Skemmtilegir og furðulegir fyrstu mánuðir hjá Marseille Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2018 09:30 Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty „Fyrstu mánuðirnir hafa verið mjög skemmtilegir og mjög furðulegir. Það hefur mikið gengið á hjá liðinu. Okkur hefur gengið illa, sérstaklega fyrir áramót. Þetta er öðruvísi,“ segir Fanndís Friðriksdóttir þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar . Hún gat ekki tekið þátt í æfingu Marseille-liðsins í gær og óvíst er með þátttöku hennar í leiknum gegn Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn vegna meiðsla í nára. Þegar tímabilið er rúmlega hálfnað vermir Marseille botnsæti frönsku deildarinnar. Það hefur þó rofað til að undanförnu. Eftir að hafa tapað átta af fyrstu 11 leikjum sínum og gert þrjú jafntefli hefur Marseille unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum. Liðið er nú þremur stigum frá öruggu sæti. Marseille er ekki fyrsta erlenda liðið sem Fanndís spilar með en hún lék um tíma með Kolbotn og Arna-Bjørnar í Noregi. Hún segir að fótboltinn í Frakklandi sé allt öðruvísi en í Noregi og á Íslandi. „Þær eru miklu betri í fótbolta hérna og líkamlegt ásigkomulag er betra. Það er spilaður öðruvísi fótbolti hérna,“ segir Fanndís. Að hennar sögn er aðstaðan hjá Marseille ágæt.Vísir/Getty „Eins og ég hef sagt 100 sinnum áður kem ég úr Breiðabliki þar sem aðstaðan er upp á 10,5. Hérna æfum við og spilum á gervigrasi. Við erum með okkar völl. Aðstaðan er eins venjuleg og hún gerist; ekkert meiri háttar en ekkert hræðileg.“ Fanndís viðurkennir að það hafi tekið hana tíma að venjast lífinu á nýjum stað. Þá sé tungumálið þröskuldur sem þarf að yfirstíga. „Þetta er allt öðruvísi. Þegar maður talar ekki tungumálið er erfitt að reyna að tengjast leikmönnum og öðrum,“ segir Fanndís. Hún segir frönskukunnáttu sína takmarkaða. „Ég kann að telja upp á 10 og segja góðan daginn. Ég er í frönskuskóla einu sinni í viku. Þetta mjakast áfram en ég held að ég sé aldrei að fara að tala frönsku nema ég verði hérna lengi,“ segir Fanndís en enskukunnátta samherja hennar er misjöfn og því þarf oft að grípa til einhvers konar táknmáls.Vísir/Getty Samningur Fanndísar við Marseille rennur út eftir tímabilið. Hún segir óvíst hvað tekur við hjá henni eftir það. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun. Við erum í bullandi fallbaráttu en það er stutt upp í öruggu sætin. Það fer allt eftir því hvernig gengur,“ segir Fanndís. En langar hana að vera áfram úti í atvinnumennsku? „Ég hef ekki einu sinni hugsað um það. Ég reyni bara að standa mig hérna. Ég gæti komið heim, farið í aðra deild eða verið áfram hérna,“ segir Fanndís sem kveðst mátulega sátt við eigin frammistöðu á tímabilinu. „Það tók mig mjög langan tíma að komast inn í hlutina hérna. Ég er ánægð að vissu leyti. Ég er búin að tengjast leikmönnunum betur. Það tók lengri tíma en ég hélt, m.a. út af tjáskiptaörðugleikum,“ segir Fanndís sem hefur leikið 12 deildarleiki með Marseille og skorað eitt mark.Vísir/Getty Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
„Fyrstu mánuðirnir hafa verið mjög skemmtilegir og mjög furðulegir. Það hefur mikið gengið á hjá liðinu. Okkur hefur gengið illa, sérstaklega fyrir áramót. Þetta er öðruvísi,“ segir Fanndís Friðriksdóttir þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar . Hún gat ekki tekið þátt í æfingu Marseille-liðsins í gær og óvíst er með þátttöku hennar í leiknum gegn Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn vegna meiðsla í nára. Þegar tímabilið er rúmlega hálfnað vermir Marseille botnsæti frönsku deildarinnar. Það hefur þó rofað til að undanförnu. Eftir að hafa tapað átta af fyrstu 11 leikjum sínum og gert þrjú jafntefli hefur Marseille unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum. Liðið er nú þremur stigum frá öruggu sæti. Marseille er ekki fyrsta erlenda liðið sem Fanndís spilar með en hún lék um tíma með Kolbotn og Arna-Bjørnar í Noregi. Hún segir að fótboltinn í Frakklandi sé allt öðruvísi en í Noregi og á Íslandi. „Þær eru miklu betri í fótbolta hérna og líkamlegt ásigkomulag er betra. Það er spilaður öðruvísi fótbolti hérna,“ segir Fanndís. Að hennar sögn er aðstaðan hjá Marseille ágæt.Vísir/Getty „Eins og ég hef sagt 100 sinnum áður kem ég úr Breiðabliki þar sem aðstaðan er upp á 10,5. Hérna æfum við og spilum á gervigrasi. Við erum með okkar völl. Aðstaðan er eins venjuleg og hún gerist; ekkert meiri háttar en ekkert hræðileg.“ Fanndís viðurkennir að það hafi tekið hana tíma að venjast lífinu á nýjum stað. Þá sé tungumálið þröskuldur sem þarf að yfirstíga. „Þetta er allt öðruvísi. Þegar maður talar ekki tungumálið er erfitt að reyna að tengjast leikmönnum og öðrum,“ segir Fanndís. Hún segir frönskukunnáttu sína takmarkaða. „Ég kann að telja upp á 10 og segja góðan daginn. Ég er í frönskuskóla einu sinni í viku. Þetta mjakast áfram en ég held að ég sé aldrei að fara að tala frönsku nema ég verði hérna lengi,“ segir Fanndís en enskukunnátta samherja hennar er misjöfn og því þarf oft að grípa til einhvers konar táknmáls.Vísir/Getty Samningur Fanndísar við Marseille rennur út eftir tímabilið. Hún segir óvíst hvað tekur við hjá henni eftir það. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun. Við erum í bullandi fallbaráttu en það er stutt upp í öruggu sætin. Það fer allt eftir því hvernig gengur,“ segir Fanndís. En langar hana að vera áfram úti í atvinnumennsku? „Ég hef ekki einu sinni hugsað um það. Ég reyni bara að standa mig hérna. Ég gæti komið heim, farið í aðra deild eða verið áfram hérna,“ segir Fanndís sem kveðst mátulega sátt við eigin frammistöðu á tímabilinu. „Það tók mig mjög langan tíma að komast inn í hlutina hérna. Ég er ánægð að vissu leyti. Ég er búin að tengjast leikmönnunum betur. Það tók lengri tíma en ég hélt, m.a. út af tjáskiptaörðugleikum,“ segir Fanndís sem hefur leikið 12 deildarleiki með Marseille og skorað eitt mark.Vísir/Getty
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira