Ungu stelpurnar okkar með stáltaugar og kynnast ABBA á vítapunktinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2018 16:00 Ungu vítaskytturnar Ingibjörg Sigurðardóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir og Agla María Albertsdóttir en fyrir neðan þær er hljómsveitin ABBA. Vísir/Samsett/Getty Íslenska kvennlandsliðið í fótbolta tryggði sér í gær sigur á silfurliði Dana í vítakeppni í gær en þetta var söguleg vítakeppni fyrir íslenskt A-landslið. Með því að vinna vítakeppnina 5-4 þá tryggðu stelpurnar okkar sér 9. sætið í keppninni en þær voru taplausar á móti gull- (Holland) og silfurliði (Danmörk) síðasta EM á Algarve mótinu í ár. Það lítur út fyrir að nýja vítaspyrnufyrirkomulagið henti okkur Íslendingum vel. Það gat í það minnsta ekki byrjað betur en í gær. Íslenska liðið nýtti þá allar fimm vítaspyrnur sínar. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið tók þátt í vítakeppni með ABBA fyrirkomulaginu. ABBA þýðir að liðin skiptast á því að taka fyrra vítið í hverri umferð. Liðið sem tekur fyrst vítaspyrnuna í fyrstu umferð (víti númer eitt) tekur ekki næsta víti sitt fyrr en að hitt liðið er búið að taka tvö víti. Liðin skiptast því á að vera með pressuna á sér. FIFA ákvað að taka þetta kerfi upp til að auka jafnræðið á milli liðsins sem byrjar vítakeppnina og hins liðsins sem var oft með miklu meiri pressu á sér í sínum vítum. Ingibjörg Sigurðardóttir og Rakel Hönnudóttir tóku tvær vítaspyrnur í röð og það gerðu einnig þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Agla María Albertsdóttir. Sonný Lára Þráinsdóttir varði hinsvegar þriðju spyrnu Dana og sú markvarsla tryggði liðinu sigurinn. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir innsiglaði hann með því að skora úr lokaspyrnunni. Ungu stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu eru greinilega með sterkar taugar því þrjár af þeim yngri skoruðu úr sínum vítaspyrnum í vítakeppninni á móti Danmörku í gær. Reynsluboltarnir Rakel Hönnudóttir (fædd 1988) og Anna Björk Kristjánsdóttir (fædd 1989) skoruðu báðar úr sínum vítaspyrnum en það gerðu einnig þær Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (fædd 1996), Ingibjörg Sigurðardóttir (fædd 1997) og Agla María Albertsdóttir (fædd 1999). Það hefði verið við hæfi að spila ABBA í rútu íslensku stelpnanna á leiðinni upp á hótel en það hefur ekki fengið staðfest hvort að stelpurnar hafi spilað „The Winner Takes It All", „Name of the Game", „Knowing Me Knowing You", „Take a Chance on Me" eða „Dancing Queen" eftir sigurinn á Dönum í gær. Þær fengu kannski nóg af ABBA á vítapunktinum. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira
Íslenska kvennlandsliðið í fótbolta tryggði sér í gær sigur á silfurliði Dana í vítakeppni í gær en þetta var söguleg vítakeppni fyrir íslenskt A-landslið. Með því að vinna vítakeppnina 5-4 þá tryggðu stelpurnar okkar sér 9. sætið í keppninni en þær voru taplausar á móti gull- (Holland) og silfurliði (Danmörk) síðasta EM á Algarve mótinu í ár. Það lítur út fyrir að nýja vítaspyrnufyrirkomulagið henti okkur Íslendingum vel. Það gat í það minnsta ekki byrjað betur en í gær. Íslenska liðið nýtti þá allar fimm vítaspyrnur sínar. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið tók þátt í vítakeppni með ABBA fyrirkomulaginu. ABBA þýðir að liðin skiptast á því að taka fyrra vítið í hverri umferð. Liðið sem tekur fyrst vítaspyrnuna í fyrstu umferð (víti númer eitt) tekur ekki næsta víti sitt fyrr en að hitt liðið er búið að taka tvö víti. Liðin skiptast því á að vera með pressuna á sér. FIFA ákvað að taka þetta kerfi upp til að auka jafnræðið á milli liðsins sem byrjar vítakeppnina og hins liðsins sem var oft með miklu meiri pressu á sér í sínum vítum. Ingibjörg Sigurðardóttir og Rakel Hönnudóttir tóku tvær vítaspyrnur í röð og það gerðu einnig þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Agla María Albertsdóttir. Sonný Lára Þráinsdóttir varði hinsvegar þriðju spyrnu Dana og sú markvarsla tryggði liðinu sigurinn. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir innsiglaði hann með því að skora úr lokaspyrnunni. Ungu stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu eru greinilega með sterkar taugar því þrjár af þeim yngri skoruðu úr sínum vítaspyrnum í vítakeppninni á móti Danmörku í gær. Reynsluboltarnir Rakel Hönnudóttir (fædd 1988) og Anna Björk Kristjánsdóttir (fædd 1989) skoruðu báðar úr sínum vítaspyrnum en það gerðu einnig þær Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (fædd 1996), Ingibjörg Sigurðardóttir (fædd 1997) og Agla María Albertsdóttir (fædd 1999). Það hefði verið við hæfi að spila ABBA í rútu íslensku stelpnanna á leiðinni upp á hótel en það hefur ekki fengið staðfest hvort að stelpurnar hafi spilað „The Winner Takes It All", „Name of the Game", „Knowing Me Knowing You", „Take a Chance on Me" eða „Dancing Queen" eftir sigurinn á Dönum í gær. Þær fengu kannski nóg af ABBA á vítapunktinum.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira