Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2018 14:30 Freðmýrar eins og þessi í norðanverðu Alaska munu líklega losa verulegt magn kolefnis út í andrúmsloftið þegar á þessari öld. NASA/JPL-Caltech/Charles Miller Ef fram fer sem horfir verður þiðnandi sífreri nyrst á norðurskautinu stöðug uppspretta gróðurhúsalofttegunda á þessari öld. Aukin gróðurþekja af völdum hlýnunar ætti hins vegar að vega á móti losun frá freðmýrum sunnar á norðurskautinu langt fram á næstu öld. Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA notuðu gögn um hitastig í jarðvegi í Alaska og Síberíu og tölfræðilíkön til að reikna út breytingar í losun kolefnis út í andrúmsloftið með þiðnun sífrerans þar. Greint er frá rannsókninni á vefsíðu Jet Propulsion Lab NASA. Niðurstöður þeirra komu nokkuð á óvart. Í ljós kom að meira kolefni kæmi til með að losna úr læðingi frá nyrsta og kaldari hluta norðurskautsins en þeim syðri þar sem sífrerinn er þegar farinn að láta undan hlýnandi loftslagi. Fram að þessu hefur verið talið að sífrerinn væri betur varinn í kuldanum nyrst á norðurskautinu.Jákvæð svörun sem magnar upp hlýnun Mikið magn kolefnis er bundið í sífreranum á norðurskautinu. Sífreri er jarðvegur sem hefur verið frosinn í áraraðir eða jafnvel fleiri aldir. Í honum eru frosnar plöntuleifar sem hafa ekki rotnað. Þegar sífrerinn þiðnar byrjar lífræna efnið að rotna og kolefnið í því losnar út í lofthjúpinn. Vísindamenn hafa lengi varað við svonefndri jákvæðri svörun við þeirri hnattrænu hlýnun sem menn valda nú með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Jákvæð svörun er þegar náttúruleg viðbrögð við hlýnuninni magna hana upp. Hop hafíssins og þiðnun freðmýra á norðurskautinu er á meðal þessara svarana við hlýnuninni sem auka enn á hana. Þegar hafísinn bráðnar vegna hlýnunar af völdum manna drekkur hafið í sig sólargeisla sem ísinn varpaði áður út í geiminn sem eykur enn hlýnunina. Sömu sögu er að segja af síferanum. Þegar hann þiðnar með hlýnandi loftslagi byrjar hann að sleppa kolefni sínu. Kolefnið stuðlar síðan að enn meiri hlýnun.Hlýnun af völdum hopandi hafíss er dæmi um jákvæða svörun sem magnar upp hnattræna hlýnun af völdum manna.NASA's Scientific Visualization Studio/Helen-Nicole KostisAukinn gróska seinkar áhrifunum Sífrerinn er þegar byrjaður að þiðna á sunnanverðu norðurskautinu. Niðurstaða vísindamannanna nú er hins vegar sú að hann verði ekki uppspretta nettó kolefnislosunar fyrr en undir lok 22. aldarinnar. Ástæðan er sú að búist er við því að hlýnunin valdi því að plöntur vaxi mun hraðar þar en áður hefur verið talið. Gróðurinn sem vex upp muni binda og jafna út kolefnislosunina næstu tvær aldirnar. Mun meira kolefni er hins vegar að finna á norðanverðu norðurskautinu. Í líkönum vísindamannana var losunin þaðan fimmfalt meiri en frá suðurhluta þess næstu aldirnar. Útreikningarnir benda til þess að aðalumsnúningurinn í losun frá sífreranum þar verði á næstu 40-60 árunum. Árið 2300 geti þessi losun verið orðin tífalt meiri en heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum árið 2016. Þannig gæti jákvæð svörun við hlýnun af völdum manna nú haldið áfram að valda loftslagsbreytingum á jörðinni í margar aldir jafnvel þó að mönnum takist á endanum að koma böndum á sína eigin losun gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ef fram fer sem horfir verður þiðnandi sífreri nyrst á norðurskautinu stöðug uppspretta gróðurhúsalofttegunda á þessari öld. Aukin gróðurþekja af völdum hlýnunar ætti hins vegar að vega á móti losun frá freðmýrum sunnar á norðurskautinu langt fram á næstu öld. Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA notuðu gögn um hitastig í jarðvegi í Alaska og Síberíu og tölfræðilíkön til að reikna út breytingar í losun kolefnis út í andrúmsloftið með þiðnun sífrerans þar. Greint er frá rannsókninni á vefsíðu Jet Propulsion Lab NASA. Niðurstöður þeirra komu nokkuð á óvart. Í ljós kom að meira kolefni kæmi til með að losna úr læðingi frá nyrsta og kaldari hluta norðurskautsins en þeim syðri þar sem sífrerinn er þegar farinn að láta undan hlýnandi loftslagi. Fram að þessu hefur verið talið að sífrerinn væri betur varinn í kuldanum nyrst á norðurskautinu.Jákvæð svörun sem magnar upp hlýnun Mikið magn kolefnis er bundið í sífreranum á norðurskautinu. Sífreri er jarðvegur sem hefur verið frosinn í áraraðir eða jafnvel fleiri aldir. Í honum eru frosnar plöntuleifar sem hafa ekki rotnað. Þegar sífrerinn þiðnar byrjar lífræna efnið að rotna og kolefnið í því losnar út í lofthjúpinn. Vísindamenn hafa lengi varað við svonefndri jákvæðri svörun við þeirri hnattrænu hlýnun sem menn valda nú með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Jákvæð svörun er þegar náttúruleg viðbrögð við hlýnuninni magna hana upp. Hop hafíssins og þiðnun freðmýra á norðurskautinu er á meðal þessara svarana við hlýnuninni sem auka enn á hana. Þegar hafísinn bráðnar vegna hlýnunar af völdum manna drekkur hafið í sig sólargeisla sem ísinn varpaði áður út í geiminn sem eykur enn hlýnunina. Sömu sögu er að segja af síferanum. Þegar hann þiðnar með hlýnandi loftslagi byrjar hann að sleppa kolefni sínu. Kolefnið stuðlar síðan að enn meiri hlýnun.Hlýnun af völdum hopandi hafíss er dæmi um jákvæða svörun sem magnar upp hnattræna hlýnun af völdum manna.NASA's Scientific Visualization Studio/Helen-Nicole KostisAukinn gróska seinkar áhrifunum Sífrerinn er þegar byrjaður að þiðna á sunnanverðu norðurskautinu. Niðurstaða vísindamannanna nú er hins vegar sú að hann verði ekki uppspretta nettó kolefnislosunar fyrr en undir lok 22. aldarinnar. Ástæðan er sú að búist er við því að hlýnunin valdi því að plöntur vaxi mun hraðar þar en áður hefur verið talið. Gróðurinn sem vex upp muni binda og jafna út kolefnislosunina næstu tvær aldirnar. Mun meira kolefni er hins vegar að finna á norðanverðu norðurskautinu. Í líkönum vísindamannana var losunin þaðan fimmfalt meiri en frá suðurhluta þess næstu aldirnar. Útreikningarnir benda til þess að aðalumsnúningurinn í losun frá sífreranum þar verði á næstu 40-60 árunum. Árið 2300 geti þessi losun verið orðin tífalt meiri en heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum árið 2016. Þannig gæti jákvæð svörun við hlýnun af völdum manna nú haldið áfram að valda loftslagsbreytingum á jörðinni í margar aldir jafnvel þó að mönnum takist á endanum að koma böndum á sína eigin losun gróðurhúsalofttegunda.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51