Tatiana Saunders, markvörður, mun leysa Lindsay Harris af hólmi, en Lindsay var stórkostleg í FH-markinu í fyrra og var einn besti markvörður deildarinnar.
Tatiana æfði með Hafnarfjarðarliðinu í janúar og sannfærði þar þjálfara og forráðamenn liðsins. Tatiana kemur frá Bandaríkjunum, en hún er með tvöfalt ríkisfang og hefur leikið með yngri landsliðum Englands.
Hinn leikmaðurinn er Hanna Barker. Hanna er framherji sem kemur úr háskólaboltanum, en þær Megan Dunningan og Caroline Murray munu ekki spila með FH-liðinu í sumar. Þær spiluðu báðar við góðan orðstír með liðinu í fyrra.
FH endaði um miðja deild í fyrra og hefur Orri Þórðarson, þjálfari liðsins, verið iðinn á markaðnum í vetur og klófest nokkra leikmenn þar á meðal Evu Núra og Jasmíni Erlu frá Fylki.