Fær aðeins átta daga til að undirbúa sig fyrir stærsta boxbardaga Íslandssögunnar Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. mars 2018 08:30 Valgerður einbeitt á kunnuglegum slóðum en hún fær stærsta bardaga ferilsins á laugardaginn. vísir/Anton Valgerður Guðjónsdóttir, atvinnukona í hnefaleikum, mætir Katarinu Thanderz á laugardaginn kemur í Ósló en þetta verður einn stærsti bardagi í sögu hnefaleikaíþróttarinnar á Íslandi. Valgerði bauðst að taka þátt í bardaganum með átta daga fyrirvara eftir að Toussy L’Hadji þurfti að hætta við að berjast gegn Thanderz og kvaðst hún hafa ákveðið að stökkva á tækifærið. Valgerður, sem er 32 ára gömul, er tvöfaldur Íslandsmeistari í áhugamannahnefaleikum. Var hún valin hnefaleikakona ársins á Íslandi 2016 og vann fyrsta atvinnumannabardaga sinn í nóvember það ár. Hefur hún unnið alla þrjá bardaga ferilsins til þessa.Stærsti bardaginn Bardagi hennar á laugardaginn er um titilinn „International Title“ í léttvigt en þegar var búið að ákveða að Thanderz myndi berjast um hann við fyrrverandi andstæðing sinn. Fyrir vikið er Valgerður að berjast um meistarabelti aðeins 15 mánuðum eftir fyrsta atvinnumannabardaga sinn. „Ég er farin að finna fyrir mikilli spennu, þetta er farið að renna upp fyrir manni. Ég tók góða æfingu í dag og þar gekk allt frábærlega þannig að ég einfaldlega get ekki beðið eftir því að fara út,“ sagði Valgerður sem ferðast til Noregs á fimmtudag. „Þetta er klárlega stærsti bardaginn sem ég hef tekið þátt í og undirbúningurinn hefur gengið vel þó að hann hafi verið skammur. Mér líður eins og ég hefði ekki fengið þetta risastóra tækifæri nema ég væri tilbúin og mér líður þannig,“ segir Valgerður en hlutirnir gerast hratt. „Ég er örlítið á undan áætlun, ég bjóst ekki við að komast svona langt jafn fljótt og mér finnst ég vera ári á undan áætlun. Ég bjóst við að þurfa að taka tíu bardaga áður en mér byðist titilbardagi.“Pressan er á henni Valgerði fannst þetta vera tækifæri sem hún gat ekki sleppt, pressan væri á andstæðingi hennar. „Ég hef reynt að halda undirbúningnum eins og venjulega, þetta er bara bardagi og ég ætla að gera eins vel og ég get. Halda mig við mína áætlun, ég ætla ekki að breyta út af henni,“ sagði Valgerður og bætti við: „Það kom í raun aldrei annað til greina þó að fyrirvarinn væri stuttur. Þetta er það stórt tækifæri að ég sagði bara strax já þegar umboðsmaðurinn minn hringdi. Ég fer inn í þetta án þess að finna fyrir pressu.“ Hún vonaðist til þess að stuttur fyrirvari myndi trufla undirbúning Katarinu. „Þetta hlýtur að vera pínu stuðandi fyrir hana, sjá einhvern hoppa inn með svona stuttum fyrirvara og jafn reynslulítinn og ég er á blaði. Pressan er á henni því hún er þessi verðandi stórstjarna. Ég hef skoðað bardaga með henni og ég sá atriði sem ég get vonandi nýtt mér.“Loksins fylgist maðurinn með Þetta verður stærsti bardagi sem íslenskur hnefaleikakappi hefur tekið þátt í. Valgerður fann ekki fyrir aukinni pressu þegar kom að því. „Ég hef tvisvar barist á stórum bardagakvöldum og það hefur undirbúið mig vel. Ég veit hvernig aðstæðurnar eru og það ætti vonandi að hjálpa mér,“ sagði Valgerður sem fær stuðning ytra en maðurinn hennar og helsti æfingafélagi, Halldór Már Jónsson, verður á staðnum í fyrsta sinn. „Ég veit af nokkrum sem eru að koma, þar á meðal maðurinn minn sem hefur aldrei komið með áður. Svo fer ég með ágætis teymi með mér, fólk þurfti að breyta dagskránni með skömmum fyrirvara þegar ég ákvað að taka þennan bardaga,“ sagði Valgerður létt að lokum. Box Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira
Valgerður Guðjónsdóttir, atvinnukona í hnefaleikum, mætir Katarinu Thanderz á laugardaginn kemur í Ósló en þetta verður einn stærsti bardagi í sögu hnefaleikaíþróttarinnar á Íslandi. Valgerði bauðst að taka þátt í bardaganum með átta daga fyrirvara eftir að Toussy L’Hadji þurfti að hætta við að berjast gegn Thanderz og kvaðst hún hafa ákveðið að stökkva á tækifærið. Valgerður, sem er 32 ára gömul, er tvöfaldur Íslandsmeistari í áhugamannahnefaleikum. Var hún valin hnefaleikakona ársins á Íslandi 2016 og vann fyrsta atvinnumannabardaga sinn í nóvember það ár. Hefur hún unnið alla þrjá bardaga ferilsins til þessa.Stærsti bardaginn Bardagi hennar á laugardaginn er um titilinn „International Title“ í léttvigt en þegar var búið að ákveða að Thanderz myndi berjast um hann við fyrrverandi andstæðing sinn. Fyrir vikið er Valgerður að berjast um meistarabelti aðeins 15 mánuðum eftir fyrsta atvinnumannabardaga sinn. „Ég er farin að finna fyrir mikilli spennu, þetta er farið að renna upp fyrir manni. Ég tók góða æfingu í dag og þar gekk allt frábærlega þannig að ég einfaldlega get ekki beðið eftir því að fara út,“ sagði Valgerður sem ferðast til Noregs á fimmtudag. „Þetta er klárlega stærsti bardaginn sem ég hef tekið þátt í og undirbúningurinn hefur gengið vel þó að hann hafi verið skammur. Mér líður eins og ég hefði ekki fengið þetta risastóra tækifæri nema ég væri tilbúin og mér líður þannig,“ segir Valgerður en hlutirnir gerast hratt. „Ég er örlítið á undan áætlun, ég bjóst ekki við að komast svona langt jafn fljótt og mér finnst ég vera ári á undan áætlun. Ég bjóst við að þurfa að taka tíu bardaga áður en mér byðist titilbardagi.“Pressan er á henni Valgerði fannst þetta vera tækifæri sem hún gat ekki sleppt, pressan væri á andstæðingi hennar. „Ég hef reynt að halda undirbúningnum eins og venjulega, þetta er bara bardagi og ég ætla að gera eins vel og ég get. Halda mig við mína áætlun, ég ætla ekki að breyta út af henni,“ sagði Valgerður og bætti við: „Það kom í raun aldrei annað til greina þó að fyrirvarinn væri stuttur. Þetta er það stórt tækifæri að ég sagði bara strax já þegar umboðsmaðurinn minn hringdi. Ég fer inn í þetta án þess að finna fyrir pressu.“ Hún vonaðist til þess að stuttur fyrirvari myndi trufla undirbúning Katarinu. „Þetta hlýtur að vera pínu stuðandi fyrir hana, sjá einhvern hoppa inn með svona stuttum fyrirvara og jafn reynslulítinn og ég er á blaði. Pressan er á henni því hún er þessi verðandi stórstjarna. Ég hef skoðað bardaga með henni og ég sá atriði sem ég get vonandi nýtt mér.“Loksins fylgist maðurinn með Þetta verður stærsti bardagi sem íslenskur hnefaleikakappi hefur tekið þátt í. Valgerður fann ekki fyrir aukinni pressu þegar kom að því. „Ég hef tvisvar barist á stórum bardagakvöldum og það hefur undirbúið mig vel. Ég veit hvernig aðstæðurnar eru og það ætti vonandi að hjálpa mér,“ sagði Valgerður sem fær stuðning ytra en maðurinn hennar og helsti æfingafélagi, Halldór Már Jónsson, verður á staðnum í fyrsta sinn. „Ég veit af nokkrum sem eru að koma, þar á meðal maðurinn minn sem hefur aldrei komið með áður. Svo fer ég með ágætis teymi með mér, fólk þurfti að breyta dagskránni með skömmum fyrirvara þegar ég ákvað að taka þennan bardaga,“ sagði Valgerður létt að lokum.
Box Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira