Mannréttindi eru hornsteinninn Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2018 07:00 „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum.“ Þannig hljóðar upphaf mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna en í ár eru sjötíu ár liðin síðan hún var samþykkt. Tímamótanna verður minnst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna allt þetta ár en hátíðahöldin ná hámarki á alþjóðlega mannréttindadeginum, 10. desember. Sérhvert aðildarríki Sameinuðu þjóðanna er hvatt til að minnast tímamótanna, hvert með sínum hætti, stjórnvöld og almenningur. Við Íslendingar látum ekki okkar eftir liggja, nægar eru áskoranirnar á alþjóðavettvangi. Mannréttindi eru einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu. Við sem störfum í utanríkisþjónustunni tökum alvarlega það hlutverk okkar að tala fyrir mannréttindum, bæði á vettvangi alþjóðastofnana og í tvíhliða samskiptum við önnur ríki. Sjálfur fæ ég í dag tækifæri til að ávarpa Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna öðru sinni, þegar það kemur til fundar í Genf. Mannréttindaráðið er einn helsti vettvangur umræðu um mannréttindamál á alþjóðavettvangi. Aðildarríki SÞ eiga þar mikilvæg skoðanaskipti um stöðu mannréttinda og í ráðinu gefst tækifæri til að bera upp þær áhyggjur sem menn kunna að hafa af þróun í tilteknum ríkjum og í tilteknum málaflokkum. Málafylgja Íslands í mannréttindaráðinu vakti athygli á síðasta ári og forystuhlutverk það sem við tókum í málefnum Filippseyja en stjórnvöld þar í landi hafa kosið að beita aðferðum í baráttu sinni gegn útbreiðslu fíkniefna sem ganga gróflega í bága við mannréttindi. Það er ánægjulegt að rödd okkar hafi heyrst, með þeim hætti sem raun bar vitni, og hvetur okkur til dáða. Það er mikilvægt að rödd Íslands hljómi hátt og skýrt í Mannréttindaráðinu, okkar áherslur á algild mannréttindi, kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Við munum halda áfram að beita okkur með svipuðum hætti. Þannig stöndum við best vörð um þau réttindi sem mannréttindayfirlýsingin felur í sér.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
„Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum.“ Þannig hljóðar upphaf mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna en í ár eru sjötíu ár liðin síðan hún var samþykkt. Tímamótanna verður minnst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna allt þetta ár en hátíðahöldin ná hámarki á alþjóðlega mannréttindadeginum, 10. desember. Sérhvert aðildarríki Sameinuðu þjóðanna er hvatt til að minnast tímamótanna, hvert með sínum hætti, stjórnvöld og almenningur. Við Íslendingar látum ekki okkar eftir liggja, nægar eru áskoranirnar á alþjóðavettvangi. Mannréttindi eru einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu. Við sem störfum í utanríkisþjónustunni tökum alvarlega það hlutverk okkar að tala fyrir mannréttindum, bæði á vettvangi alþjóðastofnana og í tvíhliða samskiptum við önnur ríki. Sjálfur fæ ég í dag tækifæri til að ávarpa Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna öðru sinni, þegar það kemur til fundar í Genf. Mannréttindaráðið er einn helsti vettvangur umræðu um mannréttindamál á alþjóðavettvangi. Aðildarríki SÞ eiga þar mikilvæg skoðanaskipti um stöðu mannréttinda og í ráðinu gefst tækifæri til að bera upp þær áhyggjur sem menn kunna að hafa af þróun í tilteknum ríkjum og í tilteknum málaflokkum. Málafylgja Íslands í mannréttindaráðinu vakti athygli á síðasta ári og forystuhlutverk það sem við tókum í málefnum Filippseyja en stjórnvöld þar í landi hafa kosið að beita aðferðum í baráttu sinni gegn útbreiðslu fíkniefna sem ganga gróflega í bága við mannréttindi. Það er ánægjulegt að rödd okkar hafi heyrst, með þeim hætti sem raun bar vitni, og hvetur okkur til dáða. Það er mikilvægt að rödd Íslands hljómi hátt og skýrt í Mannréttindaráðinu, okkar áherslur á algild mannréttindi, kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Við munum halda áfram að beita okkur með svipuðum hætti. Þannig stöndum við best vörð um þau réttindi sem mannréttindayfirlýsingin felur í sér.Höfundur er utanríkisráðherra
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar