Eftir að Tryggvi kíkti á leikinn Fortnite, og stóð sig vægast sagt illa, ætlaði Óli Jóels nú aldeilis að sýna honum í tvo heimana. Óli skellti sér því einnig í leikinn og ætlaði að sýna Tryggva hvernig spila ætti leikinn. Eða eitthvað svoleiðis.
Hann gerði það þó ekki og þetta var allt saman voðalega vandræðalegt. Óli rakst ekki á einn einasta spilara og endaði með því að drepa sjálfan sig fyrir slysni.