Meðal þeirra sem mættu svartklæddar voru þær Angelina Jolie, Natalie Dormer, Octavia Spencer, Margot Robbie og Lupita Nyong´o. Um helgina skrifuðu 190 breskar leikkonur undir opið bréf þar sem þær kröfðust að kynferðislegt ofbeldi og áreitni heyri sögunni til. Verðlaunahátíðin markaði því ákveðið upphaf fyrir þessa baráttu í Bretlandi en margar leikkonur mætti einnig með baráttukonur í stað maka á hátíðina.
Myndin, Three Billboards Outside Ebbing, Missouri eftir Martin McDonagh var sigurvegari hátíðarinnar og var aðalleikkonan myndarinar Frances McDormand valin besta leikkonan.
Þrátt fyrir að klæðast öllu svörtu var rauði dregillinn allt annað er sviplítill að þessu sinni.




