Ziyu lést þann 12. janúar síðastliðinn en hafði verið á gjörgæslu frá 27. desember þegar hann lenti í rútuslysi í Eldhrauni.
Slysið átti sér stað skömmu fyrir hádegi miðvikudaginn 27. desember síðastliðinn. Slysið varð með þeim hætti að hópferðabíll ók aftan á fólksbíl og endaði utan vegar á Suðurlandsvegi skammt frá Kirkjubæjarklaustri.
Ziyu Duan fæddist 20. júní árið 1996 og var því 21 árs gamall. Auk hans dó kínversk kona á þrítugsaldri í slysinu.

