„Andlit“ Hafnarfjarðar verði fimm mínútna hverfið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2018 11:30 Unnið er að því að móta tillögur að því hvernig hverfið muni líta út. Mynd/Hafnarfjarðarbær Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vinna nú að því vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði verði að svokölluðu „fimm mínútna hverfi“. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kalla megi svæðið „andlit“ Hafnarfjarðar.Svæðið sem um ræðir afmarkast af Fjarðarhrauni, Reykjavíkurvegi og Flatahrauni í Hafnarfirði og má sjá á korti hér að neðan. Þar má finna margvíslega þjónustu en á svæðinu eru fjölmargir skyndibitastaðir, matvöruverslanir sem og ýmis konar iðnaður. „Þarna er um að ræða endurskipulagningu á gömlu hverfi, iðnaðarhverfi, sem hefur verið og er andlit bæjarins ef að svo má segja. Þetta er hverfi sem ef þú ert að koma annars staðar frá höfuðborgarsvæðinu keyrir framhjá eða í gegnum ,“ sagði Rósa í Bítinu á Bylgjunni í gær.Svæðið sem um ræðir afmarkast af hvítu punktalínunni.Sjá einnig: „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Svæðið sem um ræðir er 30 hektarar en til skoðunar hefur verið undanfarin ár hvernig og hvort nýtta mæti svæðið á annan hátt en iðnaðarsvæði. Fyrir tveimur árum kallaði Hafnarfjarðarbær eftir hugmyndum fimm skipulagshönnuða um uppbyggingu reitsins, líkt og Vísir fjallaði um á sínum tíma.„Það voru valdar tillögur tveggja arkitektastofa og nú er verið að vinna með þær tvær tillögur og verið að blanda þeim saman. Úr kemur að ætlunin er að fara í þessa uppbyggingu þar sem við gerum ráð fyrir kannski 2.300 íbúum í bland við léttari fyrirtæki,“ segir Rósa.Á hugmyndastigi hefur hið nýja hverfi fengið nafnið „fimm mínútna hverfið“. Hugmyndin gengur út á að íbúar geti fengið flesta þjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð frá miðju hverfisins.Svona leit ein tillaga að hverfinu út eftir arkitekta sem fengnir voru til að skila inn tillögu.Mynd/Björn Ólafsson arkitekt, Archus Arkitektar og Rými Arkitektar,Á vef Hafnarfjarðarbæjar segir að í hverfinu muni „kveða við nýjan tón í skipulagsmálum þar sem áhersla verður lögð á góða blöndun íbúabyggðar, þjónustu, létts iðnaðar, verslana, skóla-, dagvistunar- og frístundasvæða. Bílastæði og bílastæðahús verða undir byggðinni að miklu leyti og spennandi útfærslur eru á götumynd að norrænni fyrirmynd. Á sama tíma og aðgengi að almenningssamgöngum sér eins og best verður á kosið.“ Rósa segir að gert sé ráð fyrir að hverfið verði fullbyggt á næstu tíu til fimmtán árum gangi allt að óskum og að þar geti um sex til sjö þúsund manns búið.Kynningarfundur um hið nýja hverfi verður haldinn í Bæjarbíói í Hafnarfirði, miðvikudaginn 14. mars og hlusta má á Rósu ræða um hverfið í spilaranum hér fyrir neðan. Skipulag Tengdar fréttir „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Gera má ráð fyrir að vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði muni taka stakkaskiptum gangi hugmyndir skipulagshönnuða eftir. Svæðið er sagt svipa mjög til Skeifunnar í Reykjavík í einni tillögu. 9. febrúar 2017 12:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vinna nú að því vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði verði að svokölluðu „fimm mínútna hverfi“. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kalla megi svæðið „andlit“ Hafnarfjarðar.Svæðið sem um ræðir afmarkast af Fjarðarhrauni, Reykjavíkurvegi og Flatahrauni í Hafnarfirði og má sjá á korti hér að neðan. Þar má finna margvíslega þjónustu en á svæðinu eru fjölmargir skyndibitastaðir, matvöruverslanir sem og ýmis konar iðnaður. „Þarna er um að ræða endurskipulagningu á gömlu hverfi, iðnaðarhverfi, sem hefur verið og er andlit bæjarins ef að svo má segja. Þetta er hverfi sem ef þú ert að koma annars staðar frá höfuðborgarsvæðinu keyrir framhjá eða í gegnum ,“ sagði Rósa í Bítinu á Bylgjunni í gær.Svæðið sem um ræðir afmarkast af hvítu punktalínunni.Sjá einnig: „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Svæðið sem um ræðir er 30 hektarar en til skoðunar hefur verið undanfarin ár hvernig og hvort nýtta mæti svæðið á annan hátt en iðnaðarsvæði. Fyrir tveimur árum kallaði Hafnarfjarðarbær eftir hugmyndum fimm skipulagshönnuða um uppbyggingu reitsins, líkt og Vísir fjallaði um á sínum tíma.„Það voru valdar tillögur tveggja arkitektastofa og nú er verið að vinna með þær tvær tillögur og verið að blanda þeim saman. Úr kemur að ætlunin er að fara í þessa uppbyggingu þar sem við gerum ráð fyrir kannski 2.300 íbúum í bland við léttari fyrirtæki,“ segir Rósa.Á hugmyndastigi hefur hið nýja hverfi fengið nafnið „fimm mínútna hverfið“. Hugmyndin gengur út á að íbúar geti fengið flesta þjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð frá miðju hverfisins.Svona leit ein tillaga að hverfinu út eftir arkitekta sem fengnir voru til að skila inn tillögu.Mynd/Björn Ólafsson arkitekt, Archus Arkitektar og Rými Arkitektar,Á vef Hafnarfjarðarbæjar segir að í hverfinu muni „kveða við nýjan tón í skipulagsmálum þar sem áhersla verður lögð á góða blöndun íbúabyggðar, þjónustu, létts iðnaðar, verslana, skóla-, dagvistunar- og frístundasvæða. Bílastæði og bílastæðahús verða undir byggðinni að miklu leyti og spennandi útfærslur eru á götumynd að norrænni fyrirmynd. Á sama tíma og aðgengi að almenningssamgöngum sér eins og best verður á kosið.“ Rósa segir að gert sé ráð fyrir að hverfið verði fullbyggt á næstu tíu til fimmtán árum gangi allt að óskum og að þar geti um sex til sjö þúsund manns búið.Kynningarfundur um hið nýja hverfi verður haldinn í Bæjarbíói í Hafnarfirði, miðvikudaginn 14. mars og hlusta má á Rósu ræða um hverfið í spilaranum hér fyrir neðan.
Skipulag Tengdar fréttir „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Gera má ráð fyrir að vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði muni taka stakkaskiptum gangi hugmyndir skipulagshönnuða eftir. Svæðið er sagt svipa mjög til Skeifunnar í Reykjavík í einni tillögu. 9. febrúar 2017 12:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Gera má ráð fyrir að vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði muni taka stakkaskiptum gangi hugmyndir skipulagshönnuða eftir. Svæðið er sagt svipa mjög til Skeifunnar í Reykjavík í einni tillögu. 9. febrúar 2017 12:30