Valsmenn hafa fengið til sín danska framherjann Tobias Thomsen frá KR en þarna er á ferðinni þrettán marka maður í deild og bikar með Vesturbæjarliðinu á síðasta tímabili.
Valur og KR eru erkifjendur og tvö af sigursælustum félögum íslenskra íþrótta frá upphafi. Það er því ekki mjög algengt að leikmenn skipti á milli félaganna hvað þá þegar um ræðir markahæsta leikmann annars liðsins á tímabilinu á undan.
Tobias Thomsen spilaði í treyju númer ellefu í KR-liðinu á síðustu leiktíð. Það þarf að fara aftur til ársins 2004 til að finna síðustu „ellefuna“ sem yfirgaf Vesturbæinn og samdi við Hlíðarendafélagið.
Tobias Thomsen fetar nú í fótspor Guðmundar Benediktssonar sem sumarið skipti úr KR í Val eftir 2004 tímabilið.
Guðmundur Benediktsson hafði verið hjá KR frá 1995 til 2004 og var með 2 mörk í 12 leikjum sumarið 2004. Guðmundur hafði hinsvegar misst af 35 af 72 leikjum KR árunum 2001 til 2004 og Vesturbæjarliðið hélt ekki í hann.
Guðmundur fékk hinsvegar tækifæri hjá Val og nýtti það til fulls. Hann lék 53 af 54 deildarleikjum liðsins næstu þrjú tímabil, var með 8 mörk og 26 stoðsendingar í þeim og vann bæði Íslandsmeistaratitilinn (2007) og bikarmeistaratitilinn (2005).
KR-ingar unnu aftur á móti engan titil á árinum 2005 til 2007 og voru næstum því fallnir þegar Valsmenn urðu Íslandsmeistarar með Gumma Ben innanborðs haustið 2006.
Fyrstu þrjú ár Gumma Ben í Val frá 2005 til 2007:
2005
Valur í 2. sæti og bikarmeistari
Guðmundur með 2 mörk og 10 stoðsendingar
(KR í 6. sæti)
2006
Valur í 3. sæti
Guðmundur með 1 mark og 9 stoðsendingar
(KR í 2. sæti)
2006
Valur Íslandsmeistari
Guðmundur með 5 mörk og 7 stoðsendingar
(KR í 8. sæti)

