Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2018 09:04 Bjarni Hilmar segir upplifun sína svo skelfilega að hann myndi ekki óska sínum versta óvini að þurfa að ganga í gegnum annað eins. visir/hanna „Ég votta þér samúð mína, hún er látin, þú ert grunaður um morð.“ Eitthvað á þessa leið var setningin sem féll. Rannsóknarlögreglumaður tilkynnti Bjarna Hilmari Jónssyni verktaka, hvar hann var vistaður í klefa 6 á lögreglustöðinni, að eiginkona hans Susan Mwihaki Maina væri látin. Susan hafði fyrirfarið sér en Bjarni Hilmar var grunaður um að hafa banað henni. Í dag verður aðalmeðferð í máli Bjarna Hilmars á hendur íslenska ríkinu, en hann fer fram á miska- og skaðabætur vegna ólögmætra þvingunaraðgerða lögreglu. Kröfur hans nema rúmlega fjórum milljónum króna. Bjarni er verktaki, starfar við ýmsa jarðvegsvinnu og málun. Hann er þriggja barna faðir, á þrjár dætur frá fyrri samböndum. Frásögn Bjarna Hilmars er sláandi. Hann segir þetta martröð sem hann hefur gengið í gegnum og svo skelfileg upplifun að hann óskar ekki sínum versta óvini að ganga í gegnum annað eins. Bjarni Hilmar fór ítarlega yfir málið með blaðamanni Vísis. Hér verður hans saga sögð, hans hlið en ekkert fer á milli mála að hinn skelfilegi atburðurinn sem leiddi til dauða eiginkonu hans og eftirmálin hafa tekið og taka verulega á hann.Grunaður um græsku strax á vettvangi Aðfararnótt 4. júní 2016 umturnast líf Bjarna Hilmars. Þá um nóttina hringdi hann í Neyðarlínuna og tilkynnti að eiginkona hans Susan hefði reynt sjálfsvíg með því að hengja sig á heimili þeirra í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. „Af skýrslu tæknideildar lögreglunnar sem kom á vettvang kl. 03:20 þann 4. júní 2016 má ráða að aðstæður og vettvangi og framburður stefnanda bentu til að um sjálfsvíg hafi verið að ræða en hin látna hafi látið sig síga í ól sem hún hafði bundið í stigahandriði,“ segir í stefnu.Bjarni Hilmar. Fljótlega lá fyrir að lögreglan grunaði Bjarna um græsku. Hann var handtekinn þá um nóttina og færður í fangaklefa.visir/hannaBjarni Hilmar var lagstur til hvílu, en fór fram til að athuga með Susan, því honum þótti óeðlilega hljótt í íbúðinni miðað við hvað hafði gengið á þá um kvöldið. Þá sá hann hvað hafði gerst og reyndi endurlífgun samkvæmt leiðbeiningum Neyðarlínunnar um síma. Viðbrögðin voru snör og áður en hann vissi var heimili þeirra fullt af lögreglu- og sjúkraflutningamönnum. Fljótlega lá hins vegar fyrir að lögreglan grunaði Bjarna um græsku. Hann var handtekinn þá um nóttina og færður í fangaklefa.Berháttaður fyrir opnum tjöldumBjarni Hilmar segist ekki hafa verið tekinn neinum vettlingatökum af lögreglu. Hann kvartaði nokkrum sinnum undan því að handjárnin sem á hann voru sett væru of vel hert þannig að verkjaði undan. Bjarni Hilmar samþykkti að gefa þvag- og blóðsýni í þágu rannsóknar málsins og var tekið blóðsýni úr honum á lögreglustöðinni. „Ég var berháttaður, tekið sýni undan nöglum, ég var myndaður í sæmilega stóru herbergi. Opið var út og þar var múgur og margmenni,“ segir Bjarni og lýsir aðstæðum. Hann segir svo frá að þá um nóttina hafi rannsóknarlögreglumaður komið í klefa hans og tilkynnt honum að kona hans væri látin og hann grunaður um morð. Í sömu setningunni: „Ég votta þér samúð mína, hún er látin, þú ert grunaður um morð.“Ólögmætar þvingunaraðgerðir Krufning á Susan fór fram þann 7. júní 2016 og viku síðar lá fyrir niðurstaða í skýrslu, sú að Susan hafi látist af völdum blóðrásarröskunar vegna þrýstingstengdar blóðrásstöðvunar til heila af völdum þrýstings á hálsi. Ekkert bendir til þess að dauða hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Bjarni segir þvingunaraðgerðir sem hann mátti sæta við rannsókn málsins hafi verið ólögmætar og gerðar honum að ósekju. Í stefnu segir að við mat á miska verði að hafa í huga að stefnandi var ranglega sakaður um aðild að svívirðilegu og alvarlegu refsiverðu broti, það er að hafa ráðið eiginkonu sinni bana. „Þurfti hann ekki aðeins að þola niðurlægjandi handtöku og frelsissviptingu vegna málsins heldur mikla fordæmingu af hálfu samfélagsins,“ segir í stefnu.Illt umtalÞar segir jafnframt að umtalið vegna málsins og „fordæmingin [hafi] bitnað harkalega á stefnanda og fólkinu hans og mun fyrirsjáanlega gera það um ókomna tíð. Málið olli stefnanda þannig augljósum óþægindum og raskaði högum hans og stöðu og í því felst miski stefnanda.“ Þá segir einnig að vegna andlegrar vanlíðunar í tengslum við andlát eiginkonu sinnar og aðgerða lögreglu hafi hann þurft að leita til sálfræðings sem segir Bjarna Hilmar bera mörg einkenni áfallastreitu og kvíða annars vegar andláts eiginkonu sinnar sem og atburða í kringum handtöku stefnanda í kjölfar andlátsins.Kynntust úti í KenýaBjarni segir að hann hafi notið stuðnings bæði Séra Pálma Matthíassonar og séra Bjarna Karlssonar í viðtalstímum. Deildar meiningar hafa verið meðal ráðgjafa hans prestslærðra um hvort rétt sé fyrir hann að stíga nú fram opinberlega en Bjarni Hilmar segir að ef saga sín megi verða til þess að lögreglan vandi sig betur í framtíðinni, í viðkvæmum málum, sé til einhvers unnið. Hann telur mikilvægt að þessi saga sé sögð þó harmræn sé.Bjarni Hilmar segir Susan hafa staðið sig vel í vinnunni, var stolt af henni en þar var hins vegar yfirmaður sem gerði henni lífið leitt.Hver er aðdragandi þessarar skelfilegu nætur og hvernig stendur á því að lögreglan dregur þá ályktun að hér hafi verið um morð að ræða? Þar kemur líklega ýmislegt til að sögn Bjarna Hilmars. Hann og Susan höfðu verið gift í ár. Þau höfðu kynnst úti í Kenýa þar sem Bjarni var í fríi.Lögð í einelti í vinnunni„Það er auðvitað aðdragandi að þessu. Susan blessunin, sem var yndisleg manneskja, hafði verið lögð í hroðalegt einelti í vinnunni. Hún starfaði á hóteli í miðborginni, Íslandshótel. Ég vissi mjög vel af því.“ Erfiður tími í vinnunni endaði með því að Susan var sagt upp störfum 3. júní, nokkrum klukkustundum áður en til sjálfsvígsins kemur. „Það er engin tilviljun.“ Bjarni Hilmar segir að þetta hafi fengið mjög á Susan. Hún kom frá Kenýa og í samanburði við aðstæður þar hafi hún verið sem blóm í eggi á Íslandi. „Hún var mjög stolt af því að geta sent foreldrum sínum peninga, stolt af vinnu sinni. Hún var þjónn á hótelinu og ég veit að hún stóð sig vel þar. Þarna var bara illa innréttaður maður. Sem hugsanlega gramdist að fá ekki að sofa hjá henni. Það er ekki ágiskun mín heldur manna sem kannast við þarna.“Fór að bera á þunglyndi eftir KenýaförÞú heldur að þetta sé megin ástæðan fyrir því að hún grípur til þessa örþrifaráðs? „Það var líterinn sem fyllti mælinn. Ég hafði orðið þess var að hún var orðin þung, ekki eins glöð og ánægð og hún hafði verið. Ég er náttúrlega ekki sálfræðingur en trúlega hefur þjakað hana eitthvað þunglyndi. Við vorum í Kenýa yfir áramótin 2015-16, þar sem var sól og gleði og allt það. Við komum svo til Íslands í byrjun janúar og þá var ekki farið að bera á einu né neinu hjá henni. En svo fór að halla undan fæti, sem virðist hafa tekið um hálft ár, að andlegri heilsu hennar tekur að hraka. Ég sé það best eftir á, en sá það ekki meðan á því stóð.“Uppnám vegna uppsagnar Bjarni segir að Susan hafi sagt honum af einelti sem hún mátti sæta á vinnustað. „Ég kom heim seinnipart hins afdrifaríka dags 3. júní, klukkan um hálf sex eftir vinnu og hún er alveg róleg. Sameiginleg vinkona okkar var hjá henni. Svo þegar þessi sameiginlega vinkona hennar fór sagði Susan mér frá því að henni hafi verið sagt upp störfum. Hún er alveg í fári yfir því. Og ég segi við hana að þetta sé ekki nokkurt einasta vandamál. Ég hafi sambönd og við skulum bara ganga í það finna vinnu fyrir hana. Hún hafi ekki verið ánægð í vinnunni. En þetta stigmagnast og fljótlega var hún orðin viti sínu fjær.“Rauk út og kastaði sér fyrir bílBjarni segir þá af milliþætti sem má heita af alvarlegra taginu. „Þá kemur að öðrum þætti sem er alveg svakalegur, og kemur allstaðar fram í skýrslum, en þegar hún var orðin viti sínu fjær og lætur öllum illum látum sýndi hún af sér mjög máttlausar sjálfsmorðstilraunir heima. Þóttist ætla að drekkja sér í baðinu heima, þennan eftirmiðdag, þetta kvöld. Ég hafði heyrt það einhvers staðar að þeir sem ætluðu sér að fremja sjálfsmorð væru ekki að flagga því heldur gerðu það einhvers staðar í einrúmi. Þar sem enginn vissi af. Ég vissi ekki betur.“Susan kom til Íslands til að giftast Bjarna. Sýslumaður gaf þau saman og höfðu þau verið gift í um ár þegar allt fór á versta veg.Að þetta væri meira kall á hjálp en ekki raunverulegar hótanir eða sjálfsvígstilraunir? „Já, og eftir rimmu sem stendur meira og minna allt kvöldið hljóp hún út. Og ég hugsa sem svo og vona að nú ætli hún í göngutúr, ná áttum og komi vonandi heim róleg. Hún kom heim á að giska einum og hálfum tíma seinna.“ Bjarni gerir hlé á frásögn sinni og heldur svo áfram: „Þetta er svakalegt sem ég ætla að segja þér núna. Við bjuggum í grennd við Bústaðaveg. Og hún hljóp niðrá Bústaðaveg og henti sér þar fyrir bíl.“Skilin eftir í móttökunniBjarni segist hvergi hafa verið nærstaddur þegar þetta er. „Nema, lögreglan kemur að sjálfsögðu á vettvang. Þetta fór betur en á horfðist en leit mjög illa út, var mér sagt. Bíllinn hafði sveigt frá, en hliðarspegillinn fór í hana, hún kastaðist uppí loft og skall niður í malbikið. Hún hlaut allskonar skrámur við það. Þetta kemur fram í lögregluskýrslum. Nema, lögreglan kemur og hvað gerir hún við manneskju sem er í greinilegri sjálfsvígshættu? Keyrir hana á bráðamóttökuna í Fossvogi og skilur hana þar eftir í móttökunni.“ Bjarni telur þetta vítavert, reyndar óafsakanlegt. „Fatalt af mönnum í þessu starfi að vita ekki betur og gera einhverjar ráðsstafanir sem ég hefði ekkert getað gert. Ég hefði ekki getað labbað með hana á geðdeild en þeir hefðu getað það. Þetta er vítavert og ég tel þá að einhverju leyti bera ábyrgð vegna slælegra vinnubragða. Það hefur aldrei verið minnst einu orði á þetta neins staðar.“Hún dökk á hörund og helmingi yngri Bjarni telur að þetta hefði átt að sýna svo ekki væri um villst að Susan væri í sjálfsmorðshugleiðingum og þá að fráleitt væri að ætla hann morðingja. En, það var þvert á móti. „Eftir allt sem ég hef gengið í gegnum þá kemur í ljós að lögreglan vissi þetta. Kom fljótt fram í tölvukerfinu að fyrr um kvöldið hafði hún reynt sjálfsvíg. Samt er ég meðhöndlaður eins og morðingi? Þetta er skelfilegt.“ Bjarni segir eitt og annað vera sem hugsanlega hafi gert hann tortryggilegan í augum lögreglunnar. Sem afsaki þó ekki þann pól sem hún tók í hæðina.Ýmislegt sem kannski leit ekkert vel út. Hún var svört, miklu yngri en ég. „Og svo er náttúrlega annað mál sem er að ég er faðir stúlkunnar sem mér skilst að Stöð 2 ætli að fjalla um eftir nokkra daga,“ segir Bjarni Hilmar og er þá að tala um burðardýrsmál sem kom upp úti í Brasilíu. „Þeir sáu fljótt að ég var pabbi hennar.“Ýmislegt sem ekki leit vel út fyrir Bjarna Þannig að þú mátt þá kannski heita vafasamur pappír í þeirra bókum? „Jájá, með unga svarta konu og dóttir hans í einu svaðalegasta fíkniefnamáli sem hefur komið upp, hún og kærastinn hennar tekin með mikið magn fíkniefna og voru í fangelsi í Brasilíu.“ Bjarni Hilmar vitnar í Séra Bjarna Karlsson, hvar hann hefur verið í viðtalsmeðferðum sem benti honum á þetta: Þeir sjá þig sem fimmtugan með þessari ungu fallegu stúlku, 24 ára gamla, dóttir þín í fangelsi í Brasilíu... þeir hljóta að álykta sem svo að þú sért krimmi.“Bjarni Hilmar telur fullvíst að í huga lögreglu hafi hann verið vafasamur pappír, giftur helmingi yngri konu og dóttir hans flækt í stórt fíkniefnamál. Þeir hlutu að telja hann ótýndan krimma.visir/hannaViltu þá meina að þú sért einhvers konar fórnarlamb fordóma lögreglunnar? „Sko, ég lít ekki á mig sem fórnarlamb. Hef ekki gert það,“ segir Bjarni og ítrekar það. „Susan var fórnarlamb. En, veistu það, kjarninn í þessari hegðun lögreglunnar er að það var gaman. Þetta var lögguleikur. CSI-þáttur. Loksins komust þeir í eitthvað krassandi. Ekki einhver fullur tekinn á bíl eða eitthvað innbrot. Heldur eru þau á vettvangi sem var skelfilegur og þau fara fram úr sér. Mörgum fannst „gaman“,“ segir Bjarni og telur þetta lykilástæðu þess að hann lenti í þeirri stöðu að vera talinn hafa myrt konu sína.Segir samband þeirra hafa verið gottÞú fimmtugur og hún 24 ára. Hvað höfðuð þið verið lengi saman? „Ekki lengi því miður. Ég kynntist henni úti í Kenýa þar sem hún var að vinna á hóteli í Mombasa. Hún var hér í um ár, ég hafði kynnst henni hálfu ári fyrr. Yndisleg stúlka.“Hvað varst þú að gera úti í Kenýa? „Ég er verktaki. Mála bílastæði, meðal annars. Geri við malbik. Og ég verð að taka sumarleyfi mín á einhverjum sérkennilegum tímum. Ég hafði farið til Flórída, til Tælands og ég var að prófa þetta. Komast í sól. Við höfðum sem sagt verið gift í um ár.“Varðandi ykkar samband, hvernig myndirðu lýsa því? „Sko, þetta var yndisleg stúlka. Og okkar samband var mjög gott. Við fórum til Kenýa um áramótin 2015-2016. Við vorum í sumarbústöðum, hún var aktív og fór í göngutúra og hjólaði. Ég vann mikið og vinn mikið. Sérstaklega yfir sumartímann. Og, hún var farin að vinna sjálf. Við vorum ósköp venjulegt fólk sem horfði á Stöð 2.“Átti erfitt með að treysta fólki Bjarni metur það sem svo að Susan hafi aðlagast lífinu á Íslandi með ágætum, en þó voru vandkvæði.Susan í fríi úti í Kenýa. Allt lék í lyndi en fljótlega eftir heimkomuna fór að sækja að henni óyndi sem varð stjórnlaust eftir að henni var sagt upp störfum.„Hún aðlagaðist mjög vel að öllu öðru leyti en því að hún vildi ekki eignast vinkonur. Hún hafði „trust issues“ og vildi mest vera heima. Ég hafði verið að hvetja hana, það var til dæmis ein stúlka sem leitaði mikið í hana og ég spurði hana hvort hún vildi ekki fara af heimilinu og hitta stelpur og svona? En, hún sagði: Nei Bjarni, ég kom ekki hingað til Íslands til að kynnast vinum heldur vera hér með þér. Hún hengdi allt sitt á mig. Það var ekki það að ég væri að beita hana andlegu ofbeldi og þvingaði til að vera innan dyra. Hún vildi ekki leita út. Gerði það annars slagið að fara út en það var frekar að hún væri treg til þess. Ef einhver var búinn að suða í henni.“Þetta hefur kannski verið einhver menningarmunur sem erfitt var að höndla? „Já, það er kannski svo. Ég hef komið þrisvar til Kenýa. Fólkið er yndislegt, en hún sagði að einhver vinkona hennar þar hefði svikið sig og hún vantreysti ávallt fólki í kjölfar þess.“Íslenska skammdegið erfittBjarni segir að þau hafi gengið í hjónaband strax eftir að hún kom til landsins. „Hún kom hingað til að giftast mér. Þær fá ekki að vera hér konur, utan Schengen, nema vera í hjónabandi. Þannig að fljótlega eftir að hún kom þá giftum við okkur.“En heldurðu að þetta hafi verið einhvers konar heimþrá sem þjakaði hana? „Nei.“Af því að þú nefndir að það hefði farið á verri veg andleg líðan hennar eftir Kenýaförina? „Já. Jú, ef til vill á óbeinan hátt. Hér er samfélag fólks frá Kenýa og það komu til mín, á heimilið, þrír einstaklingar frá Kenýa eftir að þetta gerðist. Þar á meðal kona sem sagði mér að hún hefði gert þau svakalegu mistök að hafa farið út til Kenýa í mesta skammdeginu hér á Ísland. Hún var þar í einhverjar vikur og kom svo aftur hingað í skammdegið. Og sagði svo frá hún þurfti að rúmliggjandi eftir þau viðbrigði, af þunglyndi og sagði að þetta myndi hún aldrei gera aftur.“Fjölskylda Susan tortryggin eðli máls samkvæmtBjarni segir að í þeim hópi hafi verið hálfbróðir Susan sem kom sérstaklega frá Bandaríkjunum í kjölfar andláts systur sinnar. Bjarni segir að fjölskylda Susan hafi verið mjög tortryggin, eðlilega þegar þau spurðu að lögreglurannsókn væri vegna andlátsins. Og það tók hann marga mánuði að vinda ofan af því og í dag er hann í reglulegu sambandi við fjölskylduna. Hann nefnir einnig að þegar sendiherra Kenýa í Svíþjóð kom til landsins í tengslum við 17. var boðað til sérlegs fundar hjá Séra Pálma Matthíassyni. Lögreglan hafði spurnir af því og vildi einnig koma. Þetta var upplýsingafundur og var allt útskýrt á fundinum. „Andrúmsloftið, hafi það verið lævi blandið, var hreinsað með útskýringum þá. Á þessum fundi lofaði lögreglan mér og sendiráðinu að það yrði gerð samantekt á málinu og skýrsla sem send yrði sendiráði Kenýa í Stokkhólmi, sem þeir myndu koma til utanríkisráðuneytisins í Nairobi í Kenýa, sem síðan myndi upplýsa fjölskyldu Susan um málið með formlegum hætti. Að það væri þá opinberlega en ekki bara mín orð. Skemmst frá því að segja að ekki var staðið við þetta loforð sem mér og sendiherranum var veitt við þetta tækifæri.“Voru vel sett fjárhagslegaBjarni lýsir því svo að fjárhagslega hafi þau hjónin haft það gott. Og Susan hafi verið sjálfstæð. „Málið er að, ég er fimmtugur og hafði allt til alls. Kreppan fór ekki illa með mig eins og svo marga. Ég sagði við Susan: Ég bjó hér einn, borgaði af bílnum og húsinu, notað þú þá litlu peninga sem þú færð útborgaða til að hlúa að sjálfri þér. Og pabba þínum. Hún dýrkaði pabba sinn, sem var algjört idol í hennar huga, en hann hafði verið einstæður faðir með hana í einhver ár þarna úti í Kenýa, og ég er í sambandi við hann núna. Hann býr við fremur frumstæð skilyrði, ekki rafmagn og svona, en hún talaði við vinkonur sínar og forelda á hverjum degi á Snapchat og þessum samskiptamiðlum.“Heimþrá ekki að naga SusanBjarni telur þannig að ekki hafi getað verið að heimþrá hafi þjakað Susan, nema þá með óbeinum hætti.Grafreitur Susan úti í Kenýa. Fjölskylda hennar var eðlilega mjög tortryggin í garð Bjarna Hilmars þegar hún frétti af lögreglurannsókn vegna dauða hennar.„Hún hefði getað pantað sér far og farið. Uppá eigin spýtur. Þarna var tækifæri, þegar hún var orðin atvinnulaus, hefði ekki verið neitt því til fyrirstöðu. Þó Kenýa sé talið þróaðasta Afríkulandið, og okkur framar að mörgu leyti, eru aðstæður almennings frumstæðar. Hún lifði eins og prinsessa á Íslandi. Leit svo á. Við áttum bara venjulegt lítið raðhús í Smáíbúðahverfinu. Þegar hún dó átti hún fimm eða sex hundruð þúsund krónur inni á reikningnum sínum. En, ef ég færi til Kenýa og ætti að vera þar ár, jú, ég fengi heimþrá. Líklega hefur hún saknað heimalandsins, fjölskyldu og vina. En, ekki svona krónískt að það hafi verið að éta hana að innan. Það held ég ekki.“ Bjarni telur þó víst að óánægja hafi verið að byggjast upp innra með henni sem svo varð óviðráðanleg þegar henni var sagt upp störfum. Þetta hljómar mótsagnakennt, að Susan hafi kunnað vel að meta líf sitt á Íslandi en engu að síður gripið til þessa örþrifaráðs?„Jájá. Við áttum yndislega tíma þarna úti í Kenýa. En, hún var undir mikilli pressu í vinnunni. Ég skrifa þetta að verulegu leyti á það.“ Bjarni segir yfirmann hennar hafa verið Susan afar erfiður, minnstu mistök voru blásin upp og Susan kvartaði ítrekað undan honum við Bjarna.Misskilningur á vettvangi En, aftur að hinni skelfilegu nótt. Hvað verður til þess að grunur fellur á Bjarna Hilmar? Hann segist hafa brotið heilann mjög um það. „Á vettvangi, eftir að sjúkraflutningamenn og lögreglan komu þá fór fram rannsókn,“ segir Bjarni og bendir á spurningu frá ungri lögreglukonu í þessu samhengi. „Hún spurði: Hvenær sástu hana? Ég taldi hana vera að spyrja, hvenær komstu að henni? Ég leit svo á. Ég sagðist ekki vita það nákvæmlega. Kannski tíu mínútur eða korter. Því sjúkraflutningamenn voru ótrúlega snöggir á vettvang. Þá talaði hún við sjúkraflutningamennina sem sögðu eitthvað á þá leið: Það stenst ekki. En, þá hafði hún verið að spyrja: Hvenær sástu hana síðast á lífi? En, hún var ekki látin. Nema, í yfirheyrslunni var þetta tekið sérstaklega fyrir og ég útskýrði þetta fyrir Alberti rannsóknarlögreglumanni, fínn piltur sem ég hef ekkert út á að setja, hann segir hluti stangast á. Að ég hafi síðast séð hana á lífi fyrir korteri en það stóðst ekki miðað við lífsmark. Ég sagði, Albert, hvernig var hægt að spyrja mig út í það hvenær ég hafi síðast séð hana á lífi þegar hún var ekki látin þá? Þetta stemmir ekki. Ég skildi þetta þannig, hvenær komstu að henni? Þá var það bara afgreitt mál.“Þótti grunsamlega rólegurEn, á vettvangi, hvað er það við þig og aðstæður sem verða til þess að þau telja að þarna sé um refsiverða háttsemi af þinni hálfu að ræða? „Sumt á sér eðlilegar skýringar. Annað skrifast á þetta sem ég var að lýsa. Ég vil taka fram að þetta var meira og minna almenna lögreglan sem fór í þennan asnalega fasa sem ég lýsi. Það kemur fram í stefnunni að þegar ég var handtekinn gerðu þau sér það að leik að herða handjárnin um of. Svo kemur fram í lögregluskýrslum, húsið fylltist af lögreglu- og sjúkraflutningamönnum, að meðan á því stóð þá sat ég rólegur frammi í stól. Það þótti mjög grunsamlegt.Bjarni Hilmar spyr hvort það sé til einhver uppskrift að því hvernig menn eigi að haga sér við aðstæður sem þessar? Hann þekki hana ekki né tveir prestlærðir menn sem Bjarni hefur leitað til í kjölfar hins skelfilega atburðar.visir/hannaEn, bíðum nú aðeins við. Hvað ef ég hefði gengið berserksgang, öskrað og gargað, hefði það ekki verið grunsamlegt? Hver er uppskriftin að hegðun þegar þú veist ekki hvort eiginkona þín sé lifandi eða dáin eða sé að deyja? Hvernig á maður að haga sér? Getur þú sagt mér það, eða? Alla vega, það eru tveir prestar sem hafa ekki getað sagt mér það. En, þetta skrá þeir sem grunsamlegt,“ segir Bjarni Hilmar og ekki fer á milli mála að það tekur mjög á hann að fara yfir þetta.Spurningar hans þóttu tortryggilegar „Svo skrifa þeir það líka niður sem grunsamlegt að ég hafi, í lögreglubílnum frá heimilinu og niður á lögreglustöð, spurt frétta. Er eitthvað að frétta? Er eitthvað að frétta? Og í fangaklefanum: Er eitthvað að frétta? Það er í skýrslu talið tortryggilegt. Nokkuð sem mér fannst eðlilegt. Eins og að gefa sjúkraflutningamönnum og lögreglunni næði og frið til að sinna sínu starfi. Og sat þess vegna rólegur í stól. Mér finnst eðlilegt að spyrja frétta af konu sinni sem er í krítísku ástandi. En þeir fá einhvern veginn út að það sé grunsamlegt. Ég verð þó að taka fram að þeir sem tóku við, sá sem yfirheyrði mig, Albert og Þórður sem stjórnaði rannsókninni, þetta eru toppmenn.“Skelfilegt kvöld og rifrildi milli þeirra hjóna Nú er vert að hafa það í huga að þetta mál gengur ekki út á sekt Bjarna Hilmars heldir einmitt fyrirliggjandi sakleysi. Og, svo það hvað verður til þess að lögreglan dregur þá ályktun að um glæp sé að ræða. Hvað verður til þess að lögreglan fer að ganga út frá því sem vísu að Bjarni Hilmar sé sekur um morð á eiginkonu sinni? Bjarni telur þar tvö atriði, sem vissulega líta ekki vel út fyrir sig, vega þungt. En þau eigi sér hins vegar skýringar. Og hann vill leggja öll spil á borð. Annað er að þegar Susan verður fyrir bílinn, þá í miklu uppnámi gaf hún lögreglu þær skýringar að hún hafi verið að flýja ofbeldi heima fyrir. Bjarni segir það hennar skýringar til lögreglu, þá á því hvers vegna hún var að henda sér fyrir bíl. Hún lýsti miklu rifrildi milli þeirra hjóna og bar því við að hún hafi verið annars hugar þegar hún gekk út á götuna. „Þetta hefði hins vegar ekki undir neinum kringumstæðum að leiða til þess að ég hafi réttarstöðu morðingja í hálft ár,“ segir Bjarni.Lögregla lagði hald á ferðatösku SusanVísir hefur greinargerð ríkislögmanns undir höndum. Bjarni er verulega ósáttur við þá greinargerð sem hann segir gildishlaðna og villandi. Bjarni dregur enga dul á að þetta kvöld hafi verið skelfilegt. Og þau hafi rifist en af og frá sé að hann hafi beitt konu sína heitna ofbeldi. Engu heimilisofbeldi hafi verið til að dreifa. Sömuleiðis kemur fram í greinargerðinni að á vettvangi hafi lögregla haldlagðar 500 þúsund krónur sem Susan hafði á sér og að ferðatöskur hafi verið teknar fram á heimili þeirra hjóna þegar lögreglu bar að garði. Bjarni segir að Susan hafi sett hluti ofan í ferðatösku fyrr um kvöldið. Hún hafi verið í miklu uppnámi en hann viti ekki nákvæmlega hvað hafi vakað fyrir henni.“Hún var í ofboðslega miklu uppnámi, var að kalla á hjálp allt kvöldið þó ég hafi ekki túlkað það rétt. Þetta var skelfilegt kvöld og það gekk mikið á. Þetta var eitt af því.Engin ofbeldissaga fyrirliggjandiEn eru einhver mál úr fortíðinni sem þeir eru með á sínu borði sem gætu bent til sektar þinnar? „Nei, ekkert. Ekkert ofbeldi, engin fíkniefni, ekkert.“Og engar kvartanir frá henni undan þér fyrirliggjandi? „Nei. Ég á enga slíka sögu. Engan slíkan feril.“En, er ekkert sem þú óttast að gæti komið fram við aðalmeðferð málsins annað en það sem hér liggur fyrir? „Nei. Ég veit ekki hvað það ætti að vera. Það var ekkert á vettvangi sem sagði: þessi maður er sekur. Hann sat svo rólegur í stólnum? Þarna voru þrjár bjórdósir. Ég hafði fengið mér bjór en ég var ekki drukkinn.“Harkaleg meðferð miðað við aðstæðurBjarni Hilmar fer fram á rúmar fjórar milljónir í skaðabætur meðal annars vegna frelsissviptingar en hann var vistaður í fangaklefa í tæpan sólarhring.Einar Hugi, lögmaður Bjarna Hilmars, telur ljóst að lögreglan hafi farið fram úr sér, hún gaf sér strax að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað og beitti Bjarna harðræði við handtöku.„Engar skýringar hafa komið fram af hálfu stefnda hvers vegna stefnanda var haldið á lögreglustöð í tæpar sjö klukkustundir áður en tekin var af honum framburðarskýrsla. Þessi framkvæmd lögreglunnar var án nægilegs tilefnis og með þessu braut lögreglan gegn skyldu sinni til að gæta meðalhófs við svo íþyngjandi aðgerð,“ segir í stefnunni. Við mat miska er talið vert að taka tillit til þess hvert tilefni handtökunnar og frelsissviptingarinnar var, það er „að eiginkona hans tók sitt eigið líf á heimili þeirra. Eðlilegt hefði verið að lögregla sýndi stefnanda nærgætni eins og kostur var við þessar aðstæður, enda fékk stefnandi í varðhaldinu fyrst upplýsingar um að eiginkona hans væri látinn. Þvert á móti var allt viðmót harkalegt miðað við aðstæður og var stefnanda tilkynnt í sömu setningu að eiginkona hans væri látin og að hann væri grunaður um að hafa orðið valdur að dauða hennar. Af þessum sökum leið stefnandi miklar andlegar kvalir á meðan á frelsissviptingunni stóð og hugur hans leitar enn til þessa atviks og vistarinnar í fangaklefanum.“Sleppt peninga og símalausum í lánsfötumOg svo enn sé vitnað í stefnu: „Staðreyndin er sú að lögreglan gerði hið gagnstæða og beitti stefnanda harðýðgi og ómannúðlegri meðferð meðan á vistun hans stóð. Þannig var stefnandi t.d. látinn vera í fötum og skóm af öðrum af einhverjum sem skilið hafði þau eftir á lögreglustöðinni og fékk ekkert að borða þar til óskað var eftir síðari yfirheyrslu. Þegar stefnanda var loks sleppt var hann enn í þessum fötum og peninga og símalaus.“Segir lögreglu hafa farið frammúr sér Vísir ræddi við Einar Huga Bjarnason, lögmann Bjarna, í gær en hann var þá að undirbúa málflutninginn. Einar Hugi segir ljóst að lögregla hafi hrapað að ályktunum í þeirri stöðu sem upp hafi komið á vettvangi. „Þetta var mjög viðkvæm staða.Menn gáfu sér strax að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað og beittu Bjarna harðræði við handtöku. Mér finnst menn hafa farið fram úr sér í þessum aðgerðum öllum saman.“ Einar segir sérstaklega ámælisvert að þótt niðurstöður tæknideildar hafi legið fyrir hálftíma eftir handtöku, að um sjálfsvíg hafi verið að ræða, hafi Bjarna ekki verið sleppt. „Engir áverkar voru á líkinu sem bentu til átaka. Þrátt fyrir þetta er honum haldið í heilan sólarhring í fangaklefa sem mér finnst mjög alvarlegur hlutur,“ segir Einar Hugi. Það sé brot gegn meðalhófsreglu, svo dæmi sé tekið, og honum finnist að menn hefðu þurft að stíga varlega til jarðar við þessar aðstæður. Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
„Ég votta þér samúð mína, hún er látin, þú ert grunaður um morð.“ Eitthvað á þessa leið var setningin sem féll. Rannsóknarlögreglumaður tilkynnti Bjarna Hilmari Jónssyni verktaka, hvar hann var vistaður í klefa 6 á lögreglustöðinni, að eiginkona hans Susan Mwihaki Maina væri látin. Susan hafði fyrirfarið sér en Bjarni Hilmar var grunaður um að hafa banað henni. Í dag verður aðalmeðferð í máli Bjarna Hilmars á hendur íslenska ríkinu, en hann fer fram á miska- og skaðabætur vegna ólögmætra þvingunaraðgerða lögreglu. Kröfur hans nema rúmlega fjórum milljónum króna. Bjarni er verktaki, starfar við ýmsa jarðvegsvinnu og málun. Hann er þriggja barna faðir, á þrjár dætur frá fyrri samböndum. Frásögn Bjarna Hilmars er sláandi. Hann segir þetta martröð sem hann hefur gengið í gegnum og svo skelfileg upplifun að hann óskar ekki sínum versta óvini að ganga í gegnum annað eins. Bjarni Hilmar fór ítarlega yfir málið með blaðamanni Vísis. Hér verður hans saga sögð, hans hlið en ekkert fer á milli mála að hinn skelfilegi atburðurinn sem leiddi til dauða eiginkonu hans og eftirmálin hafa tekið og taka verulega á hann.Grunaður um græsku strax á vettvangi Aðfararnótt 4. júní 2016 umturnast líf Bjarna Hilmars. Þá um nóttina hringdi hann í Neyðarlínuna og tilkynnti að eiginkona hans Susan hefði reynt sjálfsvíg með því að hengja sig á heimili þeirra í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. „Af skýrslu tæknideildar lögreglunnar sem kom á vettvang kl. 03:20 þann 4. júní 2016 má ráða að aðstæður og vettvangi og framburður stefnanda bentu til að um sjálfsvíg hafi verið að ræða en hin látna hafi látið sig síga í ól sem hún hafði bundið í stigahandriði,“ segir í stefnu.Bjarni Hilmar. Fljótlega lá fyrir að lögreglan grunaði Bjarna um græsku. Hann var handtekinn þá um nóttina og færður í fangaklefa.visir/hannaBjarni Hilmar var lagstur til hvílu, en fór fram til að athuga með Susan, því honum þótti óeðlilega hljótt í íbúðinni miðað við hvað hafði gengið á þá um kvöldið. Þá sá hann hvað hafði gerst og reyndi endurlífgun samkvæmt leiðbeiningum Neyðarlínunnar um síma. Viðbrögðin voru snör og áður en hann vissi var heimili þeirra fullt af lögreglu- og sjúkraflutningamönnum. Fljótlega lá hins vegar fyrir að lögreglan grunaði Bjarna um græsku. Hann var handtekinn þá um nóttina og færður í fangaklefa.Berháttaður fyrir opnum tjöldumBjarni Hilmar segist ekki hafa verið tekinn neinum vettlingatökum af lögreglu. Hann kvartaði nokkrum sinnum undan því að handjárnin sem á hann voru sett væru of vel hert þannig að verkjaði undan. Bjarni Hilmar samþykkti að gefa þvag- og blóðsýni í þágu rannsóknar málsins og var tekið blóðsýni úr honum á lögreglustöðinni. „Ég var berháttaður, tekið sýni undan nöglum, ég var myndaður í sæmilega stóru herbergi. Opið var út og þar var múgur og margmenni,“ segir Bjarni og lýsir aðstæðum. Hann segir svo frá að þá um nóttina hafi rannsóknarlögreglumaður komið í klefa hans og tilkynnt honum að kona hans væri látin og hann grunaður um morð. Í sömu setningunni: „Ég votta þér samúð mína, hún er látin, þú ert grunaður um morð.“Ólögmætar þvingunaraðgerðir Krufning á Susan fór fram þann 7. júní 2016 og viku síðar lá fyrir niðurstaða í skýrslu, sú að Susan hafi látist af völdum blóðrásarröskunar vegna þrýstingstengdar blóðrásstöðvunar til heila af völdum þrýstings á hálsi. Ekkert bendir til þess að dauða hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Bjarni segir þvingunaraðgerðir sem hann mátti sæta við rannsókn málsins hafi verið ólögmætar og gerðar honum að ósekju. Í stefnu segir að við mat á miska verði að hafa í huga að stefnandi var ranglega sakaður um aðild að svívirðilegu og alvarlegu refsiverðu broti, það er að hafa ráðið eiginkonu sinni bana. „Þurfti hann ekki aðeins að þola niðurlægjandi handtöku og frelsissviptingu vegna málsins heldur mikla fordæmingu af hálfu samfélagsins,“ segir í stefnu.Illt umtalÞar segir jafnframt að umtalið vegna málsins og „fordæmingin [hafi] bitnað harkalega á stefnanda og fólkinu hans og mun fyrirsjáanlega gera það um ókomna tíð. Málið olli stefnanda þannig augljósum óþægindum og raskaði högum hans og stöðu og í því felst miski stefnanda.“ Þá segir einnig að vegna andlegrar vanlíðunar í tengslum við andlát eiginkonu sinnar og aðgerða lögreglu hafi hann þurft að leita til sálfræðings sem segir Bjarna Hilmar bera mörg einkenni áfallastreitu og kvíða annars vegar andláts eiginkonu sinnar sem og atburða í kringum handtöku stefnanda í kjölfar andlátsins.Kynntust úti í KenýaBjarni segir að hann hafi notið stuðnings bæði Séra Pálma Matthíassonar og séra Bjarna Karlssonar í viðtalstímum. Deildar meiningar hafa verið meðal ráðgjafa hans prestslærðra um hvort rétt sé fyrir hann að stíga nú fram opinberlega en Bjarni Hilmar segir að ef saga sín megi verða til þess að lögreglan vandi sig betur í framtíðinni, í viðkvæmum málum, sé til einhvers unnið. Hann telur mikilvægt að þessi saga sé sögð þó harmræn sé.Bjarni Hilmar segir Susan hafa staðið sig vel í vinnunni, var stolt af henni en þar var hins vegar yfirmaður sem gerði henni lífið leitt.Hver er aðdragandi þessarar skelfilegu nætur og hvernig stendur á því að lögreglan dregur þá ályktun að hér hafi verið um morð að ræða? Þar kemur líklega ýmislegt til að sögn Bjarna Hilmars. Hann og Susan höfðu verið gift í ár. Þau höfðu kynnst úti í Kenýa þar sem Bjarni var í fríi.Lögð í einelti í vinnunni„Það er auðvitað aðdragandi að þessu. Susan blessunin, sem var yndisleg manneskja, hafði verið lögð í hroðalegt einelti í vinnunni. Hún starfaði á hóteli í miðborginni, Íslandshótel. Ég vissi mjög vel af því.“ Erfiður tími í vinnunni endaði með því að Susan var sagt upp störfum 3. júní, nokkrum klukkustundum áður en til sjálfsvígsins kemur. „Það er engin tilviljun.“ Bjarni Hilmar segir að þetta hafi fengið mjög á Susan. Hún kom frá Kenýa og í samanburði við aðstæður þar hafi hún verið sem blóm í eggi á Íslandi. „Hún var mjög stolt af því að geta sent foreldrum sínum peninga, stolt af vinnu sinni. Hún var þjónn á hótelinu og ég veit að hún stóð sig vel þar. Þarna var bara illa innréttaður maður. Sem hugsanlega gramdist að fá ekki að sofa hjá henni. Það er ekki ágiskun mín heldur manna sem kannast við þarna.“Fór að bera á þunglyndi eftir KenýaförÞú heldur að þetta sé megin ástæðan fyrir því að hún grípur til þessa örþrifaráðs? „Það var líterinn sem fyllti mælinn. Ég hafði orðið þess var að hún var orðin þung, ekki eins glöð og ánægð og hún hafði verið. Ég er náttúrlega ekki sálfræðingur en trúlega hefur þjakað hana eitthvað þunglyndi. Við vorum í Kenýa yfir áramótin 2015-16, þar sem var sól og gleði og allt það. Við komum svo til Íslands í byrjun janúar og þá var ekki farið að bera á einu né neinu hjá henni. En svo fór að halla undan fæti, sem virðist hafa tekið um hálft ár, að andlegri heilsu hennar tekur að hraka. Ég sé það best eftir á, en sá það ekki meðan á því stóð.“Uppnám vegna uppsagnar Bjarni segir að Susan hafi sagt honum af einelti sem hún mátti sæta á vinnustað. „Ég kom heim seinnipart hins afdrifaríka dags 3. júní, klukkan um hálf sex eftir vinnu og hún er alveg róleg. Sameiginleg vinkona okkar var hjá henni. Svo þegar þessi sameiginlega vinkona hennar fór sagði Susan mér frá því að henni hafi verið sagt upp störfum. Hún er alveg í fári yfir því. Og ég segi við hana að þetta sé ekki nokkurt einasta vandamál. Ég hafi sambönd og við skulum bara ganga í það finna vinnu fyrir hana. Hún hafi ekki verið ánægð í vinnunni. En þetta stigmagnast og fljótlega var hún orðin viti sínu fjær.“Rauk út og kastaði sér fyrir bílBjarni segir þá af milliþætti sem má heita af alvarlegra taginu. „Þá kemur að öðrum þætti sem er alveg svakalegur, og kemur allstaðar fram í skýrslum, en þegar hún var orðin viti sínu fjær og lætur öllum illum látum sýndi hún af sér mjög máttlausar sjálfsmorðstilraunir heima. Þóttist ætla að drekkja sér í baðinu heima, þennan eftirmiðdag, þetta kvöld. Ég hafði heyrt það einhvers staðar að þeir sem ætluðu sér að fremja sjálfsmorð væru ekki að flagga því heldur gerðu það einhvers staðar í einrúmi. Þar sem enginn vissi af. Ég vissi ekki betur.“Susan kom til Íslands til að giftast Bjarna. Sýslumaður gaf þau saman og höfðu þau verið gift í um ár þegar allt fór á versta veg.Að þetta væri meira kall á hjálp en ekki raunverulegar hótanir eða sjálfsvígstilraunir? „Já, og eftir rimmu sem stendur meira og minna allt kvöldið hljóp hún út. Og ég hugsa sem svo og vona að nú ætli hún í göngutúr, ná áttum og komi vonandi heim róleg. Hún kom heim á að giska einum og hálfum tíma seinna.“ Bjarni gerir hlé á frásögn sinni og heldur svo áfram: „Þetta er svakalegt sem ég ætla að segja þér núna. Við bjuggum í grennd við Bústaðaveg. Og hún hljóp niðrá Bústaðaveg og henti sér þar fyrir bíl.“Skilin eftir í móttökunniBjarni segist hvergi hafa verið nærstaddur þegar þetta er. „Nema, lögreglan kemur að sjálfsögðu á vettvang. Þetta fór betur en á horfðist en leit mjög illa út, var mér sagt. Bíllinn hafði sveigt frá, en hliðarspegillinn fór í hana, hún kastaðist uppí loft og skall niður í malbikið. Hún hlaut allskonar skrámur við það. Þetta kemur fram í lögregluskýrslum. Nema, lögreglan kemur og hvað gerir hún við manneskju sem er í greinilegri sjálfsvígshættu? Keyrir hana á bráðamóttökuna í Fossvogi og skilur hana þar eftir í móttökunni.“ Bjarni telur þetta vítavert, reyndar óafsakanlegt. „Fatalt af mönnum í þessu starfi að vita ekki betur og gera einhverjar ráðsstafanir sem ég hefði ekkert getað gert. Ég hefði ekki getað labbað með hana á geðdeild en þeir hefðu getað það. Þetta er vítavert og ég tel þá að einhverju leyti bera ábyrgð vegna slælegra vinnubragða. Það hefur aldrei verið minnst einu orði á þetta neins staðar.“Hún dökk á hörund og helmingi yngri Bjarni telur að þetta hefði átt að sýna svo ekki væri um villst að Susan væri í sjálfsmorðshugleiðingum og þá að fráleitt væri að ætla hann morðingja. En, það var þvert á móti. „Eftir allt sem ég hef gengið í gegnum þá kemur í ljós að lögreglan vissi þetta. Kom fljótt fram í tölvukerfinu að fyrr um kvöldið hafði hún reynt sjálfsvíg. Samt er ég meðhöndlaður eins og morðingi? Þetta er skelfilegt.“ Bjarni segir eitt og annað vera sem hugsanlega hafi gert hann tortryggilegan í augum lögreglunnar. Sem afsaki þó ekki þann pól sem hún tók í hæðina.Ýmislegt sem kannski leit ekkert vel út. Hún var svört, miklu yngri en ég. „Og svo er náttúrlega annað mál sem er að ég er faðir stúlkunnar sem mér skilst að Stöð 2 ætli að fjalla um eftir nokkra daga,“ segir Bjarni Hilmar og er þá að tala um burðardýrsmál sem kom upp úti í Brasilíu. „Þeir sáu fljótt að ég var pabbi hennar.“Ýmislegt sem ekki leit vel út fyrir Bjarna Þannig að þú mátt þá kannski heita vafasamur pappír í þeirra bókum? „Jájá, með unga svarta konu og dóttir hans í einu svaðalegasta fíkniefnamáli sem hefur komið upp, hún og kærastinn hennar tekin með mikið magn fíkniefna og voru í fangelsi í Brasilíu.“ Bjarni Hilmar vitnar í Séra Bjarna Karlsson, hvar hann hefur verið í viðtalsmeðferðum sem benti honum á þetta: Þeir sjá þig sem fimmtugan með þessari ungu fallegu stúlku, 24 ára gamla, dóttir þín í fangelsi í Brasilíu... þeir hljóta að álykta sem svo að þú sért krimmi.“Bjarni Hilmar telur fullvíst að í huga lögreglu hafi hann verið vafasamur pappír, giftur helmingi yngri konu og dóttir hans flækt í stórt fíkniefnamál. Þeir hlutu að telja hann ótýndan krimma.visir/hannaViltu þá meina að þú sért einhvers konar fórnarlamb fordóma lögreglunnar? „Sko, ég lít ekki á mig sem fórnarlamb. Hef ekki gert það,“ segir Bjarni og ítrekar það. „Susan var fórnarlamb. En, veistu það, kjarninn í þessari hegðun lögreglunnar er að það var gaman. Þetta var lögguleikur. CSI-þáttur. Loksins komust þeir í eitthvað krassandi. Ekki einhver fullur tekinn á bíl eða eitthvað innbrot. Heldur eru þau á vettvangi sem var skelfilegur og þau fara fram úr sér. Mörgum fannst „gaman“,“ segir Bjarni og telur þetta lykilástæðu þess að hann lenti í þeirri stöðu að vera talinn hafa myrt konu sína.Segir samband þeirra hafa verið gottÞú fimmtugur og hún 24 ára. Hvað höfðuð þið verið lengi saman? „Ekki lengi því miður. Ég kynntist henni úti í Kenýa þar sem hún var að vinna á hóteli í Mombasa. Hún var hér í um ár, ég hafði kynnst henni hálfu ári fyrr. Yndisleg stúlka.“Hvað varst þú að gera úti í Kenýa? „Ég er verktaki. Mála bílastæði, meðal annars. Geri við malbik. Og ég verð að taka sumarleyfi mín á einhverjum sérkennilegum tímum. Ég hafði farið til Flórída, til Tælands og ég var að prófa þetta. Komast í sól. Við höfðum sem sagt verið gift í um ár.“Varðandi ykkar samband, hvernig myndirðu lýsa því? „Sko, þetta var yndisleg stúlka. Og okkar samband var mjög gott. Við fórum til Kenýa um áramótin 2015-2016. Við vorum í sumarbústöðum, hún var aktív og fór í göngutúra og hjólaði. Ég vann mikið og vinn mikið. Sérstaklega yfir sumartímann. Og, hún var farin að vinna sjálf. Við vorum ósköp venjulegt fólk sem horfði á Stöð 2.“Átti erfitt með að treysta fólki Bjarni metur það sem svo að Susan hafi aðlagast lífinu á Íslandi með ágætum, en þó voru vandkvæði.Susan í fríi úti í Kenýa. Allt lék í lyndi en fljótlega eftir heimkomuna fór að sækja að henni óyndi sem varð stjórnlaust eftir að henni var sagt upp störfum.„Hún aðlagaðist mjög vel að öllu öðru leyti en því að hún vildi ekki eignast vinkonur. Hún hafði „trust issues“ og vildi mest vera heima. Ég hafði verið að hvetja hana, það var til dæmis ein stúlka sem leitaði mikið í hana og ég spurði hana hvort hún vildi ekki fara af heimilinu og hitta stelpur og svona? En, hún sagði: Nei Bjarni, ég kom ekki hingað til Íslands til að kynnast vinum heldur vera hér með þér. Hún hengdi allt sitt á mig. Það var ekki það að ég væri að beita hana andlegu ofbeldi og þvingaði til að vera innan dyra. Hún vildi ekki leita út. Gerði það annars slagið að fara út en það var frekar að hún væri treg til þess. Ef einhver var búinn að suða í henni.“Þetta hefur kannski verið einhver menningarmunur sem erfitt var að höndla? „Já, það er kannski svo. Ég hef komið þrisvar til Kenýa. Fólkið er yndislegt, en hún sagði að einhver vinkona hennar þar hefði svikið sig og hún vantreysti ávallt fólki í kjölfar þess.“Íslenska skammdegið erfittBjarni segir að þau hafi gengið í hjónaband strax eftir að hún kom til landsins. „Hún kom hingað til að giftast mér. Þær fá ekki að vera hér konur, utan Schengen, nema vera í hjónabandi. Þannig að fljótlega eftir að hún kom þá giftum við okkur.“En heldurðu að þetta hafi verið einhvers konar heimþrá sem þjakaði hana? „Nei.“Af því að þú nefndir að það hefði farið á verri veg andleg líðan hennar eftir Kenýaförina? „Já. Jú, ef til vill á óbeinan hátt. Hér er samfélag fólks frá Kenýa og það komu til mín, á heimilið, þrír einstaklingar frá Kenýa eftir að þetta gerðist. Þar á meðal kona sem sagði mér að hún hefði gert þau svakalegu mistök að hafa farið út til Kenýa í mesta skammdeginu hér á Ísland. Hún var þar í einhverjar vikur og kom svo aftur hingað í skammdegið. Og sagði svo frá hún þurfti að rúmliggjandi eftir þau viðbrigði, af þunglyndi og sagði að þetta myndi hún aldrei gera aftur.“Fjölskylda Susan tortryggin eðli máls samkvæmtBjarni segir að í þeim hópi hafi verið hálfbróðir Susan sem kom sérstaklega frá Bandaríkjunum í kjölfar andláts systur sinnar. Bjarni segir að fjölskylda Susan hafi verið mjög tortryggin, eðlilega þegar þau spurðu að lögreglurannsókn væri vegna andlátsins. Og það tók hann marga mánuði að vinda ofan af því og í dag er hann í reglulegu sambandi við fjölskylduna. Hann nefnir einnig að þegar sendiherra Kenýa í Svíþjóð kom til landsins í tengslum við 17. var boðað til sérlegs fundar hjá Séra Pálma Matthíassyni. Lögreglan hafði spurnir af því og vildi einnig koma. Þetta var upplýsingafundur og var allt útskýrt á fundinum. „Andrúmsloftið, hafi það verið lævi blandið, var hreinsað með útskýringum þá. Á þessum fundi lofaði lögreglan mér og sendiráðinu að það yrði gerð samantekt á málinu og skýrsla sem send yrði sendiráði Kenýa í Stokkhólmi, sem þeir myndu koma til utanríkisráðuneytisins í Nairobi í Kenýa, sem síðan myndi upplýsa fjölskyldu Susan um málið með formlegum hætti. Að það væri þá opinberlega en ekki bara mín orð. Skemmst frá því að segja að ekki var staðið við þetta loforð sem mér og sendiherranum var veitt við þetta tækifæri.“Voru vel sett fjárhagslegaBjarni lýsir því svo að fjárhagslega hafi þau hjónin haft það gott. Og Susan hafi verið sjálfstæð. „Málið er að, ég er fimmtugur og hafði allt til alls. Kreppan fór ekki illa með mig eins og svo marga. Ég sagði við Susan: Ég bjó hér einn, borgaði af bílnum og húsinu, notað þú þá litlu peninga sem þú færð útborgaða til að hlúa að sjálfri þér. Og pabba þínum. Hún dýrkaði pabba sinn, sem var algjört idol í hennar huga, en hann hafði verið einstæður faðir með hana í einhver ár þarna úti í Kenýa, og ég er í sambandi við hann núna. Hann býr við fremur frumstæð skilyrði, ekki rafmagn og svona, en hún talaði við vinkonur sínar og forelda á hverjum degi á Snapchat og þessum samskiptamiðlum.“Heimþrá ekki að naga SusanBjarni telur þannig að ekki hafi getað verið að heimþrá hafi þjakað Susan, nema þá með óbeinum hætti.Grafreitur Susan úti í Kenýa. Fjölskylda hennar var eðlilega mjög tortryggin í garð Bjarna Hilmars þegar hún frétti af lögreglurannsókn vegna dauða hennar.„Hún hefði getað pantað sér far og farið. Uppá eigin spýtur. Þarna var tækifæri, þegar hún var orðin atvinnulaus, hefði ekki verið neitt því til fyrirstöðu. Þó Kenýa sé talið þróaðasta Afríkulandið, og okkur framar að mörgu leyti, eru aðstæður almennings frumstæðar. Hún lifði eins og prinsessa á Íslandi. Leit svo á. Við áttum bara venjulegt lítið raðhús í Smáíbúðahverfinu. Þegar hún dó átti hún fimm eða sex hundruð þúsund krónur inni á reikningnum sínum. En, ef ég færi til Kenýa og ætti að vera þar ár, jú, ég fengi heimþrá. Líklega hefur hún saknað heimalandsins, fjölskyldu og vina. En, ekki svona krónískt að það hafi verið að éta hana að innan. Það held ég ekki.“ Bjarni telur þó víst að óánægja hafi verið að byggjast upp innra með henni sem svo varð óviðráðanleg þegar henni var sagt upp störfum. Þetta hljómar mótsagnakennt, að Susan hafi kunnað vel að meta líf sitt á Íslandi en engu að síður gripið til þessa örþrifaráðs?„Jájá. Við áttum yndislega tíma þarna úti í Kenýa. En, hún var undir mikilli pressu í vinnunni. Ég skrifa þetta að verulegu leyti á það.“ Bjarni segir yfirmann hennar hafa verið Susan afar erfiður, minnstu mistök voru blásin upp og Susan kvartaði ítrekað undan honum við Bjarna.Misskilningur á vettvangi En, aftur að hinni skelfilegu nótt. Hvað verður til þess að grunur fellur á Bjarna Hilmar? Hann segist hafa brotið heilann mjög um það. „Á vettvangi, eftir að sjúkraflutningamenn og lögreglan komu þá fór fram rannsókn,“ segir Bjarni og bendir á spurningu frá ungri lögreglukonu í þessu samhengi. „Hún spurði: Hvenær sástu hana? Ég taldi hana vera að spyrja, hvenær komstu að henni? Ég leit svo á. Ég sagðist ekki vita það nákvæmlega. Kannski tíu mínútur eða korter. Því sjúkraflutningamenn voru ótrúlega snöggir á vettvang. Þá talaði hún við sjúkraflutningamennina sem sögðu eitthvað á þá leið: Það stenst ekki. En, þá hafði hún verið að spyrja: Hvenær sástu hana síðast á lífi? En, hún var ekki látin. Nema, í yfirheyrslunni var þetta tekið sérstaklega fyrir og ég útskýrði þetta fyrir Alberti rannsóknarlögreglumanni, fínn piltur sem ég hef ekkert út á að setja, hann segir hluti stangast á. Að ég hafi síðast séð hana á lífi fyrir korteri en það stóðst ekki miðað við lífsmark. Ég sagði, Albert, hvernig var hægt að spyrja mig út í það hvenær ég hafi síðast séð hana á lífi þegar hún var ekki látin þá? Þetta stemmir ekki. Ég skildi þetta þannig, hvenær komstu að henni? Þá var það bara afgreitt mál.“Þótti grunsamlega rólegurEn, á vettvangi, hvað er það við þig og aðstæður sem verða til þess að þau telja að þarna sé um refsiverða háttsemi af þinni hálfu að ræða? „Sumt á sér eðlilegar skýringar. Annað skrifast á þetta sem ég var að lýsa. Ég vil taka fram að þetta var meira og minna almenna lögreglan sem fór í þennan asnalega fasa sem ég lýsi. Það kemur fram í stefnunni að þegar ég var handtekinn gerðu þau sér það að leik að herða handjárnin um of. Svo kemur fram í lögregluskýrslum, húsið fylltist af lögreglu- og sjúkraflutningamönnum, að meðan á því stóð þá sat ég rólegur frammi í stól. Það þótti mjög grunsamlegt.Bjarni Hilmar spyr hvort það sé til einhver uppskrift að því hvernig menn eigi að haga sér við aðstæður sem þessar? Hann þekki hana ekki né tveir prestlærðir menn sem Bjarni hefur leitað til í kjölfar hins skelfilega atburðar.visir/hannaEn, bíðum nú aðeins við. Hvað ef ég hefði gengið berserksgang, öskrað og gargað, hefði það ekki verið grunsamlegt? Hver er uppskriftin að hegðun þegar þú veist ekki hvort eiginkona þín sé lifandi eða dáin eða sé að deyja? Hvernig á maður að haga sér? Getur þú sagt mér það, eða? Alla vega, það eru tveir prestar sem hafa ekki getað sagt mér það. En, þetta skrá þeir sem grunsamlegt,“ segir Bjarni Hilmar og ekki fer á milli mála að það tekur mjög á hann að fara yfir þetta.Spurningar hans þóttu tortryggilegar „Svo skrifa þeir það líka niður sem grunsamlegt að ég hafi, í lögreglubílnum frá heimilinu og niður á lögreglustöð, spurt frétta. Er eitthvað að frétta? Er eitthvað að frétta? Og í fangaklefanum: Er eitthvað að frétta? Það er í skýrslu talið tortryggilegt. Nokkuð sem mér fannst eðlilegt. Eins og að gefa sjúkraflutningamönnum og lögreglunni næði og frið til að sinna sínu starfi. Og sat þess vegna rólegur í stól. Mér finnst eðlilegt að spyrja frétta af konu sinni sem er í krítísku ástandi. En þeir fá einhvern veginn út að það sé grunsamlegt. Ég verð þó að taka fram að þeir sem tóku við, sá sem yfirheyrði mig, Albert og Þórður sem stjórnaði rannsókninni, þetta eru toppmenn.“Skelfilegt kvöld og rifrildi milli þeirra hjóna Nú er vert að hafa það í huga að þetta mál gengur ekki út á sekt Bjarna Hilmars heldir einmitt fyrirliggjandi sakleysi. Og, svo það hvað verður til þess að lögreglan dregur þá ályktun að um glæp sé að ræða. Hvað verður til þess að lögreglan fer að ganga út frá því sem vísu að Bjarni Hilmar sé sekur um morð á eiginkonu sinni? Bjarni telur þar tvö atriði, sem vissulega líta ekki vel út fyrir sig, vega þungt. En þau eigi sér hins vegar skýringar. Og hann vill leggja öll spil á borð. Annað er að þegar Susan verður fyrir bílinn, þá í miklu uppnámi gaf hún lögreglu þær skýringar að hún hafi verið að flýja ofbeldi heima fyrir. Bjarni segir það hennar skýringar til lögreglu, þá á því hvers vegna hún var að henda sér fyrir bíl. Hún lýsti miklu rifrildi milli þeirra hjóna og bar því við að hún hafi verið annars hugar þegar hún gekk út á götuna. „Þetta hefði hins vegar ekki undir neinum kringumstæðum að leiða til þess að ég hafi réttarstöðu morðingja í hálft ár,“ segir Bjarni.Lögregla lagði hald á ferðatösku SusanVísir hefur greinargerð ríkislögmanns undir höndum. Bjarni er verulega ósáttur við þá greinargerð sem hann segir gildishlaðna og villandi. Bjarni dregur enga dul á að þetta kvöld hafi verið skelfilegt. Og þau hafi rifist en af og frá sé að hann hafi beitt konu sína heitna ofbeldi. Engu heimilisofbeldi hafi verið til að dreifa. Sömuleiðis kemur fram í greinargerðinni að á vettvangi hafi lögregla haldlagðar 500 þúsund krónur sem Susan hafði á sér og að ferðatöskur hafi verið teknar fram á heimili þeirra hjóna þegar lögreglu bar að garði. Bjarni segir að Susan hafi sett hluti ofan í ferðatösku fyrr um kvöldið. Hún hafi verið í miklu uppnámi en hann viti ekki nákvæmlega hvað hafi vakað fyrir henni.“Hún var í ofboðslega miklu uppnámi, var að kalla á hjálp allt kvöldið þó ég hafi ekki túlkað það rétt. Þetta var skelfilegt kvöld og það gekk mikið á. Þetta var eitt af því.Engin ofbeldissaga fyrirliggjandiEn eru einhver mál úr fortíðinni sem þeir eru með á sínu borði sem gætu bent til sektar þinnar? „Nei, ekkert. Ekkert ofbeldi, engin fíkniefni, ekkert.“Og engar kvartanir frá henni undan þér fyrirliggjandi? „Nei. Ég á enga slíka sögu. Engan slíkan feril.“En, er ekkert sem þú óttast að gæti komið fram við aðalmeðferð málsins annað en það sem hér liggur fyrir? „Nei. Ég veit ekki hvað það ætti að vera. Það var ekkert á vettvangi sem sagði: þessi maður er sekur. Hann sat svo rólegur í stólnum? Þarna voru þrjár bjórdósir. Ég hafði fengið mér bjór en ég var ekki drukkinn.“Harkaleg meðferð miðað við aðstæðurBjarni Hilmar fer fram á rúmar fjórar milljónir í skaðabætur meðal annars vegna frelsissviptingar en hann var vistaður í fangaklefa í tæpan sólarhring.Einar Hugi, lögmaður Bjarna Hilmars, telur ljóst að lögreglan hafi farið fram úr sér, hún gaf sér strax að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað og beitti Bjarna harðræði við handtöku.„Engar skýringar hafa komið fram af hálfu stefnda hvers vegna stefnanda var haldið á lögreglustöð í tæpar sjö klukkustundir áður en tekin var af honum framburðarskýrsla. Þessi framkvæmd lögreglunnar var án nægilegs tilefnis og með þessu braut lögreglan gegn skyldu sinni til að gæta meðalhófs við svo íþyngjandi aðgerð,“ segir í stefnunni. Við mat miska er talið vert að taka tillit til þess hvert tilefni handtökunnar og frelsissviptingarinnar var, það er „að eiginkona hans tók sitt eigið líf á heimili þeirra. Eðlilegt hefði verið að lögregla sýndi stefnanda nærgætni eins og kostur var við þessar aðstæður, enda fékk stefnandi í varðhaldinu fyrst upplýsingar um að eiginkona hans væri látinn. Þvert á móti var allt viðmót harkalegt miðað við aðstæður og var stefnanda tilkynnt í sömu setningu að eiginkona hans væri látin og að hann væri grunaður um að hafa orðið valdur að dauða hennar. Af þessum sökum leið stefnandi miklar andlegar kvalir á meðan á frelsissviptingunni stóð og hugur hans leitar enn til þessa atviks og vistarinnar í fangaklefanum.“Sleppt peninga og símalausum í lánsfötumOg svo enn sé vitnað í stefnu: „Staðreyndin er sú að lögreglan gerði hið gagnstæða og beitti stefnanda harðýðgi og ómannúðlegri meðferð meðan á vistun hans stóð. Þannig var stefnandi t.d. látinn vera í fötum og skóm af öðrum af einhverjum sem skilið hafði þau eftir á lögreglustöðinni og fékk ekkert að borða þar til óskað var eftir síðari yfirheyrslu. Þegar stefnanda var loks sleppt var hann enn í þessum fötum og peninga og símalaus.“Segir lögreglu hafa farið frammúr sér Vísir ræddi við Einar Huga Bjarnason, lögmann Bjarna, í gær en hann var þá að undirbúa málflutninginn. Einar Hugi segir ljóst að lögregla hafi hrapað að ályktunum í þeirri stöðu sem upp hafi komið á vettvangi. „Þetta var mjög viðkvæm staða.Menn gáfu sér strax að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað og beittu Bjarna harðræði við handtöku. Mér finnst menn hafa farið fram úr sér í þessum aðgerðum öllum saman.“ Einar segir sérstaklega ámælisvert að þótt niðurstöður tæknideildar hafi legið fyrir hálftíma eftir handtöku, að um sjálfsvíg hafi verið að ræða, hafi Bjarna ekki verið sleppt. „Engir áverkar voru á líkinu sem bentu til átaka. Þrátt fyrir þetta er honum haldið í heilan sólarhring í fangaklefa sem mér finnst mjög alvarlegur hlutur,“ segir Einar Hugi. Það sé brot gegn meðalhófsreglu, svo dæmi sé tekið, og honum finnist að menn hefðu þurft að stíga varlega til jarðar við þessar aðstæður.
Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira