Starfsmenn glíma enn við eftirköst myglu á Kirkjusandi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Íslandsbanki flúði myglu- og rakaskemmdar höfuðstöðvar sínar við Kirkjusand. Einhverjir starfsmenn glíma þó enn við eftirköstin af þeim. Íslandsbanki leggur til að húsnæðið á Kirkjusandi verði rifið Vísir/Vilhelm Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka glíma enn við eftirköst veikinda af völdum myglu- og rakaskemmda í höfuðstöðvum bankans við Kirkjusand. Af þeim sökum hefur þeim verið hlíft við að flytja í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan á framkvæmdum hefur staðið þar. „Þetta eru örfáir starfsmenn sem ekki eru starfandi í húsi á meðan á framkvæmdum í Norðurturninum stendur. Þau hafa verið viðkvæm fyrir raskinu sem er í húsinu eftir Kirkjusandinn,“ segir Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka. „Það fellur til alls konar ryk og annað við framkvæmdirnar svo þeim er hlíft við að vera þar á meðan á framkvæmdum stendur. En þau eru væntanleg í hús núna á næstunni,“ segir Edda en bendir á að enginn þeirra hafi verið í veikindaleyfi vegna þessa, aðeins unnið annars staðar en í húsinu.Edda HermannsdóttirÍ ársbyrjun 2016 greindu forsvarsmenn bankans frá því að mygla hefði greinst á vinnusvæðum starfsmanna höfuðstöðvanna við Kirkjusand og að gripið hefði verið til ráðstafana af þeim sökum. Óæskilegt magn af gróum og sveppahlutum fannst á einstaka vinnusvæðum starfsmanna. Starfsfólk hafði kvartað yfir óþægindum og lélegum loftgæðum. Nokkru síðar var tilkynnt um að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar og sameina starfsemi sína í Norðurturninum í Kópavogi. Þeir flutningar hófust á síðari hluta árs 2016 þegar fyrstu starfsmenn fluttust yfir en síðan stóðu flutningar yfir langt fram á árið 2017. Nú er svo komið að nær allir starfsmenn, ríflega sex hundruð talsins, eru komnir í Norðurturninn. Bankinn lækkaði virði á húsnæðinu að Kirkjusandi um 1,2 milljarða í reikningum árið 2016. Birna Einarsdóttir útskýrði ákvörðunina á þann veg að engin leið væri að vita hvað yrði um húsið eða hvað skemmdirnar myndu kosta bankann. Íslandsbanki lagði síðar til að gömlu höfuðstöðvarnar á Kirkjusandi yrðu rifnar og hefur lagt inn beiðni til Reykjavíkurborgar um að hefja vinnu við að skipuleggja lóðina út frá því. „Við erum búin að láta þrjú sérfræðifyrirtæki skoða húsið og meta kostnaðinn við að ýmist gera það upp eða rífa það. Í framhaldinu var tekin ákvörðun um að það yrði of kostnaðarsamt að ráðast í viðgerðir, þar sem of miklar skemmdir voru á húsinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Vilja rífa húsið á Kirkjusandi Íslandsbanki hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að fá að hefja framkvæmdir á lóð fyrirtækisins við Kirkjusand. 23. febrúar 2018 05:57 Mygluskemmdir kosta Íslandsbanka 1,2 milljarða Bankinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort rífa eigi húsnæðið. 24. ágúst 2016 11:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka glíma enn við eftirköst veikinda af völdum myglu- og rakaskemmda í höfuðstöðvum bankans við Kirkjusand. Af þeim sökum hefur þeim verið hlíft við að flytja í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan á framkvæmdum hefur staðið þar. „Þetta eru örfáir starfsmenn sem ekki eru starfandi í húsi á meðan á framkvæmdum í Norðurturninum stendur. Þau hafa verið viðkvæm fyrir raskinu sem er í húsinu eftir Kirkjusandinn,“ segir Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka. „Það fellur til alls konar ryk og annað við framkvæmdirnar svo þeim er hlíft við að vera þar á meðan á framkvæmdum stendur. En þau eru væntanleg í hús núna á næstunni,“ segir Edda en bendir á að enginn þeirra hafi verið í veikindaleyfi vegna þessa, aðeins unnið annars staðar en í húsinu.Edda HermannsdóttirÍ ársbyrjun 2016 greindu forsvarsmenn bankans frá því að mygla hefði greinst á vinnusvæðum starfsmanna höfuðstöðvanna við Kirkjusand og að gripið hefði verið til ráðstafana af þeim sökum. Óæskilegt magn af gróum og sveppahlutum fannst á einstaka vinnusvæðum starfsmanna. Starfsfólk hafði kvartað yfir óþægindum og lélegum loftgæðum. Nokkru síðar var tilkynnt um að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar og sameina starfsemi sína í Norðurturninum í Kópavogi. Þeir flutningar hófust á síðari hluta árs 2016 þegar fyrstu starfsmenn fluttust yfir en síðan stóðu flutningar yfir langt fram á árið 2017. Nú er svo komið að nær allir starfsmenn, ríflega sex hundruð talsins, eru komnir í Norðurturninn. Bankinn lækkaði virði á húsnæðinu að Kirkjusandi um 1,2 milljarða í reikningum árið 2016. Birna Einarsdóttir útskýrði ákvörðunina á þann veg að engin leið væri að vita hvað yrði um húsið eða hvað skemmdirnar myndu kosta bankann. Íslandsbanki lagði síðar til að gömlu höfuðstöðvarnar á Kirkjusandi yrðu rifnar og hefur lagt inn beiðni til Reykjavíkurborgar um að hefja vinnu við að skipuleggja lóðina út frá því. „Við erum búin að láta þrjú sérfræðifyrirtæki skoða húsið og meta kostnaðinn við að ýmist gera það upp eða rífa það. Í framhaldinu var tekin ákvörðun um að það yrði of kostnaðarsamt að ráðast í viðgerðir, þar sem of miklar skemmdir voru á húsinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Vilja rífa húsið á Kirkjusandi Íslandsbanki hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að fá að hefja framkvæmdir á lóð fyrirtækisins við Kirkjusand. 23. febrúar 2018 05:57 Mygluskemmdir kosta Íslandsbanka 1,2 milljarða Bankinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort rífa eigi húsnæðið. 24. ágúst 2016 11:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Vilja rífa húsið á Kirkjusandi Íslandsbanki hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að fá að hefja framkvæmdir á lóð fyrirtækisins við Kirkjusand. 23. febrúar 2018 05:57
Mygluskemmdir kosta Íslandsbanka 1,2 milljarða Bankinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort rífa eigi húsnæðið. 24. ágúst 2016 11:00