Rússi fær ekki að stíga um borð í NATO-skip Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. mars 2018 06:00 Veðurfræðingarnir Haraldur Ólafsson og Guðrún Nína Petersen af Veðurstofu Íslands við bresku flugvélina sem hlaðin er mælitækjum Daniel Beeden „Verkefnið gengur út á að mæla ástandið í andrúmsloftinu, sérstaklega orkuflæði milli sjávar og lofts,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sem starfar við alþjóðlega rannsókn á samspili sjávarstrauma og veðrakerfa við Ísland. Sagt var í Fréttablaðinu í gær frá könnunarflugi breskrar flugvélar við Íslandsstrendur. Að sögn Haralds er ítalska rannsóknarskipið Alliance einnig hluti af verkefninu sem samtals um eitt hundrað manns taka þátt í. Það stendur í febrúar og mars og er að mestu fjármagnað af breskum, kanadískum og bandarískum sjóðum. Haraldur segir að þar sem ískalt loft streymi af hafísnum yfir sjóinn verði gífurlegt hitaflæði upp í loftið. „Þar verða mikil orkuskipti og menn hafa áhuga á þessu vegna hafstrauma í sjónum því þarna leikur grunur á að töluverður sjór sökkvi og streymi svo til suðurs á nokkru dýpi á milli Íslands og Grænlands. Þetta er veikur hlekkur í hugmyndum manna um hringrásina í sjónum. Hún er ekki að fullu kortlögð.“ Vísindamennirnir eru að reyna að átta sig á því hversu mikið af orku kemur frá sjónum upp í loftið. Það sem Haraldur fæst mest við eru áhrif landslags á þessi orkuskipti og yfirhöfuð á veður og vinda. Verið sé að kortleggja hvar sé skjól af landi og hvar séu vindrastir. Hafís hefur hörfað mikið miðað við stöðuna fyrir 30 til 40 árum. Sjá einnig: Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér „Þarna eru mörg hundruð þúsund ferkílómetrar sem áður voru huldir hafís yfir veturinn. Það er í sjálfu sér ekki órökrétt að þarna geti orðið breyting á hafstraumum fyrir vikið,“ segir Haraldur. Unnið verður úr gögnum í sumar og haust. „Það sturta eitt til tvö hundruð vísindamenn sér yfir gögnin sem allir ætla að fá Nóbelsverðlaunin ekki seinna en á næsta ári,“ segir Haraldur. Gögnin verði notuð stíft næstu tíu til fimmtán ár í prófanir og reiknilíkön og jafnvel öðru hverju lengi eftir það. Hluti af verkefninu er að prófa sjálfvirk tæki til mælinga. „Framtíðin verður sú að það verða litlir mælikafbátar sem sigla fram og til baka og koma upp öðru hvoru til að senda frá sér gögn um gervitungl í land. Þetta verður ekki að fullu kortlagt fyrr en þessi tækni er komin á svipað stig og sjálfvirkar veðurstöðvar eru í dag,“ segir Haraldur. Skipið Alliance er við rannsóknir milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands. „Skipið er að mæla í sjónum hvaða áhrif loftið hefur á sjóinn. Menn eru að leita að sjó sem sekkur niður í kjölfar kælingar,“ útskýrir Haraldur. Alliance er með ítalskri áhöfn og tengist NATO sem hefur síðasta orðið um það hverjir fá að stíga um borð. „Rússneskur doktorsnemi í London sem átti að vinna á skipinu fékk ekki leyfi til að koma um borð og er því á Akureyri að skipuleggja flugin,“ segir Haraldur. „Mér heyrist á þeim sem sáu um að taka skipið á leigu að þeir ætli að fara fram á afslátt vegna þessa. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vísindi Tengdar fréttir Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér Hluti af stóru fjögurra ára rannsóknarverkefni á vegum East Anglia háskólans á Bretlandi fer nú fram við Ísland. Flugvél breskrar suðurskautsstofnunar er gerð út frá Akureyri og gerir margháttaðar mælingar á mikilvægum hafstraumum. 20. mars 2018 06:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Verkefnið gengur út á að mæla ástandið í andrúmsloftinu, sérstaklega orkuflæði milli sjávar og lofts,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sem starfar við alþjóðlega rannsókn á samspili sjávarstrauma og veðrakerfa við Ísland. Sagt var í Fréttablaðinu í gær frá könnunarflugi breskrar flugvélar við Íslandsstrendur. Að sögn Haralds er ítalska rannsóknarskipið Alliance einnig hluti af verkefninu sem samtals um eitt hundrað manns taka þátt í. Það stendur í febrúar og mars og er að mestu fjármagnað af breskum, kanadískum og bandarískum sjóðum. Haraldur segir að þar sem ískalt loft streymi af hafísnum yfir sjóinn verði gífurlegt hitaflæði upp í loftið. „Þar verða mikil orkuskipti og menn hafa áhuga á þessu vegna hafstrauma í sjónum því þarna leikur grunur á að töluverður sjór sökkvi og streymi svo til suðurs á nokkru dýpi á milli Íslands og Grænlands. Þetta er veikur hlekkur í hugmyndum manna um hringrásina í sjónum. Hún er ekki að fullu kortlögð.“ Vísindamennirnir eru að reyna að átta sig á því hversu mikið af orku kemur frá sjónum upp í loftið. Það sem Haraldur fæst mest við eru áhrif landslags á þessi orkuskipti og yfirhöfuð á veður og vinda. Verið sé að kortleggja hvar sé skjól af landi og hvar séu vindrastir. Hafís hefur hörfað mikið miðað við stöðuna fyrir 30 til 40 árum. Sjá einnig: Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér „Þarna eru mörg hundruð þúsund ferkílómetrar sem áður voru huldir hafís yfir veturinn. Það er í sjálfu sér ekki órökrétt að þarna geti orðið breyting á hafstraumum fyrir vikið,“ segir Haraldur. Unnið verður úr gögnum í sumar og haust. „Það sturta eitt til tvö hundruð vísindamenn sér yfir gögnin sem allir ætla að fá Nóbelsverðlaunin ekki seinna en á næsta ári,“ segir Haraldur. Gögnin verði notuð stíft næstu tíu til fimmtán ár í prófanir og reiknilíkön og jafnvel öðru hverju lengi eftir það. Hluti af verkefninu er að prófa sjálfvirk tæki til mælinga. „Framtíðin verður sú að það verða litlir mælikafbátar sem sigla fram og til baka og koma upp öðru hvoru til að senda frá sér gögn um gervitungl í land. Þetta verður ekki að fullu kortlagt fyrr en þessi tækni er komin á svipað stig og sjálfvirkar veðurstöðvar eru í dag,“ segir Haraldur. Skipið Alliance er við rannsóknir milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands. „Skipið er að mæla í sjónum hvaða áhrif loftið hefur á sjóinn. Menn eru að leita að sjó sem sekkur niður í kjölfar kælingar,“ útskýrir Haraldur. Alliance er með ítalskri áhöfn og tengist NATO sem hefur síðasta orðið um það hverjir fá að stíga um borð. „Rússneskur doktorsnemi í London sem átti að vinna á skipinu fékk ekki leyfi til að koma um borð og er því á Akureyri að skipuleggja flugin,“ segir Haraldur. „Mér heyrist á þeim sem sáu um að taka skipið á leigu að þeir ætli að fara fram á afslátt vegna þessa.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vísindi Tengdar fréttir Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér Hluti af stóru fjögurra ára rannsóknarverkefni á vegum East Anglia háskólans á Bretlandi fer nú fram við Ísland. Flugvél breskrar suðurskautsstofnunar er gerð út frá Akureyri og gerir margháttaðar mælingar á mikilvægum hafstraumum. 20. mars 2018 06:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér Hluti af stóru fjögurra ára rannsóknarverkefni á vegum East Anglia háskólans á Bretlandi fer nú fram við Ísland. Flugvél breskrar suðurskautsstofnunar er gerð út frá Akureyri og gerir margháttaðar mælingar á mikilvægum hafstraumum. 20. mars 2018 06:00