Bein útsending: Lögreglan boðar til blaðamannafundar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 15:46 Ítarleg skoðun hefur farið fram hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á því af hverju rannsókn dróst á langinn og hefur embættið harmað mistök. Vísir/gva Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í dag kynna niðurstöður ítarlegrar skoðunar á því hvað kunni að hafa farið úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karlmanns, sem tilkynnt var um í sumarlok 2017. Fundurinn hefst klukkan 17:15 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi. Upphaflega var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok janúar að ungur maður hefði kært manninn fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér þegar hann var barn. Kæran barst lögreglunni í ágúst en rannsókn á málinu hófst ekki fyrr en um fimm mánuðum síðar. Hefur það mjög verið gagnrýnt hversu langur tími leið frá því kæra barst og þar til rannsókn hófst en vinnuveitandi mannsins, barnavernd Reykjavíkur, var ekki látin vita af kærunni fyrr en degi áður en hann var handtekinn. Lögregla sendi frá sér yfirlýsingu nokkrum dögum síðar þar sem greint var frá því að Karl Steinar Valsson, sem mun taka við starfi Gríms Grímssonar sem yfirmaður miðlægrar rannsóknarlögreglu, muni fara fyrir tveimur hópum innan embættis lögreglu til að rannsaka meðferð málsins og vinna að frekari greiningu á þeim 170 málum sem enn bíða rannsóknar kynferðisbrotadeildar.Hér fyrir ofan má horfa á upptöku Vísis af blaðamannafundinum. Fyrir neðan er textalýsing af fundinum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í dag kynna niðurstöður ítarlegrar skoðunar á því hvað kunni að hafa farið úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karlmanns, sem tilkynnt var um í sumarlok 2017. Fundurinn hefst klukkan 17:15 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi. Upphaflega var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok janúar að ungur maður hefði kært manninn fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér þegar hann var barn. Kæran barst lögreglunni í ágúst en rannsókn á málinu hófst ekki fyrr en um fimm mánuðum síðar. Hefur það mjög verið gagnrýnt hversu langur tími leið frá því kæra barst og þar til rannsókn hófst en vinnuveitandi mannsins, barnavernd Reykjavíkur, var ekki látin vita af kærunni fyrr en degi áður en hann var handtekinn. Lögregla sendi frá sér yfirlýsingu nokkrum dögum síðar þar sem greint var frá því að Karl Steinar Valsson, sem mun taka við starfi Gríms Grímssonar sem yfirmaður miðlægrar rannsóknarlögreglu, muni fara fyrir tveimur hópum innan embættis lögreglu til að rannsaka meðferð málsins og vinna að frekari greiningu á þeim 170 málum sem enn bíða rannsóknar kynferðisbrotadeildar.Hér fyrir ofan má horfa á upptöku Vísis af blaðamannafundinum. Fyrir neðan er textalýsing af fundinum.
Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira