Íhaldsmenn ekki sáttir við eyðslu Repúblikanaflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2018 13:18 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Ný fjárhagsáætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun tryggja mikinn hallarekstur ríkisins næsta áratuginn, verði hún samþykkt óbreytt af þinginu. Allt í allt myndi fjárlagahallinn vera um 7,2 billjónir dala á næstu tíu árum. Það eru 7.200.000.000.000 dalir og sú tala felur í sér að mjög svo jákvæðar spár Hvíta hússins um hagvöxt og niðurskurði rætist. Í tillögum Hvíta hússins kemur einnig fram að skattabreytingar Repúblikanaflokksins muni auka á hallarekstur ríkisins um milljarða dala og ekki „borga sig sjálfar“ eins og Trump og þingmenn flokksins hafa haldið fram. Hins vegar fer fjárhagsáætlun forseta Bandaríkjanna, sem er í raun nokkurs konar óskalisti, aldrei óbreytt í gegnum þingið. Þá þykir einkar ólíklegt að þingmenn séu tilbúnir til að fara í sársaukafulla niðurskurði á kosningaári. Meðal þess sem lagt er til að skorið verði niður eru sjúkratryggingar fyrir aldraða og fátæka og mataraðstoð fyrir fátæka. Þetta er þvert á kosningaloforð forsetans.Um áraraðir hafa Repúblikanar talað um fjárhagslega ábyrgð í rekstri ríkisins og að koma í veg fyrir fjárlagahalla. Nú virðist sem að því hafi verið kastað fyrir bí með gífurlegum fjárútlátum og skattalækkunum. Nokkrir þingmenn flokksins segja þó að eyðsla repúblikana við stjórnvölin sé hættuleg, siðlaus og jafnvel svik. Í samtali við AP vara sérfræðingar við því að þingmenn eigi ekki að vanmeta tilfinningar kjósenda til sparsemi í ríkisrekstri. Það gæti kostað þá fjölda atkvæða í komandi kosningum í nóvember.Politico setur aðgerðir Repúblikana í samhengi við aðgerðir Ronald Reagan á níunda áratugnum. Skattalækkanir hans juku skuldir ríkisins svipað mikið og útleit er fyrir að þær muni aukast nú, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hins vegar voru skuldir ríkisins þá einungis brot af því sem þær eru í dag. Nú eru þær um 80 prósent af vergri landsframleiðslu og útlit að þær muni bara aukast. David Biddulph, stofnandi íhaldssamra samtaka um ábyrgan rekstur ríkisins, segir í samtali við AP að fjárhagsáætlun Trump sé eins og að sletta bensíni á brennandi hús. „Mér finnst hræðilegt hvað þeir eru að gera barnabörnum okkar.“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Ný fjárhagsáætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun tryggja mikinn hallarekstur ríkisins næsta áratuginn, verði hún samþykkt óbreytt af þinginu. Allt í allt myndi fjárlagahallinn vera um 7,2 billjónir dala á næstu tíu árum. Það eru 7.200.000.000.000 dalir og sú tala felur í sér að mjög svo jákvæðar spár Hvíta hússins um hagvöxt og niðurskurði rætist. Í tillögum Hvíta hússins kemur einnig fram að skattabreytingar Repúblikanaflokksins muni auka á hallarekstur ríkisins um milljarða dala og ekki „borga sig sjálfar“ eins og Trump og þingmenn flokksins hafa haldið fram. Hins vegar fer fjárhagsáætlun forseta Bandaríkjanna, sem er í raun nokkurs konar óskalisti, aldrei óbreytt í gegnum þingið. Þá þykir einkar ólíklegt að þingmenn séu tilbúnir til að fara í sársaukafulla niðurskurði á kosningaári. Meðal þess sem lagt er til að skorið verði niður eru sjúkratryggingar fyrir aldraða og fátæka og mataraðstoð fyrir fátæka. Þetta er þvert á kosningaloforð forsetans.Um áraraðir hafa Repúblikanar talað um fjárhagslega ábyrgð í rekstri ríkisins og að koma í veg fyrir fjárlagahalla. Nú virðist sem að því hafi verið kastað fyrir bí með gífurlegum fjárútlátum og skattalækkunum. Nokkrir þingmenn flokksins segja þó að eyðsla repúblikana við stjórnvölin sé hættuleg, siðlaus og jafnvel svik. Í samtali við AP vara sérfræðingar við því að þingmenn eigi ekki að vanmeta tilfinningar kjósenda til sparsemi í ríkisrekstri. Það gæti kostað þá fjölda atkvæða í komandi kosningum í nóvember.Politico setur aðgerðir Repúblikana í samhengi við aðgerðir Ronald Reagan á níunda áratugnum. Skattalækkanir hans juku skuldir ríkisins svipað mikið og útleit er fyrir að þær muni aukast nú, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hins vegar voru skuldir ríkisins þá einungis brot af því sem þær eru í dag. Nú eru þær um 80 prósent af vergri landsframleiðslu og útlit að þær muni bara aukast. David Biddulph, stofnandi íhaldssamra samtaka um ábyrgan rekstur ríkisins, segir í samtali við AP að fjárhagsáætlun Trump sé eins og að sletta bensíni á brennandi hús. „Mér finnst hræðilegt hvað þeir eru að gera barnabörnum okkar.“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira