Samflokksmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum vara hann við því að hrófla við Robert Mueller, sérstökum rannsakanda sem skoðar nú hvort liðsmenn Trumps í kosningabaráttunni hafi átt í óeðlilegum samskiptum við Rússa í aðdraganda kosninganna.
Trump fór mikinn á Twitter um helgina og gagnrýndi rannsóknina harðlega. Hann sagði lið Mueller eingöngu skipað hörðum demókrötum og talaði um nornaveiðar um leið og hann þvertók fyrir möguleikann á því að um eitthvað samstarf við Rússa hafi verið að ræða. Öldungardeildarþingmenn á borð við John McCain og Lindsey Graham hafa komið Mueller, sem er repúblikani, til varnar, og segja að hann eigi að fá að klára verkefnið.
Vara Trump við því að hrófla við Mueller

Tengdar fréttir

Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður
Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum.

Gera ráð fyrir að viðtalið við Stormy Daniels verði sýnt á sunnudag
Viðtal fréttamannsins Andersons Cooper við klámstjörnuna Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, verður sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS sunnudaginn 25. mars næstkomandi, að því er fram kemur í frétt Variety.

Enn rífst Trump og skammast á Twitter
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016