Húrra fyrir Strætó-Stellu Pawel Bartoszek skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Árið 2011 var ég fundarstjóri á ráðstefnunni „Hjólum til framtíðar“. Af því tilefni setti ég fram litla áskorun. Ég lofaði verðlaunum, rauðvínsflösku að því er mig minnir, handa hverjum þeim íslenska kvikmyndagerðarmanni sem myndi sýna persónu í kvikmynd eða sjónvarpsþætti í strætó, í öðrum tilgangi en þeim að undirstrika mikið harma- og hnignunarskeið sem persónan væri að ganga í gegnum. Ætli ég hafi ekki verið undir áhrifum hinna annars prýðilega skemmtilegu þátta um Hlemmavídeó, þegar ég sagði þetta. Í þeim þáttum tekur aðalsöguhetjan, leikin af Pétri Jóhanni, strætó í fyrsta þættinum og er í skítnum en nær svo fljótlega að verða sér úti um einhverja þrjátíu ára bíldruslu. Það er þá væntanlega til marks um það að söguhetjan hafi náð örlítilli viðspyrnu frá botninum. Svona eru dæmin vafalaust fleiri. Enginn badass íslenskrar kvikmyndasögu hefur nokkurn tímann slúttað samtali með: „Má ekki vera að þessu! Ásinn er að fara!“ Enginn söguþráður spennumyndar hefur snúist um það að skiptimiðinn væri að renna út. Eða að fjarkinn væri seinn og þristurinn í Mjóddinni gæti ekki beðið lengur. Enginn gamanþáttur hefur gengið út á hóp ungmenna sem taka saman fimmuna úr Árbænum á hverjum morgni. Strætó hefur oftast táknað persónulega eymd. Ég held hins vegar að ég verði að fara að greiða út rauðvínsflöskuna til handritshöfunda þáttanna um Stellu Blómkvist. Stella nefnilega tekur strætó, ekki bara og ekki alltaf, en þegar hún er látin gera það virðist það ekki einungis vera til þess að benda á að hún sé fátæk, geðsjúk eða búin að missa prófið. Kannski er þetta ekki enn orðið töffaraeinkenni í sjálfu sér, kannski er þetta frekar hluti af þeirri persónusköpun Stellu að gera hana flippaða og öðruvísi. En ég þigg alltaf „flippað og öðruvísi“ fram yfir „á rosa bágt“. Ég skal játa það – ég held varla vatni yfir Stellu Blómkvist þáttunum. Heiðu Reed tekst að koma krefjandi hlutverki Stellu frábærlega til skila. Já, ég segi krefjandi vegna þess að Stella er í grunninn svona týpupersóna sem búið er að hlaða á ýmsum tiltölulega klisjukenndum persónueinkennum (hún er reykjandi töffara-dóna-lögfræðingur) og útkoman hefði mjög auðveldlega getað orðið fullkomlega einvíð. En stærsta afrek þeirra sem að þáttunum standa er einmitt að þeim hefur tekist að gera persónuna og sögusviðið trúverðugt. Fljótt á litið kann það að virka ansi mikið rugl að halda því fram að sögusviðið sé trúverðugt. Þættirnir gerast á Íslandi þar sem krónan hefur vikið fyrir dollaranum og Kínverjar hafa gríðarleg ítök, hafa eignast stóran hluta Norðausturlands, Hamraborgin er Kínahverfi og gamla seðlabankabyggingin er komin með nýtt hlutverk: Þar er starfrækt íturvaxið kínverskt sendiráð. Án þess að maður opinberi of mikið um efni þáttanna þá eru kínversk ítök og afskipti ákveðið þema. Þegar maður horfir á þáttinn með íslenskum gleraugum þá getur margt af þessu kannski virkað fremur asnalegt. En við getum leyft okkur að hugsa: hvernig væri það ef menn myndu dag einn hringja í íslensku lögregluna en einhver önnur lögregla en íslensk myndi mæta á staðinn? Eða að sú íslenska myndi mæta en myndi í reynd lúta erlendu boðvaldi? Þrátt fyrir að það kunni að hljóma fáránlega eru þættirnir um Stellu Blómkvist tiltölulega trúverðugur pólitískur vísindaskáldskapur. Sem betur fer hafa fáir Íslendingar upplifað það að búa í leppríki. En þættirnir koma því ástandi ágætlega til skila: Hið erlenda ríkisvald er ekki endilega alltumlykjandi eða með fingurna í öllu. En stundum mætir það á svæðið og trompar hið innlenda. Lætur fólk hverfa, kemur í veg fyrir að hlutir séu sagðir sem því eru ekki þóknanlegir. Lokar af svæðum fyrir sjálft sig og hleypir innlenda ríkisvaldinu ekki inn. Lætur breyta lögum í eigin þágu og kemur fyrir útsendurum á mikilvægum stöðum. Ekki veit ég hvort Stellu Blómkvist verði minnst sem tímamótaverks í íslenskri kvikmyndagerð en hún á það skilið. Fólk tók fremur djúpsteikt hráefni en gerði aldrei grín að því heldur tók það alvarlega. Fullveldispælingarnar eru skemmtilegar án þess að vera predikandi. Já, og síðast en ekki síst: Stella á skilið þakkir fyrir hafa loksins gert strætó kúl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pawel Bartoszek Samgöngur Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Árið 2011 var ég fundarstjóri á ráðstefnunni „Hjólum til framtíðar“. Af því tilefni setti ég fram litla áskorun. Ég lofaði verðlaunum, rauðvínsflösku að því er mig minnir, handa hverjum þeim íslenska kvikmyndagerðarmanni sem myndi sýna persónu í kvikmynd eða sjónvarpsþætti í strætó, í öðrum tilgangi en þeim að undirstrika mikið harma- og hnignunarskeið sem persónan væri að ganga í gegnum. Ætli ég hafi ekki verið undir áhrifum hinna annars prýðilega skemmtilegu þátta um Hlemmavídeó, þegar ég sagði þetta. Í þeim þáttum tekur aðalsöguhetjan, leikin af Pétri Jóhanni, strætó í fyrsta þættinum og er í skítnum en nær svo fljótlega að verða sér úti um einhverja þrjátíu ára bíldruslu. Það er þá væntanlega til marks um það að söguhetjan hafi náð örlítilli viðspyrnu frá botninum. Svona eru dæmin vafalaust fleiri. Enginn badass íslenskrar kvikmyndasögu hefur nokkurn tímann slúttað samtali með: „Má ekki vera að þessu! Ásinn er að fara!“ Enginn söguþráður spennumyndar hefur snúist um það að skiptimiðinn væri að renna út. Eða að fjarkinn væri seinn og þristurinn í Mjóddinni gæti ekki beðið lengur. Enginn gamanþáttur hefur gengið út á hóp ungmenna sem taka saman fimmuna úr Árbænum á hverjum morgni. Strætó hefur oftast táknað persónulega eymd. Ég held hins vegar að ég verði að fara að greiða út rauðvínsflöskuna til handritshöfunda þáttanna um Stellu Blómkvist. Stella nefnilega tekur strætó, ekki bara og ekki alltaf, en þegar hún er látin gera það virðist það ekki einungis vera til þess að benda á að hún sé fátæk, geðsjúk eða búin að missa prófið. Kannski er þetta ekki enn orðið töffaraeinkenni í sjálfu sér, kannski er þetta frekar hluti af þeirri persónusköpun Stellu að gera hana flippaða og öðruvísi. En ég þigg alltaf „flippað og öðruvísi“ fram yfir „á rosa bágt“. Ég skal játa það – ég held varla vatni yfir Stellu Blómkvist þáttunum. Heiðu Reed tekst að koma krefjandi hlutverki Stellu frábærlega til skila. Já, ég segi krefjandi vegna þess að Stella er í grunninn svona týpupersóna sem búið er að hlaða á ýmsum tiltölulega klisjukenndum persónueinkennum (hún er reykjandi töffara-dóna-lögfræðingur) og útkoman hefði mjög auðveldlega getað orðið fullkomlega einvíð. En stærsta afrek þeirra sem að þáttunum standa er einmitt að þeim hefur tekist að gera persónuna og sögusviðið trúverðugt. Fljótt á litið kann það að virka ansi mikið rugl að halda því fram að sögusviðið sé trúverðugt. Þættirnir gerast á Íslandi þar sem krónan hefur vikið fyrir dollaranum og Kínverjar hafa gríðarleg ítök, hafa eignast stóran hluta Norðausturlands, Hamraborgin er Kínahverfi og gamla seðlabankabyggingin er komin með nýtt hlutverk: Þar er starfrækt íturvaxið kínverskt sendiráð. Án þess að maður opinberi of mikið um efni þáttanna þá eru kínversk ítök og afskipti ákveðið þema. Þegar maður horfir á þáttinn með íslenskum gleraugum þá getur margt af þessu kannski virkað fremur asnalegt. En við getum leyft okkur að hugsa: hvernig væri það ef menn myndu dag einn hringja í íslensku lögregluna en einhver önnur lögregla en íslensk myndi mæta á staðinn? Eða að sú íslenska myndi mæta en myndi í reynd lúta erlendu boðvaldi? Þrátt fyrir að það kunni að hljóma fáránlega eru þættirnir um Stellu Blómkvist tiltölulega trúverðugur pólitískur vísindaskáldskapur. Sem betur fer hafa fáir Íslendingar upplifað það að búa í leppríki. En þættirnir koma því ástandi ágætlega til skila: Hið erlenda ríkisvald er ekki endilega alltumlykjandi eða með fingurna í öllu. En stundum mætir það á svæðið og trompar hið innlenda. Lætur fólk hverfa, kemur í veg fyrir að hlutir séu sagðir sem því eru ekki þóknanlegir. Lokar af svæðum fyrir sjálft sig og hleypir innlenda ríkisvaldinu ekki inn. Lætur breyta lögum í eigin þágu og kemur fyrir útsendurum á mikilvægum stöðum. Ekki veit ég hvort Stellu Blómkvist verði minnst sem tímamótaverks í íslenskri kvikmyndagerð en hún á það skilið. Fólk tók fremur djúpsteikt hráefni en gerði aldrei grín að því heldur tók það alvarlega. Fullveldispælingarnar eru skemmtilegar án þess að vera predikandi. Já, og síðast en ekki síst: Stella á skilið þakkir fyrir hafa loksins gert strætó kúl.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun