Hinn reynslulitli Weah lofar óútskýrðum breytingum í Líberíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Weah í leik með Marseille. Nordicphotos/AFP George Weah, sem eitt sinn var besti knattspyrnumaður heims og lék meðal annars með AC Milan, Paris Saint-Germain, Chelsea, Manchester City og Monaco, tekur við embætti forseta Líberíu á mánudag. Ljóst er að ærið verkefni bíður þessa tiltölulega reynslulitla stjórnmálamanns. Líbería er elsta lýðveldi Afríku en ríkið fékk sjálfstæði frá Bandaríkjunum árið 1847 og var stofnað í þeim tilgangi að gefa fyrrverandi þrælum Bandaríkjamanna heimili í heimsálfu forfeðra sinna. Ríkið á sér sögu átaka og borgarastyrjalda og er Charles Taylor vafalaust þekktasti leiðtoginn í sögu ríkisins. Sá náði völdum eftir byltingu sem hófst árið 1989 gegn ríkisstjórn Samuels Doe, sem sjálfur hafði náð völdum í byltingu níu árum fyrr, en menn hans drápu þáverandi forseta, William R. Tolbert yngri. Taylor naut lítilla vinsælda á alþjóðavísu. Hann flutti út svokallaða blóðdemanta og var ítrekað sakaður um bæði stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í borgarastyrjöldinni í Síerra Leóne á tíunda áratugnum. Hann sagði af sér árið 2003 og fór í útlegð í Nígeríu. Árið 2006 óskaði fráfarandi forseti, Ellen Johnson Sirleaf, eftir því að Taylor yrði framseldur. Hann var þá handtekinn í Síerra Leóne og fluttur til Haag í Hollandi þar sem hann var loks sakfelldur fyrir meðal annars hryðjuverk, morð og nauðgun og dæmdur í fimmtíu ára fangelsi. „Hinn ákærði er sakfelldur fyrir að skipuleggja og koma að nokkrum af verstu og ógeðfelldustu glæpum mannkynssögunnar,“ sagði dómsforsetinn Richard Lussick við dómsuppkvaðningu.George Weah tekur við embætti á mánudag.nordicphotos/AFPHamingjuóskir Vegna bakgrunns Weah sem knattspyrnumanns hefur hamingjuóskum rignt yfir hann frá því hann náði kjöri. „Takk kærlega, herra forseti,“ tísti Didier Drogba, fyrrverandi leikmaður Chelsea. „Til hamingju, Weah forseti!!!“ tísti Yaya Touré, leikmaður Manchester City. „Til hamingju, herra forseti, George Weah. Stórkostlegur ferill,“ tísti Stephane Mbia, fyrrverandi leikmaður Sevilla. „Við þekktum George Weah löngu áður en hann var kjörinn forseti Líberíu. Við óskum þessari PSG-goðsögn til hamingju með þennan nýja kafla,“ tísti gamla félag Weah, PSG. „Stórkostlegt mál, loksins höfum við fótboltamenn eignast einn slíkan,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, og bætti við: „George er búinn að bjóða mér á innsetningarathöfnina. Ég held ég verði upptekinn en kannski get ég farið ef ég verð í banni.“Yfirburðasigur Weah fékk 61,5 prósent atkvæða í seinni umferð forsetakosninganna sem fór fram þann 26. desember síðastliðinn. Andstæðingurinn, fráfarandi varaforsetinn Joseph Boakai, fékk 38,5 prósent atkvæða. Fékk knattspyrnumaðurinn því flest atkvæði í báðum umferðum. Hann fékk 38,4 prósent í fyrri umferðinni samanborið við 28,8 prósent Boakai og 8,2 prósent Prince Johnson, en sá er einna helst frægur fyrir að fanga þáverandi forsetann Samuel Doe í byltingu Taylors árið 1990, pynta hann og drepa.Stuðningsmenn Weah eru margir og börðust fyrir kjöri hans af hörku. Hér má sjá konu selja merki með einkennismerki flokks Weah, CDC.Nordicphotos/AFPFátækt og skortur Weah á hins vegar ærið verkefni fyrir höndum. Eftir tíðar borgarastyrjaldir undir lok síðustu aldar hafa borgarar það slæmt og þá er vert að minnast á að ebólufaraldur áranna 2014 til 2016 kostaði þúsundir líf sitt. Helstu útflutningsvörur Líberíu, járn og gúmmí, eru tiltölulega ódýrar og innviðirnir eru litlir. Á lista CIA World Factbook yfir verga landsframleiðslu ríkja á mann er Líbería í 226. sæti af 230 og eru eingöngu Búrúndí, Austur-Kongó, Mið-Afríkulýðveldið og Sómalía neðar á þeim lista. Lífslíkur karla eru 61 ár og kvenna 63 ár og er ríkið í 158. sæti á þeim lista af 183. Samkvæmt Alþjóðabankanum eru 54 prósent Líberíumanna undir fátæktarmörkum og er því ljóst að gífurlega mikið verk bíður knattspyrnumannsins. Efasemdaraddir hafa því heyrst um verðandi forseta. Þannig sagði Victor Smith, upplýsingatækniráðgjafi og einn viðmælenda Reuters, að hann skorti reynslu. Hefði enga alvöru stefnu og skorti þá leiðtogahæfni sem þörf væri á.Reynsla eða ekki Spurning er hvort það sé ósanngjarnt að segja að Weah skorti reynslu. Hann var vissulega kjörinn í öldungadeild Líberíuþings árið 2014 með miklum meirihluta atkvæða. Hins vegar segir í umfjöllun The Economist um forsetakosningarnar að hann hafi sjaldan eða aldrei mætt á þingfundi. Aukinheldur hafi hann ekki verið flutningsmaður neins frumvarps eða neinnar tillögu. Þá hefur meint menntun Weah einnig verið töluvert gagnrýnd. En munur á menntun hans og Ellen Johnson Sirleaf, fráfarandi forseta, var á meðal ástæðna fyrir því að Weah tapaði forsetakosningunum 2005. Sirleaf var menntuð í Harvard en samkvæmt framboðsvefsíðu Weah þetta sama ár hafði hann gráðu í íþróttastjórnun frá Parkwood-háskóla í Lundúnum. Yfirvöld ákváðu hins vegar að loka Parkwood árið 2003 vegna þess að eigendurnir seldu hreinlega gráður yfir internetið. Gráða Weah var því ekki raunveruleg. Engir kennarar störfuðu við Parkwood, engar skólastofur voru þar og engar kennslustundir.Stefnan Boðskapur Weah á stjórnmálaferlinum hefur verið sá að innherjar líberískra stjórnmála hafi ekkert gert fyrir fólkið í landinu og því sé kominn tími á breytingar. Hefur hann meðal annars lofað að beita sér sérstaklega fyrir því að skapa störf fyrir yngri kynslóðina en alls eru 70 prósent Líberíumanna undir 35 ára aldri. Áttatíu prósent landsmanna þurfa að lifa á sem nemur tæplega 200 krónum á dag. Erfitt er að öðru leyti að staðsetja George Weah á hinu pólitíska rófi. Kjör hans er ef til vill best hægt að útskýra með því að kjósendur hafi verið ósáttir við þá stöðnun sem ríkt hefur undir stjórn Sirleaf þar sem matarverð hefur ekki lækkað og launin ekki hækkað. Al Jazeera ræddi við líberíska prófessorinn Robtel Neajai Pailey skömmu eftir kosningarnar til að fá skýrari mynd af ástandinu. „Í Líberíu er fámennur hópur sem lifir góðu lífi en stór meirihluti kemst varla af. Sá stóri meirihluti, sem er að mestu leyti undir 35 ára aldri, kaus Weah,“ sagði Pailey. Rætt var við líberíska stjórnmálafræðinginn Ibrahim al-Bakri Nyei í sömu umfjöllun. Sá sagði Weah hafa lofað að skapa fleiri störf, bjóða upp á ókeypis menntun og heilbrigðisþjónustu en aldrei hefði verið útskýrt hvernig ná ætti þessum markmiðum. Að sögn beggja er þó óljóst hversu mikið mun breytast eftir kjör Weah. Pailey sagði ýmsa dygga fylgismenn Sirleaf nú hafa tekið stöðu með Weah. Undir það tók Nyei og sagði gamalgróna stjórnmálamenn með dyggustu stuðningsmönnum Weah eftir að hann náði kjöri.Stríðsglæpamaðurinn Charles Taylor ásamt þáverandi eiginkonu sinni, verðandi varaforsetanum Jewel Howard-Taylor.Nordicphotos/AFPJewel Howard-TaylorSpurningamerki hafa verið sett við val Weah á varaforseta. Sú sem varð fyrir valinu heitir Jewel Howard-Taylor og er, eins og nafnið gefur til kynna, fyrrverandi forsetafrú og fyrrverandi eiginkona stríðsglæpamannsins Charles Taylor. Howard-Taylor hefur þó sjálf meiri reynslu en Weah af stjórnmálum og var kjörin í öldungadeild þingsins árið 2005. Þar að auki er hún menntaðari en Weah og er með gráður í bókhaldi og hagfræði. Sjálf hefur Howard-Taylor reynt að fjarlægja sig fyrrverandi eiginmanni sínum. Í viðtali við Al Jazeera þann 12. desember var hún spurt hvernig almenningur gæti treyst því að hún myndi ekki fylgja stefnu Charles Taylor. „Hver var sú stefna? Á meðan það ástand ríkti var ég ekki í Líberíu. Ég var í skóla erlendis. Ef ég var ekki hérna er ekki hægt að segja að ég hafi haft nokkur áhrif,“ sagði Howard-Taylor og bætti við: „Ef það væru einhverjar efasemdir um mig hefði ég aldrei verið kjörin á þing.“ Howard-Taylor er þó ekki einungis umdeild fyrir fyrrverandi hjónaband sitt en árið 2012 var hún fyrsti flutningsmaður frumvarps sem miðaði að því að leggja dauðarefsingu við samkynhneigð. Frumvarpið var þó aldrei samþykkt eftir að Sirleaf hét því að skrifa aldrei undir slíkt frumvarp. Birtist í Fréttablaðinu Líbería Tengdar fréttir Ærið verkefnið stendur fram fyrir knattspyrnugoðsögninni Mikil fátækt ríkir í Líberíu þar sem rúmlega 80 prósent íbúa lifa á minna en 130 krónum á dag. 29. desember 2017 12:45 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Sjá meira
George Weah, sem eitt sinn var besti knattspyrnumaður heims og lék meðal annars með AC Milan, Paris Saint-Germain, Chelsea, Manchester City og Monaco, tekur við embætti forseta Líberíu á mánudag. Ljóst er að ærið verkefni bíður þessa tiltölulega reynslulitla stjórnmálamanns. Líbería er elsta lýðveldi Afríku en ríkið fékk sjálfstæði frá Bandaríkjunum árið 1847 og var stofnað í þeim tilgangi að gefa fyrrverandi þrælum Bandaríkjamanna heimili í heimsálfu forfeðra sinna. Ríkið á sér sögu átaka og borgarastyrjalda og er Charles Taylor vafalaust þekktasti leiðtoginn í sögu ríkisins. Sá náði völdum eftir byltingu sem hófst árið 1989 gegn ríkisstjórn Samuels Doe, sem sjálfur hafði náð völdum í byltingu níu árum fyrr, en menn hans drápu þáverandi forseta, William R. Tolbert yngri. Taylor naut lítilla vinsælda á alþjóðavísu. Hann flutti út svokallaða blóðdemanta og var ítrekað sakaður um bæði stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í borgarastyrjöldinni í Síerra Leóne á tíunda áratugnum. Hann sagði af sér árið 2003 og fór í útlegð í Nígeríu. Árið 2006 óskaði fráfarandi forseti, Ellen Johnson Sirleaf, eftir því að Taylor yrði framseldur. Hann var þá handtekinn í Síerra Leóne og fluttur til Haag í Hollandi þar sem hann var loks sakfelldur fyrir meðal annars hryðjuverk, morð og nauðgun og dæmdur í fimmtíu ára fangelsi. „Hinn ákærði er sakfelldur fyrir að skipuleggja og koma að nokkrum af verstu og ógeðfelldustu glæpum mannkynssögunnar,“ sagði dómsforsetinn Richard Lussick við dómsuppkvaðningu.George Weah tekur við embætti á mánudag.nordicphotos/AFPHamingjuóskir Vegna bakgrunns Weah sem knattspyrnumanns hefur hamingjuóskum rignt yfir hann frá því hann náði kjöri. „Takk kærlega, herra forseti,“ tísti Didier Drogba, fyrrverandi leikmaður Chelsea. „Til hamingju, Weah forseti!!!“ tísti Yaya Touré, leikmaður Manchester City. „Til hamingju, herra forseti, George Weah. Stórkostlegur ferill,“ tísti Stephane Mbia, fyrrverandi leikmaður Sevilla. „Við þekktum George Weah löngu áður en hann var kjörinn forseti Líberíu. Við óskum þessari PSG-goðsögn til hamingju með þennan nýja kafla,“ tísti gamla félag Weah, PSG. „Stórkostlegt mál, loksins höfum við fótboltamenn eignast einn slíkan,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, og bætti við: „George er búinn að bjóða mér á innsetningarathöfnina. Ég held ég verði upptekinn en kannski get ég farið ef ég verð í banni.“Yfirburðasigur Weah fékk 61,5 prósent atkvæða í seinni umferð forsetakosninganna sem fór fram þann 26. desember síðastliðinn. Andstæðingurinn, fráfarandi varaforsetinn Joseph Boakai, fékk 38,5 prósent atkvæða. Fékk knattspyrnumaðurinn því flest atkvæði í báðum umferðum. Hann fékk 38,4 prósent í fyrri umferðinni samanborið við 28,8 prósent Boakai og 8,2 prósent Prince Johnson, en sá er einna helst frægur fyrir að fanga þáverandi forsetann Samuel Doe í byltingu Taylors árið 1990, pynta hann og drepa.Stuðningsmenn Weah eru margir og börðust fyrir kjöri hans af hörku. Hér má sjá konu selja merki með einkennismerki flokks Weah, CDC.Nordicphotos/AFPFátækt og skortur Weah á hins vegar ærið verkefni fyrir höndum. Eftir tíðar borgarastyrjaldir undir lok síðustu aldar hafa borgarar það slæmt og þá er vert að minnast á að ebólufaraldur áranna 2014 til 2016 kostaði þúsundir líf sitt. Helstu útflutningsvörur Líberíu, járn og gúmmí, eru tiltölulega ódýrar og innviðirnir eru litlir. Á lista CIA World Factbook yfir verga landsframleiðslu ríkja á mann er Líbería í 226. sæti af 230 og eru eingöngu Búrúndí, Austur-Kongó, Mið-Afríkulýðveldið og Sómalía neðar á þeim lista. Lífslíkur karla eru 61 ár og kvenna 63 ár og er ríkið í 158. sæti á þeim lista af 183. Samkvæmt Alþjóðabankanum eru 54 prósent Líberíumanna undir fátæktarmörkum og er því ljóst að gífurlega mikið verk bíður knattspyrnumannsins. Efasemdaraddir hafa því heyrst um verðandi forseta. Þannig sagði Victor Smith, upplýsingatækniráðgjafi og einn viðmælenda Reuters, að hann skorti reynslu. Hefði enga alvöru stefnu og skorti þá leiðtogahæfni sem þörf væri á.Reynsla eða ekki Spurning er hvort það sé ósanngjarnt að segja að Weah skorti reynslu. Hann var vissulega kjörinn í öldungadeild Líberíuþings árið 2014 með miklum meirihluta atkvæða. Hins vegar segir í umfjöllun The Economist um forsetakosningarnar að hann hafi sjaldan eða aldrei mætt á þingfundi. Aukinheldur hafi hann ekki verið flutningsmaður neins frumvarps eða neinnar tillögu. Þá hefur meint menntun Weah einnig verið töluvert gagnrýnd. En munur á menntun hans og Ellen Johnson Sirleaf, fráfarandi forseta, var á meðal ástæðna fyrir því að Weah tapaði forsetakosningunum 2005. Sirleaf var menntuð í Harvard en samkvæmt framboðsvefsíðu Weah þetta sama ár hafði hann gráðu í íþróttastjórnun frá Parkwood-háskóla í Lundúnum. Yfirvöld ákváðu hins vegar að loka Parkwood árið 2003 vegna þess að eigendurnir seldu hreinlega gráður yfir internetið. Gráða Weah var því ekki raunveruleg. Engir kennarar störfuðu við Parkwood, engar skólastofur voru þar og engar kennslustundir.Stefnan Boðskapur Weah á stjórnmálaferlinum hefur verið sá að innherjar líberískra stjórnmála hafi ekkert gert fyrir fólkið í landinu og því sé kominn tími á breytingar. Hefur hann meðal annars lofað að beita sér sérstaklega fyrir því að skapa störf fyrir yngri kynslóðina en alls eru 70 prósent Líberíumanna undir 35 ára aldri. Áttatíu prósent landsmanna þurfa að lifa á sem nemur tæplega 200 krónum á dag. Erfitt er að öðru leyti að staðsetja George Weah á hinu pólitíska rófi. Kjör hans er ef til vill best hægt að útskýra með því að kjósendur hafi verið ósáttir við þá stöðnun sem ríkt hefur undir stjórn Sirleaf þar sem matarverð hefur ekki lækkað og launin ekki hækkað. Al Jazeera ræddi við líberíska prófessorinn Robtel Neajai Pailey skömmu eftir kosningarnar til að fá skýrari mynd af ástandinu. „Í Líberíu er fámennur hópur sem lifir góðu lífi en stór meirihluti kemst varla af. Sá stóri meirihluti, sem er að mestu leyti undir 35 ára aldri, kaus Weah,“ sagði Pailey. Rætt var við líberíska stjórnmálafræðinginn Ibrahim al-Bakri Nyei í sömu umfjöllun. Sá sagði Weah hafa lofað að skapa fleiri störf, bjóða upp á ókeypis menntun og heilbrigðisþjónustu en aldrei hefði verið útskýrt hvernig ná ætti þessum markmiðum. Að sögn beggja er þó óljóst hversu mikið mun breytast eftir kjör Weah. Pailey sagði ýmsa dygga fylgismenn Sirleaf nú hafa tekið stöðu með Weah. Undir það tók Nyei og sagði gamalgróna stjórnmálamenn með dyggustu stuðningsmönnum Weah eftir að hann náði kjöri.Stríðsglæpamaðurinn Charles Taylor ásamt þáverandi eiginkonu sinni, verðandi varaforsetanum Jewel Howard-Taylor.Nordicphotos/AFPJewel Howard-TaylorSpurningamerki hafa verið sett við val Weah á varaforseta. Sú sem varð fyrir valinu heitir Jewel Howard-Taylor og er, eins og nafnið gefur til kynna, fyrrverandi forsetafrú og fyrrverandi eiginkona stríðsglæpamannsins Charles Taylor. Howard-Taylor hefur þó sjálf meiri reynslu en Weah af stjórnmálum og var kjörin í öldungadeild þingsins árið 2005. Þar að auki er hún menntaðari en Weah og er með gráður í bókhaldi og hagfræði. Sjálf hefur Howard-Taylor reynt að fjarlægja sig fyrrverandi eiginmanni sínum. Í viðtali við Al Jazeera þann 12. desember var hún spurt hvernig almenningur gæti treyst því að hún myndi ekki fylgja stefnu Charles Taylor. „Hver var sú stefna? Á meðan það ástand ríkti var ég ekki í Líberíu. Ég var í skóla erlendis. Ef ég var ekki hérna er ekki hægt að segja að ég hafi haft nokkur áhrif,“ sagði Howard-Taylor og bætti við: „Ef það væru einhverjar efasemdir um mig hefði ég aldrei verið kjörin á þing.“ Howard-Taylor er þó ekki einungis umdeild fyrir fyrrverandi hjónaband sitt en árið 2012 var hún fyrsti flutningsmaður frumvarps sem miðaði að því að leggja dauðarefsingu við samkynhneigð. Frumvarpið var þó aldrei samþykkt eftir að Sirleaf hét því að skrifa aldrei undir slíkt frumvarp.
Birtist í Fréttablaðinu Líbería Tengdar fréttir Ærið verkefnið stendur fram fyrir knattspyrnugoðsögninni Mikil fátækt ríkir í Líberíu þar sem rúmlega 80 prósent íbúa lifa á minna en 130 krónum á dag. 29. desember 2017 12:45 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Sjá meira
Ærið verkefnið stendur fram fyrir knattspyrnugoðsögninni Mikil fátækt ríkir í Líberíu þar sem rúmlega 80 prósent íbúa lifa á minna en 130 krónum á dag. 29. desember 2017 12:45