„Hver dagur, hver klukkustund er dýrmæt“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 17. mars 2018 19:45 Eva Hauksdóttir og Haukur Hilmarsson. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látist í loftárás í Sýrlandi í febrúar, segir ekki hægt að staðfesta lát sonar síns og að samkvæmt lögum eigi íslenska ríkið að leita hans. Hún segir hvern dag skipta máli í leitinni og að hvort sem hann sé lífs eða liðinn fáist ekki sálarró ef örlög hans verða ekki staðfest. Hún er nú stödd erlendis þar sem hún og aðrir vinna að því að leita að upplýsingum um Hauk. „Bæði fjölskylda og vinir Hauks hafa verið að afla upplýsinga. Það er erfitt vegna þess að það er mjög slæmt net- og símasamband við Sýrland. Svo bætast tungumálaörðugleikar við.“ „Við erum búin að tala við ofboðslegan fjölda af fólki. Flest hefur ekki skilað neinu en það litla sem við höfum grafið upp höfum við grafið upp sjálf. Ekki yfirvöld. Því miður erum við að fá betri og betri staðfestingu á því að er ekki vitað með fullri vissu hvort Haukur er lífs eða liðinn. Það er talið en það er ekki vitað með vissu.“ Haukur Hilmarsson Eva segir að fyrst hafi fjölskyldan fengið þær upplýsingar að Haukur væri látinn og tilkynning hefði verið gefin út um það. „Maður náttúrulega trúir því, til að byrja með. Svo fer að koma í ljós að það er margt einkennilegt við þetta. Þeir halda því fram Kúrdarnir að tyrkneskir miðlar hafi fyrst greint frá þessu. Ég hef ekki fundið þá heimild og það getur verið að það sé vitleysa. En, ef svo er, ef að tyrkneskir miðlar hafa fyrst greint frá þessu er mjög einkennilegt að þeir hafi verið með allar upplýsingar um hann.“ Margt óljóst Erindrekar sýrlenskra Kúrda hafa hitt Evu og þeir hafa ekki getað gefið henni upplýsingar um hvaða hluta dags þetta hafi gerst og ekki nákvæmlega hvar. Sjá einnig: Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn „Svo finnst manni einkennilegt að það hafi verið leitað svona vel að honum ef það voru virkilega vitni af því þegar hann féll. Þegar við förum að ganga betur á þá sem að bera okkur þessar fréttir þá kemur í ljós að þær eru byggðar á sögusögnum og fréttum eins og við höfum sjálf verið að reyna að púsla saman.“ „Þeir vita ekkert meira en við.“ Eva segir að það sem vitað er fyrir víst sé að gerð hafi verið loftárás á svæði sem Haukur var að verja þann 24. febrúar. Síðan hefur ekkert til hans spurst. „Svo erum við að fá allskonar sögur af því að Tyrkir taki nú oft stríðsfanga og Kúrdar og Tyrkir taki lík andstæðinga sinna til að skipa á líkum seinna. Nú finn ég ekki neinar áreiðanlegar heimildir um að Tyrkir hafi verið með fótgönguliða á svæðinu.“ Hins vegar segi heimildarmenn fjölskyldunnar að mögulega hafi uppreisnarmenn sem séu hliðhollir Tyrkjum verið á svæðinu. Tyrkir hafa verið sakaðir um að nota fyrrverandi meðlimi hryðjuverkasamtaka eins og Íslamska ríkinu og al-Qaeda. Heimildir fjölskyldunnar herma að þeir hafi komið stríðsföngum og líkum í hendur Tyrkja. Huggun að eiga ekki von á aftökumyndbandi „Það er út af fyrir sig huggun að eiga ekki von á því að sjá Youtube-vídjó þar sem ISIS-liðar eru að hálshöggva hann,“ segir Eva. „Það er samt hræðilegt að vita af þessum möguleika.“ Eva segir ófært að lýsa því yfir að Haukur sé látinn þegar margt sé svo óskýrt í þessu. Hún hefur beðið yfirvöld Íslands um að hafa samstarf við yfirvöld í Tyrklandi þar sem þeir vilji ómögulega tala við hana. „Þeir hljóta að þurfa að hlusta á Utanríkisráðuneyti samstarfsríkis þeirra. Bæði Ísland og Tyrkland eru í NATO [Atlantshafsbandalaginu]. Þetta er hernaðarbandalag og Tyrkir hljóta að þurfa að hlusta á yfirvöld.“ Hún segir fjölskylduna hafa borið fram þessa ósk á fundi í ráðuneytinu þann 8. mars. Það hafi þó verið svekkjandi þegar fundað var aftur í ráðuneytinu þann 12. mars þegar í ljós hafi komið að ekki hafði verið haft beint samband við Tyrki. „Ég held að það sé mikilvægt að íslensk stjórnvöld hafi sjálf beint samband. Þannig að það sé alveg á hreinu að það sé einhver þrýstingur.“ „Hver dagur, hver klukkustund er dýrmæt þegar ástvinur manns er í höndum einhverra sem vitað er að beita pyntingum og láta fólk hverfa.“ Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, segir að Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, hafi rætt við utanríkisráðherra Tyrklands í síðustu viku en engar nýjar upplýsingar hafi borist. Enn sé ráðuneytið þó með alla anga úti og unnið sé í samstarfi við ættingja Hauks og þeim sé haldið upplýstum. Ríkið beri skyldu samkvæmt lögum „Ég er búin að sjá einhverjar athugasemdir um að hann hafi komið sér í þetta sjálfur, hann eigi ekkert skilið að það sé verið að leita að honum og eitthvað svona,“ segir Eva „Hann kom sér í þetta sjálfur. Það er alveg rétt, en hann gerði það ekkert með mínu leyfi. Ég leyfði honum ekki að fara. Ég hefði reynt að koma í veg fyrir það hefði ég vitað að hann væri að fara og ég hlýt, sem íslenskur ríkisborgari, að eiga einhvern rétt á því að mér sé hjálpað að finna ástvin sem gæti verið látinn. Við erum að leita annað hvort að líkinu af barninu mínu eða barninu mínu lifandi. Við vitum ekki hvort,“ segir Eva. „Auk þess, svo við tökum af borðinu allt vælið í þessari syrgjandi móðir, þá ber ríkinu skylda til þess, bæði samkvæmt íslenskum lögum og samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum, að rannsaka mannshvörf og andlát sem að virðast vera eitthvað voveiflegt eða slíkt. Þeim ber skylda til þess. Þannig að það er ekkert verið að gera mér einhvern greiða eða Hauki. Hann hefði ekki viljað sjálfur að yfirvöld væru með puttana í þessu, en hann hefur ekki atkvæðisrétt um það.“ Lét engan vita Eva segir Hauk hafa farið til Sýrlands án þess að láta fjölskylduna vita og langur tími hafi liðið án þess að hann hafi haft samband. Sjá einnig: Leiðin til Afrin „Þá vorum við orðin mjög hrædd um hann og vorum alveg að því komin að auglýsa eftir honum í Grikklandi. Þá hafi fjölskyldan fengið fréttir af því að hann hefði mögulega farið til Sýrlands. Það hafi þó aldrei fengist staðfesting á því hvar hann væri og hvað hann væri að gera og ekkert samband hafi náðst við hann. „Hann var búinn að segja okkur að hann væri að koma heim og við héldum að hann væri jafnvel kominn aftur til Grikklands. Við vorum eiginlega viss um að hann væri ekki á þessu svæði þegar þessar fréttir komu,“ segir Eva. Hún segir langt liðið síðan hún hafi sjálf rætt við Hauk. Fjöldi fólks lagði leið sína niður í bæ í dag til að sýna samstöðu með íbúum Afrín-héraðs í Sýrlandi sem eru á flótta undan árásum tyrkneskra hersveita og samherja þeirra. Gengið var frá Hallgrímskirkju klukkan eitt að Austurvelli þar sem fram fóru ræðuhöld. Mál Hauks Hilmarssonar Sýrland Tengdar fréttir Leiðin til Afrin Vinir og samferðamenn Hauks Hilmarssonar minnast vinar síns og segja frá hversdeginum í stríðinu lífinu með Kúrdum í Rojava og hugsjónum sínum. 17. mars 2018 10:00 Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. 13. mars 2018 10:09 Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. 13. mars 2018 15:38 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látist í loftárás í Sýrlandi í febrúar, segir ekki hægt að staðfesta lát sonar síns og að samkvæmt lögum eigi íslenska ríkið að leita hans. Hún segir hvern dag skipta máli í leitinni og að hvort sem hann sé lífs eða liðinn fáist ekki sálarró ef örlög hans verða ekki staðfest. Hún er nú stödd erlendis þar sem hún og aðrir vinna að því að leita að upplýsingum um Hauk. „Bæði fjölskylda og vinir Hauks hafa verið að afla upplýsinga. Það er erfitt vegna þess að það er mjög slæmt net- og símasamband við Sýrland. Svo bætast tungumálaörðugleikar við.“ „Við erum búin að tala við ofboðslegan fjölda af fólki. Flest hefur ekki skilað neinu en það litla sem við höfum grafið upp höfum við grafið upp sjálf. Ekki yfirvöld. Því miður erum við að fá betri og betri staðfestingu á því að er ekki vitað með fullri vissu hvort Haukur er lífs eða liðinn. Það er talið en það er ekki vitað með vissu.“ Haukur Hilmarsson Eva segir að fyrst hafi fjölskyldan fengið þær upplýsingar að Haukur væri látinn og tilkynning hefði verið gefin út um það. „Maður náttúrulega trúir því, til að byrja með. Svo fer að koma í ljós að það er margt einkennilegt við þetta. Þeir halda því fram Kúrdarnir að tyrkneskir miðlar hafi fyrst greint frá þessu. Ég hef ekki fundið þá heimild og það getur verið að það sé vitleysa. En, ef svo er, ef að tyrkneskir miðlar hafa fyrst greint frá þessu er mjög einkennilegt að þeir hafi verið með allar upplýsingar um hann.“ Margt óljóst Erindrekar sýrlenskra Kúrda hafa hitt Evu og þeir hafa ekki getað gefið henni upplýsingar um hvaða hluta dags þetta hafi gerst og ekki nákvæmlega hvar. Sjá einnig: Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn „Svo finnst manni einkennilegt að það hafi verið leitað svona vel að honum ef það voru virkilega vitni af því þegar hann féll. Þegar við förum að ganga betur á þá sem að bera okkur þessar fréttir þá kemur í ljós að þær eru byggðar á sögusögnum og fréttum eins og við höfum sjálf verið að reyna að púsla saman.“ „Þeir vita ekkert meira en við.“ Eva segir að það sem vitað er fyrir víst sé að gerð hafi verið loftárás á svæði sem Haukur var að verja þann 24. febrúar. Síðan hefur ekkert til hans spurst. „Svo erum við að fá allskonar sögur af því að Tyrkir taki nú oft stríðsfanga og Kúrdar og Tyrkir taki lík andstæðinga sinna til að skipa á líkum seinna. Nú finn ég ekki neinar áreiðanlegar heimildir um að Tyrkir hafi verið með fótgönguliða á svæðinu.“ Hins vegar segi heimildarmenn fjölskyldunnar að mögulega hafi uppreisnarmenn sem séu hliðhollir Tyrkjum verið á svæðinu. Tyrkir hafa verið sakaðir um að nota fyrrverandi meðlimi hryðjuverkasamtaka eins og Íslamska ríkinu og al-Qaeda. Heimildir fjölskyldunnar herma að þeir hafi komið stríðsföngum og líkum í hendur Tyrkja. Huggun að eiga ekki von á aftökumyndbandi „Það er út af fyrir sig huggun að eiga ekki von á því að sjá Youtube-vídjó þar sem ISIS-liðar eru að hálshöggva hann,“ segir Eva. „Það er samt hræðilegt að vita af þessum möguleika.“ Eva segir ófært að lýsa því yfir að Haukur sé látinn þegar margt sé svo óskýrt í þessu. Hún hefur beðið yfirvöld Íslands um að hafa samstarf við yfirvöld í Tyrklandi þar sem þeir vilji ómögulega tala við hana. „Þeir hljóta að þurfa að hlusta á Utanríkisráðuneyti samstarfsríkis þeirra. Bæði Ísland og Tyrkland eru í NATO [Atlantshafsbandalaginu]. Þetta er hernaðarbandalag og Tyrkir hljóta að þurfa að hlusta á yfirvöld.“ Hún segir fjölskylduna hafa borið fram þessa ósk á fundi í ráðuneytinu þann 8. mars. Það hafi þó verið svekkjandi þegar fundað var aftur í ráðuneytinu þann 12. mars þegar í ljós hafi komið að ekki hafði verið haft beint samband við Tyrki. „Ég held að það sé mikilvægt að íslensk stjórnvöld hafi sjálf beint samband. Þannig að það sé alveg á hreinu að það sé einhver þrýstingur.“ „Hver dagur, hver klukkustund er dýrmæt þegar ástvinur manns er í höndum einhverra sem vitað er að beita pyntingum og láta fólk hverfa.“ Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, segir að Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, hafi rætt við utanríkisráðherra Tyrklands í síðustu viku en engar nýjar upplýsingar hafi borist. Enn sé ráðuneytið þó með alla anga úti og unnið sé í samstarfi við ættingja Hauks og þeim sé haldið upplýstum. Ríkið beri skyldu samkvæmt lögum „Ég er búin að sjá einhverjar athugasemdir um að hann hafi komið sér í þetta sjálfur, hann eigi ekkert skilið að það sé verið að leita að honum og eitthvað svona,“ segir Eva „Hann kom sér í þetta sjálfur. Það er alveg rétt, en hann gerði það ekkert með mínu leyfi. Ég leyfði honum ekki að fara. Ég hefði reynt að koma í veg fyrir það hefði ég vitað að hann væri að fara og ég hlýt, sem íslenskur ríkisborgari, að eiga einhvern rétt á því að mér sé hjálpað að finna ástvin sem gæti verið látinn. Við erum að leita annað hvort að líkinu af barninu mínu eða barninu mínu lifandi. Við vitum ekki hvort,“ segir Eva. „Auk þess, svo við tökum af borðinu allt vælið í þessari syrgjandi móðir, þá ber ríkinu skylda til þess, bæði samkvæmt íslenskum lögum og samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum, að rannsaka mannshvörf og andlát sem að virðast vera eitthvað voveiflegt eða slíkt. Þeim ber skylda til þess. Þannig að það er ekkert verið að gera mér einhvern greiða eða Hauki. Hann hefði ekki viljað sjálfur að yfirvöld væru með puttana í þessu, en hann hefur ekki atkvæðisrétt um það.“ Lét engan vita Eva segir Hauk hafa farið til Sýrlands án þess að láta fjölskylduna vita og langur tími hafi liðið án þess að hann hafi haft samband. Sjá einnig: Leiðin til Afrin „Þá vorum við orðin mjög hrædd um hann og vorum alveg að því komin að auglýsa eftir honum í Grikklandi. Þá hafi fjölskyldan fengið fréttir af því að hann hefði mögulega farið til Sýrlands. Það hafi þó aldrei fengist staðfesting á því hvar hann væri og hvað hann væri að gera og ekkert samband hafi náðst við hann. „Hann var búinn að segja okkur að hann væri að koma heim og við héldum að hann væri jafnvel kominn aftur til Grikklands. Við vorum eiginlega viss um að hann væri ekki á þessu svæði þegar þessar fréttir komu,“ segir Eva. Hún segir langt liðið síðan hún hafi sjálf rætt við Hauk. Fjöldi fólks lagði leið sína niður í bæ í dag til að sýna samstöðu með íbúum Afrín-héraðs í Sýrlandi sem eru á flótta undan árásum tyrkneskra hersveita og samherja þeirra. Gengið var frá Hallgrímskirkju klukkan eitt að Austurvelli þar sem fram fóru ræðuhöld.
Mál Hauks Hilmarssonar Sýrland Tengdar fréttir Leiðin til Afrin Vinir og samferðamenn Hauks Hilmarssonar minnast vinar síns og segja frá hversdeginum í stríðinu lífinu með Kúrdum í Rojava og hugsjónum sínum. 17. mars 2018 10:00 Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. 13. mars 2018 10:09 Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. 13. mars 2018 15:38 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Leiðin til Afrin Vinir og samferðamenn Hauks Hilmarssonar minnast vinar síns og segja frá hversdeginum í stríðinu lífinu með Kúrdum í Rojava og hugsjónum sínum. 17. mars 2018 10:00
Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. 13. mars 2018 10:09
Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. 13. mars 2018 15:38
Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30
Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45