Brynhildur og Haraldur formenn samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga Atli Ísleifsson skrifar 8. febrúar 2018 14:39 Brynhildur Pétursdóttir og Haraldur Benediktsson. Vísir/NEYTENDASAMTÖKIN/Ernir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað í nýjan samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, og Haraldur Benediksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, fara sameiginlega með formennsku í hópnum. Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að við afgreiðslu búvörusamninganna árið 2016 hafi verið lagt upp með að skipaður yrði sjö manna samráðshópur en í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna hafi fulltrúum fjölgað í annars vegar tólf og hins vegar þrettán. „Hinn 30. desember sl. ákvað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endurskipa í hópinn enda rétt að vinna hópsins taki m.a. mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Alls eiga nú átta fulltrúar sæti í hópnum og fara tveir þeirra sameiginlega með formennsku. Samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga skipa:Brynhildur Pétursdóttir, formaður (Neytendasamtökin)Haraldur Benediktsson, formaður (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)Þórlindur Kjartansson (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)Hafdís Hanna Ægisdóttir (skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra)Jóhanna Hreinsdóttir (Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði)Halldór Árnason (Samtök atvinnulífsins)Sindri Sigurgeirsson (Bændasamtök Íslands)Elín Heiða Valsdóttir (Bændasamtök Íslands) Starfshópnum hefur verður sett erindisbréf sem tekur mið af þeim umræðum sem fram fóru á Alþingi þegar gildandi búvörulög voru samþykkt og þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Lögð verður áhersla á að hópurinn ljúki störfum sem fyrst og eigi síðar en í lok árs 2018,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að við skipun hópsins hafi hann lagt ríka áherslu á að veita sjónarmiðum neytenda aukna vigt við endurskoðun búrvörusamninganna, meðal annars með því að skipa fulltrúa Neytendasamtakanna sem annan formanna hópsins. „Þessi fjölbreytti hópur hefur fulla burði til að ná víðtæku samkomulagi um tillögur sem geta orðið grundvöllur að öflugum atvinnurekstri í landbúnaði og ekki síður skapað meiri sátt um uppbyggingu íslensks landbúnaðar,“ er haft eftir Kristjáni Þór. Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Kristján Þór endurskipar samráðshóp um búvörusamninga Samráðshópnum verður sett erindisbréf sem tekur mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 27. desember 2017 18:57 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað í nýjan samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, og Haraldur Benediksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, fara sameiginlega með formennsku í hópnum. Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að við afgreiðslu búvörusamninganna árið 2016 hafi verið lagt upp með að skipaður yrði sjö manna samráðshópur en í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna hafi fulltrúum fjölgað í annars vegar tólf og hins vegar þrettán. „Hinn 30. desember sl. ákvað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endurskipa í hópinn enda rétt að vinna hópsins taki m.a. mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Alls eiga nú átta fulltrúar sæti í hópnum og fara tveir þeirra sameiginlega með formennsku. Samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga skipa:Brynhildur Pétursdóttir, formaður (Neytendasamtökin)Haraldur Benediktsson, formaður (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)Þórlindur Kjartansson (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)Hafdís Hanna Ægisdóttir (skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra)Jóhanna Hreinsdóttir (Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði)Halldór Árnason (Samtök atvinnulífsins)Sindri Sigurgeirsson (Bændasamtök Íslands)Elín Heiða Valsdóttir (Bændasamtök Íslands) Starfshópnum hefur verður sett erindisbréf sem tekur mið af þeim umræðum sem fram fóru á Alþingi þegar gildandi búvörulög voru samþykkt og þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Lögð verður áhersla á að hópurinn ljúki störfum sem fyrst og eigi síðar en í lok árs 2018,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að við skipun hópsins hafi hann lagt ríka áherslu á að veita sjónarmiðum neytenda aukna vigt við endurskoðun búrvörusamninganna, meðal annars með því að skipa fulltrúa Neytendasamtakanna sem annan formanna hópsins. „Þessi fjölbreytti hópur hefur fulla burði til að ná víðtæku samkomulagi um tillögur sem geta orðið grundvöllur að öflugum atvinnurekstri í landbúnaði og ekki síður skapað meiri sátt um uppbyggingu íslensks landbúnaðar,“ er haft eftir Kristjáni Þór.
Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Kristján Þór endurskipar samráðshóp um búvörusamninga Samráðshópnum verður sett erindisbréf sem tekur mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 27. desember 2017 18:57 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Kristján Þór endurskipar samráðshóp um búvörusamninga Samráðshópnum verður sett erindisbréf sem tekur mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 27. desember 2017 18:57