Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2018 08:34 Athafnakonan Maria Contreras-Sweet fer fyrir fjárfestahópnum. Vísir/Getty Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þær ætla sér meðal annars að greiða þolendum Weinstein skaðabætur út úr félaginu. Greint var frá því fyrr í vikunni að framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company væri á barmi gjaldþrots. Það kom svo í ljós í gær að fjárfestar hefðu stigið fram og lýst yfir áhuga á að kaupa allar eignir félagsins, þar með talinn réttinn að 277 kvikmyndum sem fyrirtækið hefur framleitt í gegnum árin. Athafnakonan Maria Contreras-Sweet fer fyrir fjárfestahópnum sem er sagður reiðubúinn að greiða um 50 milljarða íslenskra króna fyrir eignasafn Weinstein-félagsins. Inn í þeirri upphæð eru 9 milljarðar sem verja á í skaðabætur til þolenda Harveys Weinstein. Tugir kvenna hafa stigið fram og ásakað kvikmyndaframleiðandann um kynferðislega áreitni og misnotkun. Sjá einnig: Fyrirtæki Weinstein gjaldþrotaContreras-Sweet segir að nýja fyrirtækinu sem reist verður á rústum Weinstein-félagsins verði stýrt af nýrri framkvæmdastjórn sem að mestu verður skipuð konum. Konur munu hafa meirihluta atkvæða í fyrirtækinu og þannig hafa úrslitaáhrif á allar stærri ákvarðanir fyrirtækisins. Ætlunin er sögð vera að byggja upp öflugt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki og bjarga 150 störfum. Fráfarandi stjórn The Weinstein Company segist sátt með málalyktir og að hin erfiða staða sem komin var upp virðist ætla að leysast farsællega. Contreras-Sweet, sem fór með málefni lítilla fyrirtækja í stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar hún heyrði af brotum Weinstein. Því hafi verið ákveðið að láta hluta kaupverðsins renna til þolenda kvikmyndaframleiðandans. Bandaríkin Mál Harvey Weinstein MeToo Tengdar fréttir Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þær ætla sér meðal annars að greiða þolendum Weinstein skaðabætur út úr félaginu. Greint var frá því fyrr í vikunni að framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company væri á barmi gjaldþrots. Það kom svo í ljós í gær að fjárfestar hefðu stigið fram og lýst yfir áhuga á að kaupa allar eignir félagsins, þar með talinn réttinn að 277 kvikmyndum sem fyrirtækið hefur framleitt í gegnum árin. Athafnakonan Maria Contreras-Sweet fer fyrir fjárfestahópnum sem er sagður reiðubúinn að greiða um 50 milljarða íslenskra króna fyrir eignasafn Weinstein-félagsins. Inn í þeirri upphæð eru 9 milljarðar sem verja á í skaðabætur til þolenda Harveys Weinstein. Tugir kvenna hafa stigið fram og ásakað kvikmyndaframleiðandann um kynferðislega áreitni og misnotkun. Sjá einnig: Fyrirtæki Weinstein gjaldþrotaContreras-Sweet segir að nýja fyrirtækinu sem reist verður á rústum Weinstein-félagsins verði stýrt af nýrri framkvæmdastjórn sem að mestu verður skipuð konum. Konur munu hafa meirihluta atkvæða í fyrirtækinu og þannig hafa úrslitaáhrif á allar stærri ákvarðanir fyrirtækisins. Ætlunin er sögð vera að byggja upp öflugt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki og bjarga 150 störfum. Fráfarandi stjórn The Weinstein Company segist sátt með málalyktir og að hin erfiða staða sem komin var upp virðist ætla að leysast farsællega. Contreras-Sweet, sem fór með málefni lítilla fyrirtækja í stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar hún heyrði af brotum Weinstein. Því hafi verið ákveðið að láta hluta kaupverðsins renna til þolenda kvikmyndaframleiðandans.
Bandaríkin Mál Harvey Weinstein MeToo Tengdar fréttir Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36