Stöðugleikasjóður auki samkeppnishæfni Íslands Sigurður Hannesson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stefnt að stofnun stöðugleikasjóðs sem er eitt afbrigði af þjóðarsjóði (e. sovereign wealth fund). Slíkur sjóður verður stofnaður utan um arð af auðlindum landsins og byrjað á orkuauðlindinni. Hlutverk sjóðsins verður að byggja upp viðnám til að mæta fjárhagslegum áföllum. Ríki heims hafa sett á laggirnar slíka sjóði í margvíslegum tilgangi. Fjárfestingastefna tekur mið af tilgangi sjóðsins. Í skýrslu sem gefin er út á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um þjóðarsjóði, stjórnarhætti og stýringu eigna þeirra segir að tilgangur slíkra sjóða geti verið einn af eftirfarandi:Stöðugleikasjóðir hafa það markmið að einangra ríkisfjármál og hagkerfi frá sveiflum í hrávöruverði og ytri áföllum.Söfnunarsjóðir sem hafa það hlutverk að varðveita fjármuni fyrir komandi kynslóðir. Verðmæti af óendurnýjanlegum auðlindum eru þannig fjárfest í verðbréfum.Þróunarsjóðir eru settir á laggirnar til að fjárfesta í innviðum.Ríki hafa stofnað sjóði til að eiga fyrir áföllnum lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs.Varasjóðir sem taldir eru til gjaldeyrisvaraforða og fjárfesta til lengri tíma með það fyrir augum að draga úr mun innlendra og erlendra vaxta. Þjóðarsjóðir geta gegnt mikilvægu hlutverki við hagstjórn. Slíkir sjóðir geta haft áhrif á opinber fjármál, peningastefnu og gengi gjaldmiðils. Ef rétt er á spilum haldið getur slíkur sjóður og stýring hans haft jákvæð áhrif á hagkerfi ríkja og aukið stöðugleika. Þannig geta þjóðarsjóðir bætt samkeppnisstöðu og aukið framleiðni og verðmætasköpun samfélaginu til heilla. Höfuðmáli skiptir að stjórnarhættir sjóðsins styðji ekki við freistnivanda sem óhjákvæmilega getur verið til staðar, til dæmis í opinberum fjármálum.Stærsti sjóður heims á 20 árum Norski olíusjóðurinn er stærsti þjóðarsjóður heims. Sjóðurinn er í senn stöðugleikasjóður og söfnunarsjóður. Hlutverk hans er að einangra olíuauð Norðmanna frá hagkerfinu til þess að koma í veg fyrir „hollensku veikina,“ þ.e. að ráðstöfun olíuauðsins ryðji atvinnugreinum í erlendri samkeppni úr vegi, ekki síst með því að gengi norsku krónunnar styrkist um of og veiki þannig samkeppnisstöðu landsins. Hlutverkið er einnig að veita kynslóðum framtíðarinnar hlutdeild í olíuauðnum – afrakstri óendurnýjanlegrar auðlindar. Fyrstu fjármunir runnu inn í sjóðinn árið 1996. Sjóðurinn fjárfestir eingöngu í skráðum hlutabréfum og skuldabréfum utan Noregs auk fasteigna víða um heim. Um helmingur fjármuna sjóðsins er nú tilkominn vegna ávöxtunar, nokkuð meira en andvirði olíuvinnslu sem nemur um 40% af sjóðnum. Þetta sýnir mikilvægi þess að safna fé og ávaxta það svo slíkur sjóður geti verið það afl sem að var stefnt. Árleg raunávöxtun sjóðsins frá ársbyrjun 1998 til september 2017 nemur 4,1%. Þessi raunávöxtun kemur til af fjárfestingum í skráðum verðbréfum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Áhugavert er að bera þetta saman við ávöxtunarmarkmið íslenskra lífeyrissjóða sem er 3,5% raunávöxtun mælt í íslenskum krónum. Að hámarki má nota 3% af höfuðstól sjóðsins árlega til ríkisrekstrar og með þeim hætti fjárfestir sjóðurinn í uppbyggingu innviða í Noregi. Í norsku fjárlögunum fyrir 2018 var gert ráð fyrir að nýta 2,9% af sjóðnum en sú fjárhæð samsvarar um 18% af útgjöldum norska ríkisins í ár.Dregið úr sveiflum Á Íslandi er helstu náttúruauðlindum stýrt á sjálfbæran hátt og eru þær því endurnýjanlegar samanber sjávarútveg, orkuauðlindir og tengdan iðnað og aðdráttarafl íslenskrar náttúru fyrir erlenda ferðamenn. Hér á landi er einnig eitt öflugasta lífeyriskerfi í heimi sem er vel fjármagnað til framtíðar litið. Með hliðsjón af þessu og skilgreiningunni hér að ofan, sem tekin er úr skýrslu AGS, kæmi því til greina að íslenskur þjóðarsjóður væri stöðugleikasjóður, þróunarsjóður sem fjárfesti í innviðum landsins, varasjóður sem fjárfesti hluta gjaldeyrisvaraforðans eða blanda af þessu þrennu.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Sigurður Hannesson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stefnt að stofnun stöðugleikasjóðs sem er eitt afbrigði af þjóðarsjóði (e. sovereign wealth fund). Slíkur sjóður verður stofnaður utan um arð af auðlindum landsins og byrjað á orkuauðlindinni. Hlutverk sjóðsins verður að byggja upp viðnám til að mæta fjárhagslegum áföllum. Ríki heims hafa sett á laggirnar slíka sjóði í margvíslegum tilgangi. Fjárfestingastefna tekur mið af tilgangi sjóðsins. Í skýrslu sem gefin er út á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um þjóðarsjóði, stjórnarhætti og stýringu eigna þeirra segir að tilgangur slíkra sjóða geti verið einn af eftirfarandi:Stöðugleikasjóðir hafa það markmið að einangra ríkisfjármál og hagkerfi frá sveiflum í hrávöruverði og ytri áföllum.Söfnunarsjóðir sem hafa það hlutverk að varðveita fjármuni fyrir komandi kynslóðir. Verðmæti af óendurnýjanlegum auðlindum eru þannig fjárfest í verðbréfum.Þróunarsjóðir eru settir á laggirnar til að fjárfesta í innviðum.Ríki hafa stofnað sjóði til að eiga fyrir áföllnum lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs.Varasjóðir sem taldir eru til gjaldeyrisvaraforða og fjárfesta til lengri tíma með það fyrir augum að draga úr mun innlendra og erlendra vaxta. Þjóðarsjóðir geta gegnt mikilvægu hlutverki við hagstjórn. Slíkir sjóðir geta haft áhrif á opinber fjármál, peningastefnu og gengi gjaldmiðils. Ef rétt er á spilum haldið getur slíkur sjóður og stýring hans haft jákvæð áhrif á hagkerfi ríkja og aukið stöðugleika. Þannig geta þjóðarsjóðir bætt samkeppnisstöðu og aukið framleiðni og verðmætasköpun samfélaginu til heilla. Höfuðmáli skiptir að stjórnarhættir sjóðsins styðji ekki við freistnivanda sem óhjákvæmilega getur verið til staðar, til dæmis í opinberum fjármálum.Stærsti sjóður heims á 20 árum Norski olíusjóðurinn er stærsti þjóðarsjóður heims. Sjóðurinn er í senn stöðugleikasjóður og söfnunarsjóður. Hlutverk hans er að einangra olíuauð Norðmanna frá hagkerfinu til þess að koma í veg fyrir „hollensku veikina,“ þ.e. að ráðstöfun olíuauðsins ryðji atvinnugreinum í erlendri samkeppni úr vegi, ekki síst með því að gengi norsku krónunnar styrkist um of og veiki þannig samkeppnisstöðu landsins. Hlutverkið er einnig að veita kynslóðum framtíðarinnar hlutdeild í olíuauðnum – afrakstri óendurnýjanlegrar auðlindar. Fyrstu fjármunir runnu inn í sjóðinn árið 1996. Sjóðurinn fjárfestir eingöngu í skráðum hlutabréfum og skuldabréfum utan Noregs auk fasteigna víða um heim. Um helmingur fjármuna sjóðsins er nú tilkominn vegna ávöxtunar, nokkuð meira en andvirði olíuvinnslu sem nemur um 40% af sjóðnum. Þetta sýnir mikilvægi þess að safna fé og ávaxta það svo slíkur sjóður geti verið það afl sem að var stefnt. Árleg raunávöxtun sjóðsins frá ársbyrjun 1998 til september 2017 nemur 4,1%. Þessi raunávöxtun kemur til af fjárfestingum í skráðum verðbréfum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Áhugavert er að bera þetta saman við ávöxtunarmarkmið íslenskra lífeyrissjóða sem er 3,5% raunávöxtun mælt í íslenskum krónum. Að hámarki má nota 3% af höfuðstól sjóðsins árlega til ríkisrekstrar og með þeim hætti fjárfestir sjóðurinn í uppbyggingu innviða í Noregi. Í norsku fjárlögunum fyrir 2018 var gert ráð fyrir að nýta 2,9% af sjóðnum en sú fjárhæð samsvarar um 18% af útgjöldum norska ríkisins í ár.Dregið úr sveiflum Á Íslandi er helstu náttúruauðlindum stýrt á sjálfbæran hátt og eru þær því endurnýjanlegar samanber sjávarútveg, orkuauðlindir og tengdan iðnað og aðdráttarafl íslenskrar náttúru fyrir erlenda ferðamenn. Hér á landi er einnig eitt öflugasta lífeyriskerfi í heimi sem er vel fjármagnað til framtíðar litið. Með hliðsjón af þessu og skilgreiningunni hér að ofan, sem tekin er úr skýrslu AGS, kæmi því til greina að íslenskur þjóðarsjóður væri stöðugleikasjóður, þróunarsjóður sem fjárfesti í innviðum landsins, varasjóður sem fjárfesti hluta gjaldeyrisvaraforðans eða blanda af þessu þrennu.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun