Eitt skrautlegasta fyrirtæki landsins fær milljón á kíló Kristján Már Unnarsson skrifar 15. mars 2018 23:15 Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Litskrúðugasta fyrirtæki landsins gæti verið á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli, það fær milljón fyrir hvert kíló af efni sem það vinnur úr þörungum og er komið með 35 velmenntaða starfsmenn. Myndir úr fyrirtækinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skemmurnar á Miðnesheiði sem forðum hýstu varahlutalager bandaríska hersins og hlaupabraut fyrir hermenn láta ekki mikið yfir sér. Núna er þar líftæknifyrirtæki sem búið er að byggja upp fyrir á fjórða milljarð króna. Fyrirtækið heiti Algalíf, er í norskri eigu og ræktar örþörunga undir stjórn fyrrum Glímukóngs Íslands, Skarphéðins Orra Björnssonar. Úr þörungunum er unnið rautt litarefni, andoxunarefni sem kallast astaxanthin en það er fæðubótarefni. Vinnslusalirnir innandyra gerast vart skrautlegri. Lýsing í glerrrörum í öllum regnbogans litum framkallar ljóstillífum og gerir þörunginn að lokum rauðan. Svo er hægt að uppskera eftir þrjár vikur.Efnið eftirsótta er orðið rautt í lokaferlinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrirtækið veltir milljarði á ári, starfsmenn eru orðnir 35 talsins og helmingurinn með háskólamenntun, en í lokaferlinu er efnið sem verið er að sækjast eftir orðið eldrautt. Að lokum fer það í gegnum þurrkara og verður að örlitlum kornum en verðmætum. „Verðin á þessu er nálægt milljón á kíló af virka efninu,” sagði Skarphéðinn Orri. Fjallað var um fyrirtækið í þættinum „Um land allt” fyrr í vikunni en hann verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis á sunnudag. Nánar má fræðast um starfsemi Algalífs hér í frétt Stöðvar 2: Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15 Segir mikla vöntun á afurðum þörungsins Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs, skrifaði í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju í Reykjanesbæ. Verksmiðjan mun kosta um tvo milljarða króna. 29. janúar 2014 07:00 Íslenska ríkið grætt ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fjárfestar undirbúa húsbyggingar á gamla varnarsvæðinu. 12. mars 2018 21:30 Örþörungaverksmiðja rís á Ásbrú Líftæknifélagið Algalíf, sem er í eigu norska félagsins Nutra-Q, ætlar að byggja upp hátæknivædda örþörungaverksmiðju á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll og verða samningar þar að lútandi undirritaðir í dag. 28. janúar 2014 08:51 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Sjá meira
Litskrúðugasta fyrirtæki landsins gæti verið á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli, það fær milljón fyrir hvert kíló af efni sem það vinnur úr þörungum og er komið með 35 velmenntaða starfsmenn. Myndir úr fyrirtækinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skemmurnar á Miðnesheiði sem forðum hýstu varahlutalager bandaríska hersins og hlaupabraut fyrir hermenn láta ekki mikið yfir sér. Núna er þar líftæknifyrirtæki sem búið er að byggja upp fyrir á fjórða milljarð króna. Fyrirtækið heiti Algalíf, er í norskri eigu og ræktar örþörunga undir stjórn fyrrum Glímukóngs Íslands, Skarphéðins Orra Björnssonar. Úr þörungunum er unnið rautt litarefni, andoxunarefni sem kallast astaxanthin en það er fæðubótarefni. Vinnslusalirnir innandyra gerast vart skrautlegri. Lýsing í glerrrörum í öllum regnbogans litum framkallar ljóstillífum og gerir þörunginn að lokum rauðan. Svo er hægt að uppskera eftir þrjár vikur.Efnið eftirsótta er orðið rautt í lokaferlinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrirtækið veltir milljarði á ári, starfsmenn eru orðnir 35 talsins og helmingurinn með háskólamenntun, en í lokaferlinu er efnið sem verið er að sækjast eftir orðið eldrautt. Að lokum fer það í gegnum þurrkara og verður að örlitlum kornum en verðmætum. „Verðin á þessu er nálægt milljón á kíló af virka efninu,” sagði Skarphéðinn Orri. Fjallað var um fyrirtækið í þættinum „Um land allt” fyrr í vikunni en hann verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis á sunnudag. Nánar má fræðast um starfsemi Algalífs hér í frétt Stöðvar 2:
Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15 Segir mikla vöntun á afurðum þörungsins Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs, skrifaði í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju í Reykjanesbæ. Verksmiðjan mun kosta um tvo milljarða króna. 29. janúar 2014 07:00 Íslenska ríkið grætt ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fjárfestar undirbúa húsbyggingar á gamla varnarsvæðinu. 12. mars 2018 21:30 Örþörungaverksmiðja rís á Ásbrú Líftæknifélagið Algalíf, sem er í eigu norska félagsins Nutra-Q, ætlar að byggja upp hátæknivædda örþörungaverksmiðju á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll og verða samningar þar að lútandi undirritaðir í dag. 28. janúar 2014 08:51 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Sjá meira
Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15
Segir mikla vöntun á afurðum þörungsins Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs, skrifaði í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju í Reykjanesbæ. Verksmiðjan mun kosta um tvo milljarða króna. 29. janúar 2014 07:00
Íslenska ríkið grætt ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fjárfestar undirbúa húsbyggingar á gamla varnarsvæðinu. 12. mars 2018 21:30
Örþörungaverksmiðja rís á Ásbrú Líftæknifélagið Algalíf, sem er í eigu norska félagsins Nutra-Q, ætlar að byggja upp hátæknivædda örþörungaverksmiðju á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll og verða samningar þar að lútandi undirritaðir í dag. 28. janúar 2014 08:51