
Ef ég slæ Kára Stefánsson kinnhest...
Þar sem ég stóð full af söknuði eftir einfaldleika einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar – var Nýmjólk, Léttmjólk og Fjörmjólk ekki nóg? – heyrði ég ungan dreng biðja mömmu sína um að kaupa handa sér kókómjólk. Þegar móðirin neitaði rak drengur upp skaðræðisöskur. Útundan mér sá ég móðurina lyfta handleggnum. Ég taldi hana ætla að faðma drenginn að sér. Svo var þó ekki. Hvellur kvað við þegar móðirin rak syni sínum kinnhest.
Aldalöng hefð
Í Bretlandi eru líkamsmeiðingar bannaðar samkvæmt almennum hegningarlögum. Ein undantekning er þó þar á. Foreldrar mega enn refsa börnum sínu með líkamsmeiðingum sé það gert skynsamlega og barnið láti ekki á sjá.
Í lok síðasta árs tilkynnti ríkisstjórn Skotlands að hún hygðist banna siðinn. Upphófst umræða um hvort ekki væri ráð að enskum lögum yrði einnig breytt. Englendingar héldu nú ekki. Þeir báru því við að aldalöng hefð væri fyrir því að foreldrar döngluðu í óþekk börn; virða þyrfti frelsi foreldra til að siða börn sín eins og þeim sýndist best – ríkinu kæmi það ekkert við.
Út fyrir túngarðinn
Frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um bann við umskurði drengja hefur vakið hörð viðbrögð. Þeir sem gagnrýnt hafa frumvarpið hafa einkum beint sjónum að tvennu: Trúfrelsi og virðingu fyrir menningu og hefðum annarra.
Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, komst svo að orði á Facebook: „Elsku vinir þetta snýst ekki um hvort okkur geðjist að umskurn drengja, flest okkar óar við slíku inngripi á börnum en það er bara ekki nóg að óa þegar kemur að umræðu um siðferðisviðmið og fjölmenningu við verðum að bíta á jaxlinn og hugsa út fyrir túngarðinn heima hjá okkur.“
Ég ætla að hætta á að afhjúpa minn innri molbúa sem „sér ekki út fyrir túngarðinn“ og spyrja: Hvað með börnin? Er enginn að hugsa um börnin?
Einu sinni var hefð fyrir þrælahaldi. Enn eru konur grýttar í nafni trúarbragða. Fæstum okkar dytti í hug að réttlæta slíkt á þeim forsendum að um hefð eða trúarbrögð væri að ræða. Hvers vegna gilda önnur viðmið þegar um er að ræða börn en fullorðna?
Heilagur réttur
Pistlahöfundurinn knái, Kári Stefánsson, skrifaði opið bréf til Alþingis Íslendinga í Fréttablaðið í vikunni undir yfirskriftinni „Leyfið foreldrunum“. Þar gagnrýndi hann frumvarpið um umskurð drengja og sagði það vega „að rétti foreldra til þess að taka ákvarðanir fyrir hönd barna sinna sem hefur verið höndlaður sem allt að heilagur á Íslandi fram til þessa“. Nefndi hann sem dæmi að foreldrum sem tilheyrðu Vottum Jehóva leyfðist að meina læknum að gefa börnum sínum blóð þótt líf barnanna lægi við; foreldrum leyfðist að reykja og drekka áfengi kringum kornabörn sín þótt það skapaði þeim hættu.
Þótt ég sé að þessu sinni á öndverðri skoðun við Kára sýnist mér hann enn sem oftar hitta naglann á höfuðið.
Allt of víða er réttur foreldris til að vera fáviti dæmdur æðri rétti barns til mannréttinda. Af hverju trompa trúarbrögð foreldris rétt barns til eigin líkama? Af hverju er í lagi að reka barni kinnhest en ekki fullorðnum? Þótt siður sé útbreiddur þýðir það ekki að hann sé líðandi. Þótt eitthvað hafi verið stundað lengi er það ekki endilega réttmætt.
Með sömu rökum og Kári tínir til í grein sinni vil ég biðla til Alþingis: „Leyfum foreldrum ekki“. Nær væri að kanna réttarstöðu barna sem eiga foreldra í Vottum Jehóva en að drekkja umskurðarfrumvarpinu í yfirlætisfullu orðagjálfri um frelsi, víðsýni og virðingu.
Kári Stefánsson lýkur grein sinni á að segja frumvarpið forræðishyggju. Væri ekki hægt, með sömu rökum, að segja það forræðishyggju að ríkið banni mér að ganga upp að Kára og slá hann kinnhest? Mér er spurn.
Skoðun

Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hugleiðingar á páskum
Ámundi Loftsson skrifar

Gremjan í Grafarvogi
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence
Skúli Ólafsson skrifar

Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar