Kim Yong-un býður Moon Jae-in heim 10. febrúar 2018 11:41 Kim Yo-jong afhenti Moon Jae-in handskrifað bréf bróður síns eftir morgunverðarfund þeirra í Seoul í morgun. vísir/afp Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu hefur boðið Moon Jae-in forseta Suður-Kóreu til Pyongyang í Norður-Kóreu. Slík heimsókn yrði fyrsti fundur leiðtoga kóresku ríkjanna í meira en áratug. BBC greinir frá. Handskrifað boðskort var afhent Moon Jae-in á fundi Kim Yo-jong, systur Kim Jong-un, og forsetans við opnun Vetrarólympíuleikanna. Í boðskortinu er Moon Jae-in boðið að heimsækja Pyongyang við „fyrsta mögulega tækifæri“. Fundur Yo-jong og Jae-in var merkilegur fyrir þær sakir að enginn meðlimur Kim-fjölskyldunnar hefur farið á fund suðurkóresks þjóðhöfðingja frá árinu 2007 þegar Kim Jong-il og Roh Moo-hyun þáverandi leiðtogar ríkjanna hittust. Kim Yo-jong er áhrifamikil innan valdaklíku Norður-Kóreu, en hún er yngsta dóttir leiðtogans fyrrverandi Kim Jong-il. Staða hennar innan stjórnarinnar styrktist á síðasta ári þegar hún tók sæti í stjórnmálanefnd landsins. Moon Jae-in sagði að fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu myndu reyna að láta verða af heimsókninni og hvatti Norður-Kóreu til að hefja á ný samningarviðræður við Bandaríkin.Engin áform um viðræður milli Norður-Kóreu og BandaríkjamannaNorðurkóresk yfirvöld hafa greint frá því að engin áform séu um að ræða við fulltrúa Bandaríkjanna á meðan Vetrarólympíuleikarnir standa yfir. Þá hafa bandarísk yfirvöld varað við samskiptum við leiðtoga Norður-Kóreu og telur Bandaríkjastjórn að Norður-Kóreumenn ætli sér að nýta leikana í áróðursskyni. Ríkisstjórn Trump hefur áhyggjur af því að ráðamenn í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, falli fyrir gylliboðum Norður-Kóreumanna og hefur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, verið harðorður í garð norðurkóreskra stjórnvalda vegna kjarnorkuáætlunar og eldflaugatilrauna landsins. Norður-Kórea Tengdar fréttir Forseti Suður-Kóreu mun funda með systur Kim Jong-un Moon Jae-in mun eiga morgunverðarfund með Kim Yo-jong ásamt öðrum í sendinefnd Norður-Kóreu í tengslum við Ólympíuleikana sem settir verða í PyeongChang á morgun. 8. febrúar 2018 10:03 Norður-Kórea plati engan Það er einungis mánaðaspursmál hvenær Norður-Kórea getur skotið kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. 7. febrúar 2018 06:00 Pence sleppti kvöldverði með Norður-Kóreumönnum Kvöldverðurinn var haldinn af forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrir opnunarhátíð ólympíuleikanna í Pyeongchang. 9. febrúar 2018 17:50 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Sjá meira
Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu hefur boðið Moon Jae-in forseta Suður-Kóreu til Pyongyang í Norður-Kóreu. Slík heimsókn yrði fyrsti fundur leiðtoga kóresku ríkjanna í meira en áratug. BBC greinir frá. Handskrifað boðskort var afhent Moon Jae-in á fundi Kim Yo-jong, systur Kim Jong-un, og forsetans við opnun Vetrarólympíuleikanna. Í boðskortinu er Moon Jae-in boðið að heimsækja Pyongyang við „fyrsta mögulega tækifæri“. Fundur Yo-jong og Jae-in var merkilegur fyrir þær sakir að enginn meðlimur Kim-fjölskyldunnar hefur farið á fund suðurkóresks þjóðhöfðingja frá árinu 2007 þegar Kim Jong-il og Roh Moo-hyun þáverandi leiðtogar ríkjanna hittust. Kim Yo-jong er áhrifamikil innan valdaklíku Norður-Kóreu, en hún er yngsta dóttir leiðtogans fyrrverandi Kim Jong-il. Staða hennar innan stjórnarinnar styrktist á síðasta ári þegar hún tók sæti í stjórnmálanefnd landsins. Moon Jae-in sagði að fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu myndu reyna að láta verða af heimsókninni og hvatti Norður-Kóreu til að hefja á ný samningarviðræður við Bandaríkin.Engin áform um viðræður milli Norður-Kóreu og BandaríkjamannaNorðurkóresk yfirvöld hafa greint frá því að engin áform séu um að ræða við fulltrúa Bandaríkjanna á meðan Vetrarólympíuleikarnir standa yfir. Þá hafa bandarísk yfirvöld varað við samskiptum við leiðtoga Norður-Kóreu og telur Bandaríkjastjórn að Norður-Kóreumenn ætli sér að nýta leikana í áróðursskyni. Ríkisstjórn Trump hefur áhyggjur af því að ráðamenn í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, falli fyrir gylliboðum Norður-Kóreumanna og hefur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, verið harðorður í garð norðurkóreskra stjórnvalda vegna kjarnorkuáætlunar og eldflaugatilrauna landsins.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Forseti Suður-Kóreu mun funda með systur Kim Jong-un Moon Jae-in mun eiga morgunverðarfund með Kim Yo-jong ásamt öðrum í sendinefnd Norður-Kóreu í tengslum við Ólympíuleikana sem settir verða í PyeongChang á morgun. 8. febrúar 2018 10:03 Norður-Kórea plati engan Það er einungis mánaðaspursmál hvenær Norður-Kórea getur skotið kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. 7. febrúar 2018 06:00 Pence sleppti kvöldverði með Norður-Kóreumönnum Kvöldverðurinn var haldinn af forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrir opnunarhátíð ólympíuleikanna í Pyeongchang. 9. febrúar 2018 17:50 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Sjá meira
Forseti Suður-Kóreu mun funda með systur Kim Jong-un Moon Jae-in mun eiga morgunverðarfund með Kim Yo-jong ásamt öðrum í sendinefnd Norður-Kóreu í tengslum við Ólympíuleikana sem settir verða í PyeongChang á morgun. 8. febrúar 2018 10:03
Norður-Kórea plati engan Það er einungis mánaðaspursmál hvenær Norður-Kórea getur skotið kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. 7. febrúar 2018 06:00
Pence sleppti kvöldverði með Norður-Kóreumönnum Kvöldverðurinn var haldinn af forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrir opnunarhátíð ólympíuleikanna í Pyeongchang. 9. febrúar 2018 17:50