Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 16:00 Trump ræddi við fréttamenn um brottrekstur Tillerson fyrir utan Hvíta húsið í dag. Sagði hann að Tillerson yrði mun ánægðari núna. Vísir/AFP Framtíð kjarnorkusamnings stórveldanna við Íran var á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforseta og Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra hans, greindi á um. Trump rak Tillerson skyndilega í dag. Brottrekstur Tillerson kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Leiðtogar repúblikana á Bandaríkjaþingi fengu lítinn eða engan fyrirvara. New York Times segir að ákvöðunin hafi jafnvel komið starfsfólki Hvíta hússins í opna skjöldu. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði að Trump hefði ekki rætt við Tillerson um ákvörðunina og að hann hefði frétt af henni á Twitter. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Trump hafi beðið Tillerson um að stíga til hliðar á föstudag.CNN-fréttastöðin segir að Trump hafi látið John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, hringja í Tillerson á föstudag og segja honum að forsetinn ætlaði að skipta honum út. Kelly hafi þó ekki nefnt neina tímsetningu í þeim efnum. Trump hafi svo ákveðið að tilkynna um brottreksturinn í dag.AP-fréttastofan hefur eftir embættismönnum í utanríkisráðuneytinu að það sé rétt að Kelly hafi hringt í Tillerson á föstudag. Hann hafi hins vegar aðeins sagt að von gæti verið á tísti frá forsetanum „sem varðaði hann“. Kelly hafi hvorki sagt um hvað tístið gæti fjallað eða hvenær það væri væntanlegt.Hugsuðu ekki eins Þegar Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag sagði hann að þeim Tillerson hefði komið vel saman en að þeir hafi verið ósammála um ýmislegt, þar á meðal Íranssamninginn. Sex stórveldi, þar á meðal Bandaríkin, gerðu samninginn við Íran árið 2015. Samkvæmt honum féllust stjórnvöld í Teheran á að hætta við kjarnorkuáætlun sína gegn því að stórveldin felldu niður refsiaðgerðir sem höfðu verið í gildi vegna áætlunarinnar. Trump neitaði að staðfesta samkomulagið í október og er það nú í höndum Bandaríkjaþings að ákveða framtíð þess. „Mér finnst hann vera hræðilegur, ég býst við að honum hafi fundist hann allt í lagi. Ég vildi annað hvort brjóta hann eða gera eitthvað en hann var á aðeins öðru máli. Þannig að við vorum ekki að hugsa á sömu nótum,“ sagði Trump.Sagt er að samband Trump og Tillerson hafi aldrei orðið samt eftir að það kvisaðist út að Tillerson hefði kallað forsetann fávita á bak við luktar dyr.Vísir/AFPAftur á móti lofaði hann Mike Pompeo sem verið hefur forstjóri leyniþjónustunnar CIA en á að taka við embætti utanríkisráðherra. Trump sagði að þeir væru á sömu bylgjulengd og hefðu sama þankagang. Þá viðurkenndi Trump að hafa ekkert rætt við utanríkisráðherra sinn áður en hann ákvað í skyndingu um að þekkjast boð um að hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu í síðustu viku. „Ég tók ákvörðunina sjálfur,“ sagði Trump.Gagnrýndi Rússa harðlega í gær Tímasetning brotthvarfs Tillerson hefur vakið athygli. Þannig tók hann undir orð Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að rússnesk stjórnvöld hafi líklega staðið að morðtilræði við rússneskan fyrrverandi njósnara í gær. Aðrir í ríkisstjórn Trump hafa ekki viljað kenna Rússum um að hafa eitrað fyrir njósnaranum og dóttur hans. Talsmaður Hvíta hússins gagnrýndi fréttamann sem spurði hvort að gjá væri á milli Tillerson og Hvíta hússins vegna ummæla hans um ábyrgð Rússa á tilræðinu. Rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Trump hefur ítrekað hafnað eða vikið sér undan því að gagnrýna rússnesk stjórnvöld, meðal annars fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum. Álit bandarísku leyniþjónustunnar er að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar með það að markmiði að hjálpa Trump og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi gefið skipanir um þá herferð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira
Framtíð kjarnorkusamnings stórveldanna við Íran var á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforseta og Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra hans, greindi á um. Trump rak Tillerson skyndilega í dag. Brottrekstur Tillerson kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Leiðtogar repúblikana á Bandaríkjaþingi fengu lítinn eða engan fyrirvara. New York Times segir að ákvöðunin hafi jafnvel komið starfsfólki Hvíta hússins í opna skjöldu. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði að Trump hefði ekki rætt við Tillerson um ákvörðunina og að hann hefði frétt af henni á Twitter. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Trump hafi beðið Tillerson um að stíga til hliðar á föstudag.CNN-fréttastöðin segir að Trump hafi látið John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, hringja í Tillerson á föstudag og segja honum að forsetinn ætlaði að skipta honum út. Kelly hafi þó ekki nefnt neina tímsetningu í þeim efnum. Trump hafi svo ákveðið að tilkynna um brottreksturinn í dag.AP-fréttastofan hefur eftir embættismönnum í utanríkisráðuneytinu að það sé rétt að Kelly hafi hringt í Tillerson á föstudag. Hann hafi hins vegar aðeins sagt að von gæti verið á tísti frá forsetanum „sem varðaði hann“. Kelly hafi hvorki sagt um hvað tístið gæti fjallað eða hvenær það væri væntanlegt.Hugsuðu ekki eins Þegar Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag sagði hann að þeim Tillerson hefði komið vel saman en að þeir hafi verið ósammála um ýmislegt, þar á meðal Íranssamninginn. Sex stórveldi, þar á meðal Bandaríkin, gerðu samninginn við Íran árið 2015. Samkvæmt honum féllust stjórnvöld í Teheran á að hætta við kjarnorkuáætlun sína gegn því að stórveldin felldu niður refsiaðgerðir sem höfðu verið í gildi vegna áætlunarinnar. Trump neitaði að staðfesta samkomulagið í október og er það nú í höndum Bandaríkjaþings að ákveða framtíð þess. „Mér finnst hann vera hræðilegur, ég býst við að honum hafi fundist hann allt í lagi. Ég vildi annað hvort brjóta hann eða gera eitthvað en hann var á aðeins öðru máli. Þannig að við vorum ekki að hugsa á sömu nótum,“ sagði Trump.Sagt er að samband Trump og Tillerson hafi aldrei orðið samt eftir að það kvisaðist út að Tillerson hefði kallað forsetann fávita á bak við luktar dyr.Vísir/AFPAftur á móti lofaði hann Mike Pompeo sem verið hefur forstjóri leyniþjónustunnar CIA en á að taka við embætti utanríkisráðherra. Trump sagði að þeir væru á sömu bylgjulengd og hefðu sama þankagang. Þá viðurkenndi Trump að hafa ekkert rætt við utanríkisráðherra sinn áður en hann ákvað í skyndingu um að þekkjast boð um að hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu í síðustu viku. „Ég tók ákvörðunina sjálfur,“ sagði Trump.Gagnrýndi Rússa harðlega í gær Tímasetning brotthvarfs Tillerson hefur vakið athygli. Þannig tók hann undir orð Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að rússnesk stjórnvöld hafi líklega staðið að morðtilræði við rússneskan fyrrverandi njósnara í gær. Aðrir í ríkisstjórn Trump hafa ekki viljað kenna Rússum um að hafa eitrað fyrir njósnaranum og dóttur hans. Talsmaður Hvíta hússins gagnrýndi fréttamann sem spurði hvort að gjá væri á milli Tillerson og Hvíta hússins vegna ummæla hans um ábyrgð Rússa á tilræðinu. Rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Trump hefur ítrekað hafnað eða vikið sér undan því að gagnrýna rússnesk stjórnvöld, meðal annars fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum. Álit bandarísku leyniþjónustunnar er að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar með það að markmiði að hjálpa Trump og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi gefið skipanir um þá herferð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50