Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2018 14:19 Margir hafa túlkað ummælin sem höfð eru eftir Trump sem enn eina vísbendinguna um að hann sé rasisti. Vísir/AFP Ummælin sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði uppi um nokkur ríki Mið-Ameríku og Afríku voru „hörð“ en ekki þau sem greint hefur verið frá. Þetta fullyrðir Trump á Twitter-síðu sinni. Viðstaddir segja að hann hafi kallað lönd eins og Haítí „skítaholur“ á fundi með þingmönnum í gær.Washington Post sagði upphaflega frá ummælum Trump á fundinum en fleiri fjölmiðlar fengu þau staðfest í kjölfarið. Forsetanum á að hafa gramist hugmyndir þingmanna um að vernda fólk frá löndum eins og Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkrum Afríkuríkjum í tengslum við uppstokkun á innflytjendastefnu Bandaríkjanna. „Af hverju erum við að fá allt þetta fólk frá skítaholulöndum hingað?“ á Trump að hafa sagt þingmönnunum og átti við fyrrnefndu löndin. Eins og gefur að skilja vöktu ummælin töluvert fjarðrafok. Stjórnvöld á Haítí hafa meðal annars krafið Bandaríkjastjórn skýringa á þeim. Talsmenn Hvíta hússins þrættu ekki fyrir ummælin þegar fjölmiðlar óskuðu eftir viðbrögðum í gær.Skjáskot/TwitterEnn og aftur greip Trump til Twitter til að svara fyrir sig í dag. „Orðalagið sem ég notaði á fundi um DACA var hart en þetta var ekki orðalagið sem var notað,“ tísti forsetinn og virtist þar vísa til ummælanna um „skítaholur“. DACA er áætlun bandarískra yfirvalda sem hefur veitt börnum sem komu ólöglega til landsins með foreldrum sínum áframhaldandi dvarlarleyfi í Bandaríkjunum. Þá fullyrðir Trump að hann hafi ekki sagt neitt níðandi um Haíti. Washington Post hafði eftir embættismanni úr Hvíta húsinu að Trump hafði krafist þess að fólk þaðan yrði tekið af lista fólks sem nyti sérstakrar verndar gagnvart brottflutningi. „Sagði aldrei neitt niðrandi um Haítíbúa annað en að Haítí er augljóslega mjög fátækt land í vanda statt. Ég sagði aldrei „takið þau út“. Búið til af demókrötum. Ég á í frábæru sambandi við Haítíbúa. Ætti líklega að taka upp fundi í framtíðinni – því miður, ekkert traust!“ tísti forsetinn. Athygli vakti á sínum tíma þegar Trump ýjaði sterklega að því að hann ætti upptökur af samtölum við James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem hann rak eftir að Comey hafði greint frá vafasömum samskiptum þeirra. Síðar þurfti Trump að viðurkenna að engar slíkar upptökur væru til. Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07 Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15 Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Ummælin sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði uppi um nokkur ríki Mið-Ameríku og Afríku voru „hörð“ en ekki þau sem greint hefur verið frá. Þetta fullyrðir Trump á Twitter-síðu sinni. Viðstaddir segja að hann hafi kallað lönd eins og Haítí „skítaholur“ á fundi með þingmönnum í gær.Washington Post sagði upphaflega frá ummælum Trump á fundinum en fleiri fjölmiðlar fengu þau staðfest í kjölfarið. Forsetanum á að hafa gramist hugmyndir þingmanna um að vernda fólk frá löndum eins og Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkrum Afríkuríkjum í tengslum við uppstokkun á innflytjendastefnu Bandaríkjanna. „Af hverju erum við að fá allt þetta fólk frá skítaholulöndum hingað?“ á Trump að hafa sagt þingmönnunum og átti við fyrrnefndu löndin. Eins og gefur að skilja vöktu ummælin töluvert fjarðrafok. Stjórnvöld á Haítí hafa meðal annars krafið Bandaríkjastjórn skýringa á þeim. Talsmenn Hvíta hússins þrættu ekki fyrir ummælin þegar fjölmiðlar óskuðu eftir viðbrögðum í gær.Skjáskot/TwitterEnn og aftur greip Trump til Twitter til að svara fyrir sig í dag. „Orðalagið sem ég notaði á fundi um DACA var hart en þetta var ekki orðalagið sem var notað,“ tísti forsetinn og virtist þar vísa til ummælanna um „skítaholur“. DACA er áætlun bandarískra yfirvalda sem hefur veitt börnum sem komu ólöglega til landsins með foreldrum sínum áframhaldandi dvarlarleyfi í Bandaríkjunum. Þá fullyrðir Trump að hann hafi ekki sagt neitt níðandi um Haíti. Washington Post hafði eftir embættismanni úr Hvíta húsinu að Trump hafði krafist þess að fólk þaðan yrði tekið af lista fólks sem nyti sérstakrar verndar gagnvart brottflutningi. „Sagði aldrei neitt niðrandi um Haítíbúa annað en að Haítí er augljóslega mjög fátækt land í vanda statt. Ég sagði aldrei „takið þau út“. Búið til af demókrötum. Ég á í frábæru sambandi við Haítíbúa. Ætti líklega að taka upp fundi í framtíðinni – því miður, ekkert traust!“ tísti forsetinn. Athygli vakti á sínum tíma þegar Trump ýjaði sterklega að því að hann ætti upptökur af samtölum við James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem hann rak eftir að Comey hafði greint frá vafasömum samskiptum þeirra. Síðar þurfti Trump að viðurkenna að engar slíkar upptökur væru til.
Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07 Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15 Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07
Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15
Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47