Neytendur eða viðskiptavinir Þórlindur Kjartansson skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Margt breyttist á Bláa hnettinum þegar hinn ofur-hressi stuðbolti Gleði-Glaumur klöngraðist út úr geimskipinu sínu. Börnin á hnettinum kynntust fyrir hans tilstilli í fyrsta skiptið hvernig það væri að hafa almennilegt stuð í kringum sig. Það eina sem þau þurftu að láta af hendi til að byrja með voru sárafáir dropar úr æskubrunni sínum.Neyslugleði Á Íslandi breyttist líka ýmislegt síðastliðið vor þegar amerískur verslunarrisi opnaði risaverslun stútfulla af áður ófáanlegu góðgæti í iðnaðarpakkningum og ýmiss konar munaðarvöru á hlægilegu verði. Viðbrögðin voru víðast hvar á eina leið—loksins var komin til landsins útlensk verslun sem ekki okraði grimmilega á langþjáðu íslensku launafólki heldur bauð þeim, af hjartahreinni góðmennsku, að njóta á sanngjörnu verði allra þeirra kræsinga sem hagfræðileg stærðarhagkvæmni hefur fram að færa neytendum til hagsbóta. Og því verður ekki á móti mælt að margt í versluninni er fáanlegt á stórgóðu verði, og þar fást ýmsar gæðavörur sem eru sannarlega góð viðbót við það vöruúrval sem íslenskum neytendum hafði staðið til boða fram að því. Yfir hverju ætti þá að vera hægt að kvarta? „Sjáið þið ekki veisluna?“ var viðkvæðið þar sem fólk hljóp á milli rekka og stútfyllti tröllvaxnar innkaupakerrurnar af alls konar varningi sem engan hafði áður grunað að hann sárvantaði. Og út af þéttpökkuðu bílastæðinu sliguðust fólksbílar, jepplingar og forstjórajeppar eins og drekkhlaðnir loðnubátar á heimstíminu, út á bensínstöð til þess að flytja varninginn heim, knúnir af ódýrasta og besta bensíni sem íslenskur almenningur hafði nokkru sinni kynnst.Má ég sjá í pokann? Upplifunin af því að versla í þessari nýju neysluparadís var ólík því sem fólk hafði áður kynnst hér á landi. Ein nýjungin fólst í því að einungis innmúruðum félagsmönnum er heimilt að versla í nýju búðinni og enginn fær afgreiðslu nema gegn framvísun gilds meðlimaskírteinis. Önnur nýjung fólst í óvenjulegri umhyggjusemi sem verslunarrisinn sýnir meðlimum sínum þegar þeir yfirgefa klúbbinn með varninginn sinn. Fólki er ekki hleypt út fyrr en ágætt og vingjarnlegt fólk—sem hefur líklega verið ráðið í starfið einmitt vegna þess að það er ágætt og vingjarnlegt—gengur upp að klúbbfélaganum og fer yfir það hvort allt það sama sé í pokanum eins og fram kemur á kassastrimlinum. Þetta er örugglega nýlunda hér á landi því flestum hefur hingað til þótt það vera stækasta ókurteisi að þjófkenna fólk án minnstu mögulegu vísbendingar um þjófnað. En þetta kostar aðgöngumiðinn í neysluútópíuna—að þurfa að sæta sömu meðferð og smábarn sem er grunað um að hafa stolið smáköku úr krukku. „Sýndu mér hendurnar. Báðar í einu. Opnaðu munninn.“ Líklega hefur þessi nýstárlegi samskiptamáti í íslenskri verslun vakið reiði nægilegra margra til þess að verslunarrisinn teldi þörf á því að gefa nánari skýringu á athæfi sínu. Rétt þar sem komið er að útganginum var nefnilega hengdur upp lítill miði. Þar stóð: „Spurning: Af hverju er farið yfir strimilinn þegar ég yfirgef vöruhúsið? Svar: Til að ganga úr skugga um að þú hafir fengið allar vörur sem þú greiddir fyrir og að rétt verð hafi verið greitt.“ Einmitt.Viðskiptavinátta Þessi afstaða til kúnnans er mjög ólík því sem kalla mætti gagnkvæma virðingu. Það er hins vegar þannig samband sem við er átt þegar verslun lítur á einstaklinga sem viðskiptavini—en ekki bara neytendur. Í þannig sambandi fylgir vöruframboðinu gjarnan vönduð ráðgjöf þar sem starfsmenn hafa einlægan áhuga á því að varan sem keypt er sé sú besta fyrir þann tilgang sem viðskiptavinurinn ætlar henni. Næst þegar þið fáið frábæra þjónustu frá vingjarnlegum og áhugasömum starfsmanni í verslun skuluð þið því spá í hvort það eina sem viðskiptavinurinn fær fyrir uppsett verð sé varan sjálf. Það er nefnilega umhugsunarvert hvort það sé alltaf hagkvæmara að kaupa vörur á lægra verði—eða hvort það sé skynsamlegra að gera innkaupastefnu hagsýna bóndans í Borgarfirði að sinni: „Ef það er ekki til í kaupfélaginu, þá hef ég enga þörf fyrir það.“Nokkra dropa Líklega hefur það verið margreynt og útreiknað í höfuðstöðvum verslanakeðjunnar að það borgi sig frekar að móðga nokkra þverhausa heldur en að taka ögn meiri áhættu á því að einhver steli úr búðinni. Þannig virka stórfyrirtæki. Þar eru ákvarðanir teknar að vel tölfræðilega ígrunduðu máli. En við þetta tapast þó ýmislegt sem sumum gæti þótt verðmætara heldur en fimm lítra pakkning af flösusjampói. Neytandi sem undirgengst skilmála verslunarinnar fær þörfum sínum sannarlega uppfyllt á vélrænan og ópersónulegan hátt, þar sem engin óþörf mannleg samskipti, tillitssemi og mannvirðing, þvælast fyrir því háleita markmiði að tryggja fólki aðgang að sem mestu magni af neysluvörum á sem lægstu verði. Það eina sem hann þarf að láta í staðinn eru nokkrir dropar af sjálfsvirðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Margt breyttist á Bláa hnettinum þegar hinn ofur-hressi stuðbolti Gleði-Glaumur klöngraðist út úr geimskipinu sínu. Börnin á hnettinum kynntust fyrir hans tilstilli í fyrsta skiptið hvernig það væri að hafa almennilegt stuð í kringum sig. Það eina sem þau þurftu að láta af hendi til að byrja með voru sárafáir dropar úr æskubrunni sínum.Neyslugleði Á Íslandi breyttist líka ýmislegt síðastliðið vor þegar amerískur verslunarrisi opnaði risaverslun stútfulla af áður ófáanlegu góðgæti í iðnaðarpakkningum og ýmiss konar munaðarvöru á hlægilegu verði. Viðbrögðin voru víðast hvar á eina leið—loksins var komin til landsins útlensk verslun sem ekki okraði grimmilega á langþjáðu íslensku launafólki heldur bauð þeim, af hjartahreinni góðmennsku, að njóta á sanngjörnu verði allra þeirra kræsinga sem hagfræðileg stærðarhagkvæmni hefur fram að færa neytendum til hagsbóta. Og því verður ekki á móti mælt að margt í versluninni er fáanlegt á stórgóðu verði, og þar fást ýmsar gæðavörur sem eru sannarlega góð viðbót við það vöruúrval sem íslenskum neytendum hafði staðið til boða fram að því. Yfir hverju ætti þá að vera hægt að kvarta? „Sjáið þið ekki veisluna?“ var viðkvæðið þar sem fólk hljóp á milli rekka og stútfyllti tröllvaxnar innkaupakerrurnar af alls konar varningi sem engan hafði áður grunað að hann sárvantaði. Og út af þéttpökkuðu bílastæðinu sliguðust fólksbílar, jepplingar og forstjórajeppar eins og drekkhlaðnir loðnubátar á heimstíminu, út á bensínstöð til þess að flytja varninginn heim, knúnir af ódýrasta og besta bensíni sem íslenskur almenningur hafði nokkru sinni kynnst.Má ég sjá í pokann? Upplifunin af því að versla í þessari nýju neysluparadís var ólík því sem fólk hafði áður kynnst hér á landi. Ein nýjungin fólst í því að einungis innmúruðum félagsmönnum er heimilt að versla í nýju búðinni og enginn fær afgreiðslu nema gegn framvísun gilds meðlimaskírteinis. Önnur nýjung fólst í óvenjulegri umhyggjusemi sem verslunarrisinn sýnir meðlimum sínum þegar þeir yfirgefa klúbbinn með varninginn sinn. Fólki er ekki hleypt út fyrr en ágætt og vingjarnlegt fólk—sem hefur líklega verið ráðið í starfið einmitt vegna þess að það er ágætt og vingjarnlegt—gengur upp að klúbbfélaganum og fer yfir það hvort allt það sama sé í pokanum eins og fram kemur á kassastrimlinum. Þetta er örugglega nýlunda hér á landi því flestum hefur hingað til þótt það vera stækasta ókurteisi að þjófkenna fólk án minnstu mögulegu vísbendingar um þjófnað. En þetta kostar aðgöngumiðinn í neysluútópíuna—að þurfa að sæta sömu meðferð og smábarn sem er grunað um að hafa stolið smáköku úr krukku. „Sýndu mér hendurnar. Báðar í einu. Opnaðu munninn.“ Líklega hefur þessi nýstárlegi samskiptamáti í íslenskri verslun vakið reiði nægilegra margra til þess að verslunarrisinn teldi þörf á því að gefa nánari skýringu á athæfi sínu. Rétt þar sem komið er að útganginum var nefnilega hengdur upp lítill miði. Þar stóð: „Spurning: Af hverju er farið yfir strimilinn þegar ég yfirgef vöruhúsið? Svar: Til að ganga úr skugga um að þú hafir fengið allar vörur sem þú greiddir fyrir og að rétt verð hafi verið greitt.“ Einmitt.Viðskiptavinátta Þessi afstaða til kúnnans er mjög ólík því sem kalla mætti gagnkvæma virðingu. Það er hins vegar þannig samband sem við er átt þegar verslun lítur á einstaklinga sem viðskiptavini—en ekki bara neytendur. Í þannig sambandi fylgir vöruframboðinu gjarnan vönduð ráðgjöf þar sem starfsmenn hafa einlægan áhuga á því að varan sem keypt er sé sú besta fyrir þann tilgang sem viðskiptavinurinn ætlar henni. Næst þegar þið fáið frábæra þjónustu frá vingjarnlegum og áhugasömum starfsmanni í verslun skuluð þið því spá í hvort það eina sem viðskiptavinurinn fær fyrir uppsett verð sé varan sjálf. Það er nefnilega umhugsunarvert hvort það sé alltaf hagkvæmara að kaupa vörur á lægra verði—eða hvort það sé skynsamlegra að gera innkaupastefnu hagsýna bóndans í Borgarfirði að sinni: „Ef það er ekki til í kaupfélaginu, þá hef ég enga þörf fyrir það.“Nokkra dropa Líklega hefur það verið margreynt og útreiknað í höfuðstöðvum verslanakeðjunnar að það borgi sig frekar að móðga nokkra þverhausa heldur en að taka ögn meiri áhættu á því að einhver steli úr búðinni. Þannig virka stórfyrirtæki. Þar eru ákvarðanir teknar að vel tölfræðilega ígrunduðu máli. En við þetta tapast þó ýmislegt sem sumum gæti þótt verðmætara heldur en fimm lítra pakkning af flösusjampói. Neytandi sem undirgengst skilmála verslunarinnar fær þörfum sínum sannarlega uppfyllt á vélrænan og ópersónulegan hátt, þar sem engin óþörf mannleg samskipti, tillitssemi og mannvirðing, þvælast fyrir því háleita markmiði að tryggja fólki aðgang að sem mestu magni af neysluvörum á sem lægstu verði. Það eina sem hann þarf að láta í staðinn eru nokkrir dropar af sjálfsvirðingu.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun