Góðar hugmyndir og vondar Snædís Karlsdóttir skrifar 9. mars 2018 11:59 Pawel Bartoszek telur það vonda hugmynd að gefa frítt í Strætó. Ókeypis þjónusta sé annað hvort léleg eða samfélagslega dýr. Nær sé að bæta þjónustuna. Markmið hugmyndar um Borgarlínu er að greiða götur borgarinnar með því að fá fleira fólk til þess að nýta almenningssamgöngur. Hún mun að lágmarki kosta 70 milljarða og ekki hafa nein áhrif á umferðarvandann á næsta kjörtímabili, nema í besta falli í formi umferðartafa ef framkvæmdir myndu hefjast. Að því loknu á síðan eftir að koma í ljós hvort hugmyndin sé yfirhöfuð góð. Framboð Framsóknar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar leggur til að gerð verði tilraun með að hafa tímabundið frítt í stætó. Markmið hugmyndarinnar er það sama og Borgarlínu nema hvað himinn og haf skilur á milli fórnarkostnaðar í tíma og peningum við það að kanna hvort hugmyndirnar nái sameiginlegu markmiði sínu. Ef ekki næst góður árangur af því að hafa frítt í strætó mætti gera aðra tilraun. Hvað með að reykvískir háskólanemar og borgarstarfsmenn fái greiddar t.d. 20 þúsund kr. í samgöngustyrk á mánuði, fyrir það að nýta vistvænan ferðamáta á leið til vinnu eða skóla? Væri það ábátasöm leið til að létta á gatnakerfinu? Mögulega. Kannski reynast þetta báðar vera vondar hugmyndir, hver veit, en við teljum það aðkallandi að koma með raunhæfar tillögur sem ætlað er að hafa marktæk áhrif sem fyrst, á sem ódýrastan hátt fyrir okkur öll. Það sem fljótt á litið virðist vond hugmynd gæti nefnilega reynst tilraunarinnar virði, rétt eins og að hugmynd sem virðist góð gæti valdið vonbrigðum í framkvæmd. Við gætum reyndar prófað 70 vondar hugmyndir og athugað hvort þær virki í stað þess að taka áhættuna á því að Borgarlínan sé jafn góð hugmynd og sumir vilja láta.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Pawel Bartoszek telur það vonda hugmynd að gefa frítt í Strætó. Ókeypis þjónusta sé annað hvort léleg eða samfélagslega dýr. Nær sé að bæta þjónustuna. Markmið hugmyndar um Borgarlínu er að greiða götur borgarinnar með því að fá fleira fólk til þess að nýta almenningssamgöngur. Hún mun að lágmarki kosta 70 milljarða og ekki hafa nein áhrif á umferðarvandann á næsta kjörtímabili, nema í besta falli í formi umferðartafa ef framkvæmdir myndu hefjast. Að því loknu á síðan eftir að koma í ljós hvort hugmyndin sé yfirhöfuð góð. Framboð Framsóknar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar leggur til að gerð verði tilraun með að hafa tímabundið frítt í stætó. Markmið hugmyndarinnar er það sama og Borgarlínu nema hvað himinn og haf skilur á milli fórnarkostnaðar í tíma og peningum við það að kanna hvort hugmyndirnar nái sameiginlegu markmiði sínu. Ef ekki næst góður árangur af því að hafa frítt í strætó mætti gera aðra tilraun. Hvað með að reykvískir háskólanemar og borgarstarfsmenn fái greiddar t.d. 20 þúsund kr. í samgöngustyrk á mánuði, fyrir það að nýta vistvænan ferðamáta á leið til vinnu eða skóla? Væri það ábátasöm leið til að létta á gatnakerfinu? Mögulega. Kannski reynast þetta báðar vera vondar hugmyndir, hver veit, en við teljum það aðkallandi að koma með raunhæfar tillögur sem ætlað er að hafa marktæk áhrif sem fyrst, á sem ódýrastan hátt fyrir okkur öll. Það sem fljótt á litið virðist vond hugmynd gæti nefnilega reynst tilraunarinnar virði, rétt eins og að hugmynd sem virðist góð gæti valdið vonbrigðum í framkvæmd. Við gætum reyndar prófað 70 vondar hugmyndir og athugað hvort þær virki í stað þess að taka áhættuna á því að Borgarlínan sé jafn góð hugmynd og sumir vilja láta.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar