Oddný um smálánafyrirtæki: "Þetta er náttúrulega bara glæpastarfsemi“ Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 17. febrúar 2018 17:14 Oddný Harðardóttir sat fyrir svörum í Víglínunni í dag. Vísir/Anton Ungt fólk í dag leitar meira til umboðsmanns skuldara vegna smálána en húsnæðislána. Oddný G. Harðardóttir vakti nýverið athygli á málinu og sat fyrir svörum ásamt Lilju Alfreðsdóttur í Víglínunni í dag. Þær eru sammála um að brýnt sé að koma lagaramma á slíka starfsemi sem fyrst og ná utan um hana, fyrirtækin sem stundi slíkt séu flink í að komast undan tilmælum sem þeim ber að fylgja. „Þetta er náttúrulega bara glæpastarfsemi, leyfi ég mér að segja,“ segir Oddný. „Þessi fyrirtæki koma inn á markaðinn eftir hrun, nýta sér bága stöðu fólks, bæði ungs fólks, öryrkja, einstæðra foreldra og fólks sem stendur veikt fyrir. Nýtir sér þessa stöðu. Til að byrja með voru þetta 700% ársvextir.“ Til að byrja með reyndi Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, að koma frumvarpi til að setja slíkri starfsemi skorður í gegn en það náði ekki fram að ganga. Árið 2013 voru svo settar skorður við vextina. Heildarkostnaðurinn má þá ekki fara yfir rúmlega 50% á ári. „Vandinn er að þessi fyrirtæki fara ekki eftir þessu, Hafa fengið á sig dóm, dagsektir,“ segir Oddný. „Neytendastofa hefur nýtt allar sínar bjargir.“ „Þessi fyrirtæki eru ekki leyfisskyld, eru ekki undir eftirliti fjármálaeftirlitsins. Það er komið að því núna að setja upp lagasetningu sem ver neytendur fyrir svona árásum. Því að markaðssetningin hjá þeim er mjög ágeng,“ heldur hún áfram. Eygló hefur svipaða sögu að segja þó að hún hiki við að flokka þetta sem glæpastarfsemi. Ávinningur af slíkri starfsemi hljóti að vera mikill fyrst að fyrirtækin haldi áfram að komast undan þeim ramma sem þeim er settur. Hún telur vilja flestra á þingi vera að ná betur utan um slíka starfsemi með lagasetningu. Oddný segir svo að slík starfsemi sé „glæpastarfsemi vegna þess að þeir eru að brjóta lög.“ Smálán Stj.mál Víglínan Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ungt fólk í dag leitar meira til umboðsmanns skuldara vegna smálána en húsnæðislána. Oddný G. Harðardóttir vakti nýverið athygli á málinu og sat fyrir svörum ásamt Lilju Alfreðsdóttur í Víglínunni í dag. Þær eru sammála um að brýnt sé að koma lagaramma á slíka starfsemi sem fyrst og ná utan um hana, fyrirtækin sem stundi slíkt séu flink í að komast undan tilmælum sem þeim ber að fylgja. „Þetta er náttúrulega bara glæpastarfsemi, leyfi ég mér að segja,“ segir Oddný. „Þessi fyrirtæki koma inn á markaðinn eftir hrun, nýta sér bága stöðu fólks, bæði ungs fólks, öryrkja, einstæðra foreldra og fólks sem stendur veikt fyrir. Nýtir sér þessa stöðu. Til að byrja með voru þetta 700% ársvextir.“ Til að byrja með reyndi Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, að koma frumvarpi til að setja slíkri starfsemi skorður í gegn en það náði ekki fram að ganga. Árið 2013 voru svo settar skorður við vextina. Heildarkostnaðurinn má þá ekki fara yfir rúmlega 50% á ári. „Vandinn er að þessi fyrirtæki fara ekki eftir þessu, Hafa fengið á sig dóm, dagsektir,“ segir Oddný. „Neytendastofa hefur nýtt allar sínar bjargir.“ „Þessi fyrirtæki eru ekki leyfisskyld, eru ekki undir eftirliti fjármálaeftirlitsins. Það er komið að því núna að setja upp lagasetningu sem ver neytendur fyrir svona árásum. Því að markaðssetningin hjá þeim er mjög ágeng,“ heldur hún áfram. Eygló hefur svipaða sögu að segja þó að hún hiki við að flokka þetta sem glæpastarfsemi. Ávinningur af slíkri starfsemi hljóti að vera mikill fyrst að fyrirtækin haldi áfram að komast undan þeim ramma sem þeim er settur. Hún telur vilja flestra á þingi vera að ná betur utan um slíka starfsemi með lagasetningu. Oddný segir svo að slík starfsemi sé „glæpastarfsemi vegna þess að þeir eru að brjóta lög.“
Smálán Stj.mál Víglínan Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira