Meistaradeildin og Evrópudeildin áfram á Stöð 2 Sport Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2018 11:26 Real Madrid bar sigur úr býtum í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Vísir/Getty Fjarskipti hf. og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa komist að samkomulagi um að Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA verði áfram sýnd á Stöð 2 Sport. Nýr samningur gildir frá keppnistímabilinu sem hefst 2018 og til loka tímabilsins 2021. Báðar keppnir hafa verið sýndar á Stöð 2 Sport og forverum hennar undanfarna áratugi. Tíu beinar útsendingar verða frá hverri umferð í Meistaradeild Evrópu auk þess sem að öllum leikjum verða gerð skil í samantektarþáttum sem og upphitunarþáttum á Stöð 2 Sport. Þá verður leikjum Evrópudeildar UEFA áfram gerð góð skil eins og áður. Hér fyrir neðan má lesa fréttatilkynningu sem var send í morgun vegna samningsins. „Meistaradeildin og Evrópudeild UEFA áfram á Stöð 2 sport UEFA og Fjarskipti hf./Stöð 2 Sport hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf um Meistaradeild Evrópu í fótbolta og verður keppnin sýnd á sportstöðvum Stöðvar 2 líkt og undanfarin ár. Samningurinn er til þriggja ára. Alls verða 10 beinar útsendingar frá hverri umferð, ásamt samantektarþáttum, sýndar á Stöð 2 Sport. Að auki var einnig samið um sýningarréttinn á Evrópudeild UEFA fyrir sama tímabil. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport sýnir beint frá öllum helstu leikjunum í Meistaradeild Evrópu og sjónvarpsþætti með ítarlegri umfjöllun um hverja leikviku. Meistaradeild Evrópu er óumdeilanlega sterkasta keppni félagsliða í heiminum og hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim. „Við fögnum því að geta áfram boðið áhorfendum Stöðvar 2 sport upp á markaveislu í beinni og ítarlegar skýringar okkar bestu íþróttaskýrenda á eftir. Það var okkur mikið kappsmál að halda meistaradeildinni á Stöð 2 Sport enda viljum við bjóða áhorfendum okkar þar upp á það besta sem gerist í íþróttaheiminum. Það segir sína sögu að leikmenn og þjálfarar stærstu liða í heimi telja þátttöku í Meistaradeildinni til mestu afreka sem hægt er að áorka í knattspyrnu. Samstarf Stöð 2 Sport og UEFA hefur verið langt og farsælt og það er okkur sérstök ánægja að áframhald verði á því,“ segir Björn Víglundsson framkvæmdastjóri Miðla Fjarskipta hf. Líkt og undanfarin ár mun Stöð 2 Sport einnig sýna helstu leikina í Evrópudeildinni, áður Evrópukeppni félagsliða, í beinni útsendingu og sjónvarpsþætti með samantekt á öllum leikjum hverrar umferðar. Fyrirkomulag og umfang Evrópudeildarinnar hefur tekið miklum breytingum og vegur hennar sem sjónvarpsefnis í Evrópu vaxið hratt samhliða. Það er yfirlýst markmið UEFA að Evrópudeildin nái sömu stærðargráðu og Meistaradeild Evrópu og Stöð 2 Sport kappkostar áfram að gera báðum keppnum hátt undir höfði. Þjónusta Miðla Fjarskipta hf. við áhugamenn um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina verður aukin á komandi leiktíð. Sýningarrétturinn nær einnig til dreifingar efnisins á netinu og um farsíma og tryggir þannig knattspyrnuáhugamönnum á Íslandi fjölbreyttari aðgang að efninu, en mikill vöxtur hefur verið í nýtingu sambærilegrar þjónustu á netinu og um farsíma frá Ensku úrvalsdeildinni á undanförnum misserum.“ Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Fjarskipti hf. og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa komist að samkomulagi um að Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA verði áfram sýnd á Stöð 2 Sport. Nýr samningur gildir frá keppnistímabilinu sem hefst 2018 og til loka tímabilsins 2021. Báðar keppnir hafa verið sýndar á Stöð 2 Sport og forverum hennar undanfarna áratugi. Tíu beinar útsendingar verða frá hverri umferð í Meistaradeild Evrópu auk þess sem að öllum leikjum verða gerð skil í samantektarþáttum sem og upphitunarþáttum á Stöð 2 Sport. Þá verður leikjum Evrópudeildar UEFA áfram gerð góð skil eins og áður. Hér fyrir neðan má lesa fréttatilkynningu sem var send í morgun vegna samningsins. „Meistaradeildin og Evrópudeild UEFA áfram á Stöð 2 sport UEFA og Fjarskipti hf./Stöð 2 Sport hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf um Meistaradeild Evrópu í fótbolta og verður keppnin sýnd á sportstöðvum Stöðvar 2 líkt og undanfarin ár. Samningurinn er til þriggja ára. Alls verða 10 beinar útsendingar frá hverri umferð, ásamt samantektarþáttum, sýndar á Stöð 2 Sport. Að auki var einnig samið um sýningarréttinn á Evrópudeild UEFA fyrir sama tímabil. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport sýnir beint frá öllum helstu leikjunum í Meistaradeild Evrópu og sjónvarpsþætti með ítarlegri umfjöllun um hverja leikviku. Meistaradeild Evrópu er óumdeilanlega sterkasta keppni félagsliða í heiminum og hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim. „Við fögnum því að geta áfram boðið áhorfendum Stöðvar 2 sport upp á markaveislu í beinni og ítarlegar skýringar okkar bestu íþróttaskýrenda á eftir. Það var okkur mikið kappsmál að halda meistaradeildinni á Stöð 2 Sport enda viljum við bjóða áhorfendum okkar þar upp á það besta sem gerist í íþróttaheiminum. Það segir sína sögu að leikmenn og þjálfarar stærstu liða í heimi telja þátttöku í Meistaradeildinni til mestu afreka sem hægt er að áorka í knattspyrnu. Samstarf Stöð 2 Sport og UEFA hefur verið langt og farsælt og það er okkur sérstök ánægja að áframhald verði á því,“ segir Björn Víglundsson framkvæmdastjóri Miðla Fjarskipta hf. Líkt og undanfarin ár mun Stöð 2 Sport einnig sýna helstu leikina í Evrópudeildinni, áður Evrópukeppni félagsliða, í beinni útsendingu og sjónvarpsþætti með samantekt á öllum leikjum hverrar umferðar. Fyrirkomulag og umfang Evrópudeildarinnar hefur tekið miklum breytingum og vegur hennar sem sjónvarpsefnis í Evrópu vaxið hratt samhliða. Það er yfirlýst markmið UEFA að Evrópudeildin nái sömu stærðargráðu og Meistaradeild Evrópu og Stöð 2 Sport kappkostar áfram að gera báðum keppnum hátt undir höfði. Þjónusta Miðla Fjarskipta hf. við áhugamenn um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina verður aukin á komandi leiktíð. Sýningarrétturinn nær einnig til dreifingar efnisins á netinu og um farsíma og tryggir þannig knattspyrnuáhugamönnum á Íslandi fjölbreyttari aðgang að efninu, en mikill vöxtur hefur verið í nýtingu sambærilegrar þjónustu á netinu og um farsíma frá Ensku úrvalsdeildinni á undanförnum misserum.“
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira