Þingmenn Repúblikana leggjast gegn verndartollum forsetans Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 18:10 Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í neðri deild Bandaríkjaþings. Vísir/AFP Þingmenn Repúblikana í neðri deild Bandaríkjaþings vinna nú að því að koma í veg fyrir að háir tollar verði settir á innflutt stál og ál. Telja þeir að gjöldin stríði gegn efnahagsstefnu flokksins og að þeir gætu valdið flokknum vandræðum í komandi þingkosningum. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af afleiðingum viðskiptastríðs og við hvetjum Hvíta húsið til að halda ekki áfram með þessi áform,“ sagði AshLee Strong, talsmaður Paul Ryan, leiðtoga Repúblikana í neðri deild þingsins.„Nýja skattastefnan hefur eflt efnahaginn og við viljum sannarlega ekki stefna því í hættu.“Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um nýju tollana á fimmtudag. Ef tillaga hans verður samþykkt verður 25 prósenta tollur settur á innfluttar stálvörur og tíu prósent á álvörur en Trump hefur lengi haldið því fram að innlendir stál- og álframleiðendur hafi verið fórnarlömb ósanngjarnra viðskiptahátta. Bandaríkin flytja inn fjórum sinnum meira stál en framleitt er innanlands. Talið er að nefnd þingsins um tekjuöflunarleiðir ríkisins sé einnig mótfallin tollunum og þá hafa hátt settir öldungadeildarþingmenn Repúblikana einnig látið óánægju sína í ljós.Tollarnir ekki góðir fyrir komandi kosningabaráttu Ekki er ljóst hvort að mótmæli innan flokksins hafi áhrif á áform forsetans en þetta er í fyrsta sinn sem ákvörðun Trump stríðir beint gegn grunnstefinu flokksins. Telja margir Repúblikanar til að mynda að tollarnir grafi undan skattalækkunum sem flokkurinn fékk samþykktar í desember. Í nóvember á þessu ári ganga Bandaríkjamenn til kosninga á miðju kjörtímabili þar sem kosið verður um hluta þingsæta í bæði efri og neðri deild þingsins. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins og vilja Demókratar freista þess að breyta þeirri stöðu. Enn er ekki búið að ganga frá tollatillögunni en búist er við því að það verði gert á næstu vikum. Donald Trump Tengdar fréttir Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 Segir tollastríð sjaldan enda vel Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. 4. mars 2018 22:00 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira
Þingmenn Repúblikana í neðri deild Bandaríkjaþings vinna nú að því að koma í veg fyrir að háir tollar verði settir á innflutt stál og ál. Telja þeir að gjöldin stríði gegn efnahagsstefnu flokksins og að þeir gætu valdið flokknum vandræðum í komandi þingkosningum. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af afleiðingum viðskiptastríðs og við hvetjum Hvíta húsið til að halda ekki áfram með þessi áform,“ sagði AshLee Strong, talsmaður Paul Ryan, leiðtoga Repúblikana í neðri deild þingsins.„Nýja skattastefnan hefur eflt efnahaginn og við viljum sannarlega ekki stefna því í hættu.“Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um nýju tollana á fimmtudag. Ef tillaga hans verður samþykkt verður 25 prósenta tollur settur á innfluttar stálvörur og tíu prósent á álvörur en Trump hefur lengi haldið því fram að innlendir stál- og álframleiðendur hafi verið fórnarlömb ósanngjarnra viðskiptahátta. Bandaríkin flytja inn fjórum sinnum meira stál en framleitt er innanlands. Talið er að nefnd þingsins um tekjuöflunarleiðir ríkisins sé einnig mótfallin tollunum og þá hafa hátt settir öldungadeildarþingmenn Repúblikana einnig látið óánægju sína í ljós.Tollarnir ekki góðir fyrir komandi kosningabaráttu Ekki er ljóst hvort að mótmæli innan flokksins hafi áhrif á áform forsetans en þetta er í fyrsta sinn sem ákvörðun Trump stríðir beint gegn grunnstefinu flokksins. Telja margir Repúblikanar til að mynda að tollarnir grafi undan skattalækkunum sem flokkurinn fékk samþykktar í desember. Í nóvember á þessu ári ganga Bandaríkjamenn til kosninga á miðju kjörtímabili þar sem kosið verður um hluta þingsæta í bæði efri og neðri deild þingsins. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins og vilja Demókratar freista þess að breyta þeirri stöðu. Enn er ekki búið að ganga frá tollatillögunni en búist er við því að það verði gert á næstu vikum.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 Segir tollastríð sjaldan enda vel Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. 4. mars 2018 22:00 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira
Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00
Segir tollastríð sjaldan enda vel Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. 4. mars 2018 22:00
ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58
Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20