Sigurður Sigurðsson hefur legið undir ámæli að mæta ítrekað með lánshesta frá öðrum í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum og tók Fjölnir hann á beinið eftir frekar slakt gengi í síðustu keppni, fjórgangi, sem fram fór fyrir hálfum mánuði.
Sigurður mætti hins vegar með Magna frá Þjóðolfshaga í keppni í slaktaumatölti T2 í gærkvöldi, mikinn uppáhaldshest úr sinni eigin ræktun. „Má ég fá hann lánaðan í næstu keppni í áhugamannadeildinni,“ sagði Fjölnir og gaf þar með færi á sér. Sigurður greip boltann á lofti og lét Fjölni heyra það.
Sjá má þetta bráðfyndna viðtal í myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt.