerðu nóg til að landa sigrinum sem var tæpari en hann hefði átt að vera. En frammistaðan lengst af var frábær og gefur okkar mönnum byr í seglin fyrir leikinn gegn Króatíu á morgun.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira