Kominn í stóra slaginn Telma Tómasson skrifar 2. febrúar 2018 15:15 Elin Holst. Vísir Tveir knapar, þau Ásmundur Ernir Snorrason og Elin Holst, deildu þriðja til fjórða sætinu með sömu einkunn í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í gærkvöldi, en lokaskor beggja var 7.50. Hlutkesti var varpað til að skera úr um hvort þeirra hlyti þriðja sætið og var Ásmundur Ernir svo heppinn að veðja á rétta hlið peningsins. Ásmundur Ernir tefldi fram Frægi frá Strandarhöfði og var gott samspil einkennandi fyrir sýningu hans. Frægur er mikill uppáhaldshestur Ásmundar, sem segir hann hafa einstakt geðslag, vera afar samstarfsfúsan auk þess að búa yfir frábærum gangtegundum. „Ég er mjög ánægður með Fræg minn,“ sagði Ásmundur Ernir þegar niðurstaðan var ljós. „Maður er kominn í stóra slaginn, ég er ánægður með það. Þetta var mjög gaman. Ég er mjög sáttur með hvernig klárinn og verður gaman að þróa hann áfram.“Elin Holst var sigurvegari fjórgangskeppninnar í Meistaradeild Cintamani í fyrra, en hestur hennar Frami frá Ketilsstöðum er mikið uppbyggður og hæfileikaríkur. Frami átti ekki sína allra bestu sýningu í gærkvöldi, smáhnökrar hafa væntanlega dregið einkunn Elinar aðeins niður og hlaut hún fjórða sætið eftir hlutkestið. „Þetta var ágætt, mjög fínt, en mér finnst hann eiga inni á feti og hægu tölti,“ sagði Elin Holst eftir forkeppnina. Sýningar þeirra Ásmundar Ernis og Elinar Holst í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiðum, en Meistaradeildin var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - Lífland - 7.70 2. Árni Björn Pálsson - Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter - 7.63 3-4. Ásmundur Ernir Snorrason - Frægur frá Strandarhöfði - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.50 3-4. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 7.50 5. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Óskar frá Breiðstöðum - Ganghestar / Margrétarhof / Equitec - 7.17 6. Þórdís Erla Gunnarsdóttir - Sproti frá Enni - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.07 Hestar Tengdar fréttir „Við munum berjast, þetta er rétt að byrja“ Árni Björn Pálsson gerði atlögu að fyrsta sætinu á glæsihestinum Flaumi frá Sólvangi í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í gær. 2. febrúar 2018 14:15 „Gaman að komast í fyrsta sætið“ Jakob Svavar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í fjórgangi á stólpahryssunni Júlíu frá Hamarsey í fyrstu keppni í mótaröð Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum. 2. febrúar 2018 13:15 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Tveir knapar, þau Ásmundur Ernir Snorrason og Elin Holst, deildu þriðja til fjórða sætinu með sömu einkunn í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í gærkvöldi, en lokaskor beggja var 7.50. Hlutkesti var varpað til að skera úr um hvort þeirra hlyti þriðja sætið og var Ásmundur Ernir svo heppinn að veðja á rétta hlið peningsins. Ásmundur Ernir tefldi fram Frægi frá Strandarhöfði og var gott samspil einkennandi fyrir sýningu hans. Frægur er mikill uppáhaldshestur Ásmundar, sem segir hann hafa einstakt geðslag, vera afar samstarfsfúsan auk þess að búa yfir frábærum gangtegundum. „Ég er mjög ánægður með Fræg minn,“ sagði Ásmundur Ernir þegar niðurstaðan var ljós. „Maður er kominn í stóra slaginn, ég er ánægður með það. Þetta var mjög gaman. Ég er mjög sáttur með hvernig klárinn og verður gaman að þróa hann áfram.“Elin Holst var sigurvegari fjórgangskeppninnar í Meistaradeild Cintamani í fyrra, en hestur hennar Frami frá Ketilsstöðum er mikið uppbyggður og hæfileikaríkur. Frami átti ekki sína allra bestu sýningu í gærkvöldi, smáhnökrar hafa væntanlega dregið einkunn Elinar aðeins niður og hlaut hún fjórða sætið eftir hlutkestið. „Þetta var ágætt, mjög fínt, en mér finnst hann eiga inni á feti og hægu tölti,“ sagði Elin Holst eftir forkeppnina. Sýningar þeirra Ásmundar Ernis og Elinar Holst í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiðum, en Meistaradeildin var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - Lífland - 7.70 2. Árni Björn Pálsson - Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter - 7.63 3-4. Ásmundur Ernir Snorrason - Frægur frá Strandarhöfði - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.50 3-4. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 7.50 5. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Óskar frá Breiðstöðum - Ganghestar / Margrétarhof / Equitec - 7.17 6. Þórdís Erla Gunnarsdóttir - Sproti frá Enni - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.07
Hestar Tengdar fréttir „Við munum berjast, þetta er rétt að byrja“ Árni Björn Pálsson gerði atlögu að fyrsta sætinu á glæsihestinum Flaumi frá Sólvangi í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í gær. 2. febrúar 2018 14:15 „Gaman að komast í fyrsta sætið“ Jakob Svavar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í fjórgangi á stólpahryssunni Júlíu frá Hamarsey í fyrstu keppni í mótaröð Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum. 2. febrúar 2018 13:15 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
„Við munum berjast, þetta er rétt að byrja“ Árni Björn Pálsson gerði atlögu að fyrsta sætinu á glæsihestinum Flaumi frá Sólvangi í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í gær. 2. febrúar 2018 14:15
„Gaman að komast í fyrsta sætið“ Jakob Svavar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í fjórgangi á stólpahryssunni Júlíu frá Hamarsey í fyrstu keppni í mótaröð Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum. 2. febrúar 2018 13:15