Opið bréf til Jóhönnu Sigurðar og Loga Birgir Örn Guðjónsson skrifar 4. mars 2018 20:38 Kæra Jóhanna Sigurðardóttir og Logi Einarsson. Til hamingju með nýafstaðinn landsfund. Ég trúi því og treysti að þar hafi farið fram frábær vinna og magnaðar umræður. Ég verð samt að viðurkenna að ég var pínu hissa þegar ég heyrði af ræðum ykkar á fundinum. Þar talaðir þú Jóhanna um að þið ættuð að beina spjótum ykkar í auknu mæli að öðrum flokkum, það er Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Logi tók undir það og vildi að flokkurinn notaði orkuna í „þennan raunverulega óvin í stjórnmálum“. Eftir að hafa heyrt þessi orð fannst mér ég verða að koma með eftirfarandi skilaboð til ykkar og flokkssystkina ykkar í Samfylkingunni; Þið eruð ekki andstæðingar okkar. Þið eruð samherjar okkar í því mikilvæga verkefni að stjórna samfélaginu á allskonar sviðum. Við erum að sjálfsögðu ekki sammála í öllu, enda væri það í hæsta máta óeðlilegt. Það er einmitt fjölbreytileiki okkar og misjafnar skoðanir sem gera okkur að betra samfélagi. Stundum höfum við einhverja lausn, stundum þið og stundum getum við í sameiningu fundið þá lausn sem er lang best. Í stað þess að beina spjótum okkar og orku gegn hvert öðru ættum við að nota orkuna í okkur sjálf og samfélagið sem við viljum þjóna. Þá beinast spjótin okkar í sameiningu gegn hinum raunverulega óvini sem er ekki aðrir stjórnmálaflokkar heldur fátækt, óréttlæti, misrétti, sundrung og óhamingja. Pólitík á Íslandi á sér vissulega misjafna sögu og saga sumra flokka er misjafnari en annarra. Það er samt fáránlegt að láta alla þá góðu einstaklinga sem finnast í öllum flokkum í dag, líða fyrir gamaldags og rotna pólitík sumra forvera þeirra. Það er löngu kominn tími á breytta nálgun. Þjóðin á það skilið. Þó við spilum í misjöfnum stöðum inni á vellinum þá erum við öll í sama liði. Gangi ykkur því sem allra best kæru vinir. Baráttukveðjur. Birgir Örn Guðjónsson, framsóknarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stj.mál Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Kæra Jóhanna Sigurðardóttir og Logi Einarsson. Til hamingju með nýafstaðinn landsfund. Ég trúi því og treysti að þar hafi farið fram frábær vinna og magnaðar umræður. Ég verð samt að viðurkenna að ég var pínu hissa þegar ég heyrði af ræðum ykkar á fundinum. Þar talaðir þú Jóhanna um að þið ættuð að beina spjótum ykkar í auknu mæli að öðrum flokkum, það er Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Logi tók undir það og vildi að flokkurinn notaði orkuna í „þennan raunverulega óvin í stjórnmálum“. Eftir að hafa heyrt þessi orð fannst mér ég verða að koma með eftirfarandi skilaboð til ykkar og flokkssystkina ykkar í Samfylkingunni; Þið eruð ekki andstæðingar okkar. Þið eruð samherjar okkar í því mikilvæga verkefni að stjórna samfélaginu á allskonar sviðum. Við erum að sjálfsögðu ekki sammála í öllu, enda væri það í hæsta máta óeðlilegt. Það er einmitt fjölbreytileiki okkar og misjafnar skoðanir sem gera okkur að betra samfélagi. Stundum höfum við einhverja lausn, stundum þið og stundum getum við í sameiningu fundið þá lausn sem er lang best. Í stað þess að beina spjótum okkar og orku gegn hvert öðru ættum við að nota orkuna í okkur sjálf og samfélagið sem við viljum þjóna. Þá beinast spjótin okkar í sameiningu gegn hinum raunverulega óvini sem er ekki aðrir stjórnmálaflokkar heldur fátækt, óréttlæti, misrétti, sundrung og óhamingja. Pólitík á Íslandi á sér vissulega misjafna sögu og saga sumra flokka er misjafnari en annarra. Það er samt fáránlegt að láta alla þá góðu einstaklinga sem finnast í öllum flokkum í dag, líða fyrir gamaldags og rotna pólitík sumra forvera þeirra. Það er löngu kominn tími á breytta nálgun. Þjóðin á það skilið. Þó við spilum í misjöfnum stöðum inni á vellinum þá erum við öll í sama liði. Gangi ykkur því sem allra best kæru vinir. Baráttukveðjur. Birgir Örn Guðjónsson, framsóknarmaður
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun