Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. BBC greinir frá.
Puidgemont hefur verið í útlegð frá Spáni í Belgíu eftir að spænsk stjórnvöld gripu til aðgerða þegar að meirihluti Katalóna samþykkti í atkvæðagreiðslu að lýsa yfir sjálfstæði héraðsins frá Spáni.
Hefur hann lýst yfir stuðningi við Jordi Sanchez og segir að hann ætti að verða útnefndur forseti sjálfstjórnarhéraðsins. Sanchez hefur verið í haldi spænskra yfirvalda síðustu mánuði.
Segir Puidgemont að með þessu sé hann að reyna að koma til móts við spænsk yfirvöld í von um að lausn finnist í deilu aðskilnaðarsinna og spænskra yfirvalda.
Puidgemont hættir við

Tengdar fréttir

Puigdemont vill stýra Katalóníu frá Brussel
Fyrrverandi forseti Katalóníuhéraðs Spánar vill setjast aftur á forsetastól. Segist vel geta stýrt frá Brussel en hann er á flótta eftir að hafa verið ákærður fyrir uppreisn.

Forsætisráðherra Spánar hótar Katalónum
Spænska landsstjórnin tók yfir stjórn Katalóníu eftir sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsstjórnarinnar í haust. Hún gæti haldið í yfirráðin ef fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar verður endurkjörinn.

Óvissan ríkir áfram í Katalóníu
Atkvæðagreiðslu um að gera Carles Puigdemont aftur að forseta héraðsstjórnar Katalóníu hefur verið frestað um óákveðinn tíma.