Vildu forðast að fylla heimilið af plastleikföngum fyrir börn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. mars 2018 13:00 Jóhanna Tryggvadóttir og Guðrún Ýr Erlingsdóttir vildu ekki fylla heimili sín af fjöldaframleiddum plastleikföngum. Aðsent Frænkurnar Guðrún Ýr Erlingsdóttir og Jóhanna Tryggvadóttir framleiða falleg barnaleikföng úr furu. Þær reyna að með fyrirtæki sínu Lóur að vekja athygli á plastinu sem fylgir oft barnaleikföngum „Hugmyndin um Lóur spratt upp sem einhverskonar svar við öllu því ótrúlega plast magni, matarsóun og rusli sem við komumst í tæri við á hverjum einasta degi. Kannski líka trú okkar á því að við getum öll gert eitthvað örlítið í okkar daglega lífi til að gera heiminn aðeins náttúrulegri og heilbrigðari. Þó það sé ekki nema að velja þær vörur sem við notum í okkar daglega lífi af aðeins meiri skynsemi. Færa okkur úr drasli í eitthvað alvöru. Færa okkur úr einnota í eitthvað margnota,“ segir Jóhanna.Fullsödd af ruslinu Hugmyndin spratt fyrst upp fyrir um tveimur árum, þegar Jóhanna bjó úti í Berlín. Jóhanna átti von á barni á þeim tíma og hugsaði því mikið um hvernig vörur væru keyptar inn á heimilið og þá sérstaklega fyrir börn. Á sama tíma bjó Guðrún Ýr í Reykjavík, þá búin að fá sig fullsadda af öllu því rusli sem safnaðist upp daglega í og með innkaupunum. Hún vann í verslun og fann bæði á viðskiptavinum og samstarfsfólki að fleiri voru á sama máli en þótti lítið framboð af sniðugum náttúruvænum vörum hér á landi. Nafnið Lóur hefur mjög persónulega þýðingu fyrir frænkurnar Guðrúnu og Jóhönnu. „Lóa er auðvitað fallegur fugl sem minnir á sumarið. Það er svo staðreynd að við eigum sameiginlega ömmu sem kölluð er Lóa. Amma Lóa er náttúrubarn og algjör meistari í að nýta hluti. Þó amma sé alltaf kölluð Lóa, heitir hún réttu nafni Guðrún Jóhanna.“ Upp úr því fæddist fyrirtækið Lóur og ákváðu þær að slá strax til.Mynd/LóurVildu sjá meira úrval af náttúrulegum leikföngum „Jóhanna var búsett erlendis í fæðingarorlofi og hafði þá smá tíma til að þróa hugmyndina, búa til heimasíðu og kynna þetta fyrir vinum og vandamönnum. Við ákváðum svo að reyna að gera fyrstu vörurnar sjálfar, nýta sköpunarkraftinn. Núna vinnum við svo að því að panta inn vörur og hanna fleiri sem eiga það sameiginlegt að hjálpa okkur á einhvern hátt að lifa lífinu sambærilega, en minnka notkun á plasti og minnka matarsóun,“ segir Guðrún. Alveg í upphafi voru húsin og kubbarnir eitthvað sem Jóhanna ætlaði að búa til handa sínu barni. „Sú hugmynd kviknaði aðallega fyrir tilstilli þess óskaplega magns sem til er af allskonar fjöldaframleiddu plasti sem börn leika sér með. Úrvalið af náttúrulegum og fallegum leikföngum virðast vera af skornum skammti þegar horft er yfir flóruna. Það getur í raun verið erfitt að forðast það að fylla húsið af plastleikföngum þegar komið er barn inn á heimilið. Þannig komu leikföngin til. Við við vildum búa til okkar vörur sjálfar til að byrja með áður en við myndum finna fleiri vörur sem koma til með að vera á síðunni,“ segir Jóhanna.Mynd/LóurEinnig fallegt stofustáss Núna eru Lóur með hús og kubba úr furu til sölu sem ýmist eru alveg náttúruleg eða máluð með vottaðri málningu. Einnig er í ferli hönnun á náttúrulegum leikmottum fyrir börn. „Leikföngin eru handgerð sem við framleiðum sjálfar. Timburhús og kubbar sem hugsuð eru sem leikföng fyrir börn en einnig fallegir munir til að prýða heimilið. Leikföngin eru einföld og geta börnin því notað sköpunarkraft sinn. Í leik geta húsin og kubbarnir því á einu andartaki orðið að rennibraut, kisum eða fjöllum,“ segir Guðrún. „Húsin og kubbarnir eru ekki bara leikföng því þau sóma sér einnig vel sem stofustáss innan um aðra fallega muni. Þau eru handgerð og er því hvert og eitt með sinn sérstaka blæ. Það slær svo auðvitað tvær flugur í einu höggi að það séu til munir í stofunni heima eða hjá ömmu sem leika má með,“ bætir Jóhanna við. Vörurnar sem þær framleiða sjálfar eru í taupokum sem hægt er að nota fyrir leikföngin eða eitthvað annað. Þegar þær panta inn vörur reyna þær að forðast allar umbúðir úr plasti.Mynd/LóurÚr einnota í margnota Þær Jóhanna og Guðrún halda líka úti fallegri vefsíðu þar sem finna má ýmsan fróðleik. „Við höfum birt færslur þar sem við ýmist tautum eitthvað um rusl, náttúru eða matarsóun. Nýlega vorum við með tíu daga áskorun fyrir fólk. Við munum halda áfram að minna fólk á að við getum öll gert eitthvað. Við fáum svo ömmur okkar og afa, ásamt vinum þeirra og kunningjum, í lið með okkur til að skella fram stórmerkilegum heilræðum. Heilræðum varðandi nýtingu matar eða aðra hluti sem þau luma á. Við verðum að nýta og miðla visku þeirra sem eldri eru,“ segir Jóhanna. Þeirra markmið er að fræða fólk, minna á hvað er hægt að nota í staðinn fyrir vörur sem geti haft skaðleg áhrif á fólk og umhverfið. Einnig að fara úr plasti í eitthvað aðeins náttúruvænna og fara úr einnota í margnota. „Í framhaldi af leikföngunum erum við með ákveðnar hugmyndir sem fela í sér sniðugar vörur, upplýsingagjöf og viðburði. Við viljum bjóða íslenskum neytendum upp á öðruvísi vörur sem ýmist geta kallast sjálfbærar, umhverfis- og náttúrvænar, eða áhugaverðar í því samhengi að þær stuðli að því að við sem neytendur getum valið að nota minna af plasti og öðrum óæskilegum efnum í okkar daglega lífi. Við veljum inn vörur sem til dæmis hjálpa okkur að sporna við matarsóun bæði vegna náttúrulegra- og fjárhagslegra ástæðna fyrir okkur öll,“ segir Guðrún. Þeirra langtímamarkmið er svo að fá fleiri með til þess að breyta hugarfari og daglegri neyslu. „Skref fyrir skref er hægt að bæta og breyta hegðunarmynstri til hins betra. Með því að upplýsa og kynna betri leiðir,“ segir Jóhanna. Börn og uppeldi Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Sjá meira
Frænkurnar Guðrún Ýr Erlingsdóttir og Jóhanna Tryggvadóttir framleiða falleg barnaleikföng úr furu. Þær reyna að með fyrirtæki sínu Lóur að vekja athygli á plastinu sem fylgir oft barnaleikföngum „Hugmyndin um Lóur spratt upp sem einhverskonar svar við öllu því ótrúlega plast magni, matarsóun og rusli sem við komumst í tæri við á hverjum einasta degi. Kannski líka trú okkar á því að við getum öll gert eitthvað örlítið í okkar daglega lífi til að gera heiminn aðeins náttúrulegri og heilbrigðari. Þó það sé ekki nema að velja þær vörur sem við notum í okkar daglega lífi af aðeins meiri skynsemi. Færa okkur úr drasli í eitthvað alvöru. Færa okkur úr einnota í eitthvað margnota,“ segir Jóhanna.Fullsödd af ruslinu Hugmyndin spratt fyrst upp fyrir um tveimur árum, þegar Jóhanna bjó úti í Berlín. Jóhanna átti von á barni á þeim tíma og hugsaði því mikið um hvernig vörur væru keyptar inn á heimilið og þá sérstaklega fyrir börn. Á sama tíma bjó Guðrún Ýr í Reykjavík, þá búin að fá sig fullsadda af öllu því rusli sem safnaðist upp daglega í og með innkaupunum. Hún vann í verslun og fann bæði á viðskiptavinum og samstarfsfólki að fleiri voru á sama máli en þótti lítið framboð af sniðugum náttúruvænum vörum hér á landi. Nafnið Lóur hefur mjög persónulega þýðingu fyrir frænkurnar Guðrúnu og Jóhönnu. „Lóa er auðvitað fallegur fugl sem minnir á sumarið. Það er svo staðreynd að við eigum sameiginlega ömmu sem kölluð er Lóa. Amma Lóa er náttúrubarn og algjör meistari í að nýta hluti. Þó amma sé alltaf kölluð Lóa, heitir hún réttu nafni Guðrún Jóhanna.“ Upp úr því fæddist fyrirtækið Lóur og ákváðu þær að slá strax til.Mynd/LóurVildu sjá meira úrval af náttúrulegum leikföngum „Jóhanna var búsett erlendis í fæðingarorlofi og hafði þá smá tíma til að þróa hugmyndina, búa til heimasíðu og kynna þetta fyrir vinum og vandamönnum. Við ákváðum svo að reyna að gera fyrstu vörurnar sjálfar, nýta sköpunarkraftinn. Núna vinnum við svo að því að panta inn vörur og hanna fleiri sem eiga það sameiginlegt að hjálpa okkur á einhvern hátt að lifa lífinu sambærilega, en minnka notkun á plasti og minnka matarsóun,“ segir Guðrún. Alveg í upphafi voru húsin og kubbarnir eitthvað sem Jóhanna ætlaði að búa til handa sínu barni. „Sú hugmynd kviknaði aðallega fyrir tilstilli þess óskaplega magns sem til er af allskonar fjöldaframleiddu plasti sem börn leika sér með. Úrvalið af náttúrulegum og fallegum leikföngum virðast vera af skornum skammti þegar horft er yfir flóruna. Það getur í raun verið erfitt að forðast það að fylla húsið af plastleikföngum þegar komið er barn inn á heimilið. Þannig komu leikföngin til. Við við vildum búa til okkar vörur sjálfar til að byrja með áður en við myndum finna fleiri vörur sem koma til með að vera á síðunni,“ segir Jóhanna.Mynd/LóurEinnig fallegt stofustáss Núna eru Lóur með hús og kubba úr furu til sölu sem ýmist eru alveg náttúruleg eða máluð með vottaðri málningu. Einnig er í ferli hönnun á náttúrulegum leikmottum fyrir börn. „Leikföngin eru handgerð sem við framleiðum sjálfar. Timburhús og kubbar sem hugsuð eru sem leikföng fyrir börn en einnig fallegir munir til að prýða heimilið. Leikföngin eru einföld og geta börnin því notað sköpunarkraft sinn. Í leik geta húsin og kubbarnir því á einu andartaki orðið að rennibraut, kisum eða fjöllum,“ segir Guðrún. „Húsin og kubbarnir eru ekki bara leikföng því þau sóma sér einnig vel sem stofustáss innan um aðra fallega muni. Þau eru handgerð og er því hvert og eitt með sinn sérstaka blæ. Það slær svo auðvitað tvær flugur í einu höggi að það séu til munir í stofunni heima eða hjá ömmu sem leika má með,“ bætir Jóhanna við. Vörurnar sem þær framleiða sjálfar eru í taupokum sem hægt er að nota fyrir leikföngin eða eitthvað annað. Þegar þær panta inn vörur reyna þær að forðast allar umbúðir úr plasti.Mynd/LóurÚr einnota í margnota Þær Jóhanna og Guðrún halda líka úti fallegri vefsíðu þar sem finna má ýmsan fróðleik. „Við höfum birt færslur þar sem við ýmist tautum eitthvað um rusl, náttúru eða matarsóun. Nýlega vorum við með tíu daga áskorun fyrir fólk. Við munum halda áfram að minna fólk á að við getum öll gert eitthvað. Við fáum svo ömmur okkar og afa, ásamt vinum þeirra og kunningjum, í lið með okkur til að skella fram stórmerkilegum heilræðum. Heilræðum varðandi nýtingu matar eða aðra hluti sem þau luma á. Við verðum að nýta og miðla visku þeirra sem eldri eru,“ segir Jóhanna. Þeirra markmið er að fræða fólk, minna á hvað er hægt að nota í staðinn fyrir vörur sem geti haft skaðleg áhrif á fólk og umhverfið. Einnig að fara úr plasti í eitthvað aðeins náttúruvænna og fara úr einnota í margnota. „Í framhaldi af leikföngunum erum við með ákveðnar hugmyndir sem fela í sér sniðugar vörur, upplýsingagjöf og viðburði. Við viljum bjóða íslenskum neytendum upp á öðruvísi vörur sem ýmist geta kallast sjálfbærar, umhverfis- og náttúrvænar, eða áhugaverðar í því samhengi að þær stuðli að því að við sem neytendur getum valið að nota minna af plasti og öðrum óæskilegum efnum í okkar daglega lífi. Við veljum inn vörur sem til dæmis hjálpa okkur að sporna við matarsóun bæði vegna náttúrulegra- og fjárhagslegra ástæðna fyrir okkur öll,“ segir Guðrún. Þeirra langtímamarkmið er svo að fá fleiri með til þess að breyta hugarfari og daglegri neyslu. „Skref fyrir skref er hægt að bæta og breyta hegðunarmynstri til hins betra. Með því að upplýsa og kynna betri leiðir,“ segir Jóhanna.
Börn og uppeldi Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Sjá meira