Aukin eftirspurn eftir kókaíni rakin til góðæris Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. janúar 2018 18:54 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn kókaíni í fyrra miðað við síðustu ár og var meira af því í umferð en oft áður. Kókaín er eitt dýrasta fíkniefnið á markaðnum og telur sérfræðingur hjá lögreglunni að efnahagsástand hafi áhrif á þróunina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn af hörðum fíkniefnum árið 2017 miðað við síðustu ár. Samkvæmt bráðabirgðartölum lögreglunnar var hald lagt á meira magn af amfetamíni, ecstasy og kókaíni. Mesta aukningin er á haldlögðu kókaíni en árið 2017 lagði lögreglan hald á 1.809 grömm en aðeins 621 grömm árið 2016. Árið 2016 lagði lögreglan hald á 8.801 grömm af amfetamíni en í fyrra var lagt hald á 11.926 grömm. Þá var hald lagt á 4.345 grömm af ecstasy í fyrra en aðeins 1.814 grömm árið 2016.Fíkniefni ríka mannsins Þá hefur fjöldi haldlagninga einnig aukist talsvert en árið 2014 lagði lögreglan að meðaltali hald á kókaín tíu sinnum í mánuði. Árið 2017 voru haldlagningarnar hins vegar orðnar tuttugu á mánuði að meðaltali. Kókaín hefur haft það orð á sér að vera fíkniefni ríka mannsins sökum þess hversu dýrt það er en eftir því sem fréttastofa kemst næst er algengt að grammið sé selt á allt að 15 þúsund krónur. Jónas Orri Jónasson, sérfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svipuð þróun hafi sést síðast á árunum fyrir hrun. „Við tókum líka eftir sömu þróun í kring um 2006 og 2007. Þegar kaupmáttur þjóðarinnar eykst þá breytist kannski aðeins neyslumynstrið í því hvaða fíkniefnum fólk er að neyta í samfélaginu,“ segir Jónas Orri. Skráðum brotum hefur einnig fjölgað hjá lögreglunni en árið 2017 voru 153 teknir fyrir sölu og dreifingu fíkniefna en þeir voru 120 árið 2016 og 133 árið þar á undan 1.191 mál er varða vörslu og meðferð fíkniefna voru skráð hjá lögreglu í fyrra en þau voru 932 árið 2016 og 947 árið 2015. „Stærsti hlutinn af þessum málum koma upp í öðrum málum. Kannski í akstri undir áhrifum eða í ofbeldismálum sem við förum inn í eða heimilisofbeldi eða þess háttar,“ segir Jónas Orri. Lögreglumál Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn kókaíni í fyrra miðað við síðustu ár og var meira af því í umferð en oft áður. Kókaín er eitt dýrasta fíkniefnið á markaðnum og telur sérfræðingur hjá lögreglunni að efnahagsástand hafi áhrif á þróunina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn af hörðum fíkniefnum árið 2017 miðað við síðustu ár. Samkvæmt bráðabirgðartölum lögreglunnar var hald lagt á meira magn af amfetamíni, ecstasy og kókaíni. Mesta aukningin er á haldlögðu kókaíni en árið 2017 lagði lögreglan hald á 1.809 grömm en aðeins 621 grömm árið 2016. Árið 2016 lagði lögreglan hald á 8.801 grömm af amfetamíni en í fyrra var lagt hald á 11.926 grömm. Þá var hald lagt á 4.345 grömm af ecstasy í fyrra en aðeins 1.814 grömm árið 2016.Fíkniefni ríka mannsins Þá hefur fjöldi haldlagninga einnig aukist talsvert en árið 2014 lagði lögreglan að meðaltali hald á kókaín tíu sinnum í mánuði. Árið 2017 voru haldlagningarnar hins vegar orðnar tuttugu á mánuði að meðaltali. Kókaín hefur haft það orð á sér að vera fíkniefni ríka mannsins sökum þess hversu dýrt það er en eftir því sem fréttastofa kemst næst er algengt að grammið sé selt á allt að 15 þúsund krónur. Jónas Orri Jónasson, sérfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svipuð þróun hafi sést síðast á árunum fyrir hrun. „Við tókum líka eftir sömu þróun í kring um 2006 og 2007. Þegar kaupmáttur þjóðarinnar eykst þá breytist kannski aðeins neyslumynstrið í því hvaða fíkniefnum fólk er að neyta í samfélaginu,“ segir Jónas Orri. Skráðum brotum hefur einnig fjölgað hjá lögreglunni en árið 2017 voru 153 teknir fyrir sölu og dreifingu fíkniefna en þeir voru 120 árið 2016 og 133 árið þar á undan 1.191 mál er varða vörslu og meðferð fíkniefna voru skráð hjá lögreglu í fyrra en þau voru 932 árið 2016 og 947 árið 2015. „Stærsti hlutinn af þessum málum koma upp í öðrum málum. Kannski í akstri undir áhrifum eða í ofbeldismálum sem við förum inn í eða heimilisofbeldi eða þess háttar,“ segir Jónas Orri.
Lögreglumál Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira