Ætlum að vera í bílstjórasætinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2018 10:30 Stelpurnar verða að vinna í dag. vísir/eyþór Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Slóveníu ytra klukkan 15.00 í dag í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Frakklandi. Er þetta fyrri leikur liðsins af tveimur í þessu landsleikjahléi. Verður þetta í 5. sinn sem þessi lið mætast í A-landsleik en Slóvenar hafa aðeins unnið einn þeirra, fyrir ellefu árum. Í undankeppninni fyrir EM 2017 mættust liðin tvívegis og vann Ísland 6-0 sigur á vellinum sem leikurinn fer fram á. Eiga Stelpurnar okkar því góðar minningar þaðan.Hungur í hópnum Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, fann fyrir mikilli spennu hjá hópnum að hefja leik, ekki aðeins hjá þeim sem leika á Íslandi, en hópurinn hefur beðið í eftirvæntingu allt frá síðasta keppnisleik í lok október. „Undirbúningurinn hefur gengið vel, það eru allar klárar og ég finn fyrir miklu hungri að byrja aftur í þessari undankeppni. Við vildum helst spila næsta leik strax síðasta haust. Það er mikil eftirvænting að þetta sé að fara aftur af stað eftir fimm mánaða hlé.“ Freyr sagði að upplegg Slóvena hefði ekki breyst á þessum þremur árum síðan liðin mættust á sama velli. „Það eru ekki margar breytingar, þær eru með sterkt varnarlið sem spilar góða pressu og við vitum hvað þarf til. Markvarslan er ennþá vandamál hjá þeim og við ætlum okkur að nýta okkur það. Þær eru sterkar í skyndisóknum og föstum leikatriðum en við vitum af því og ætlum að reyna að loka á það,“ sagði Freyr og bætti við: „Síðast náðum við að brjóta þær niður með tveimur mörkum strax í upphafi, þá þurftu þær að færa sig framar og við gátum nýtt okkur veikleikana í varnarlínu þeirra.“Fögnum því að fá Hörpu aftur Freyr tók því fagnandi að fá Hörpu Þorsteinsdóttur aftur inn í hópinn en hún hefur skorað átján mörk fyrir íslenska landsliðið, þar af tvö í 6-0 sigrinum á Slóveníu árið 2015. „Það yrði mikill kostur að skora snemma í leiknum en við gerum það sem þarf til að fá stigin þrjú. Það er frábært að fá Hörpu aftur inn í liðið, við fögnum því að sjá hana. Við áttum ekki í vandræðum með að skora í lokaleikjum undankeppni Evrópumótsins en meiðsli og fjarvera lykilmanna gerðu okkur erfitt fyrir að skora í æfingarleikjum undanfarið.“ Freyr sagði hópinn vera ákveðinn í að taka fullt hús stiga í næstu þremur leikjum og hafa örlögin í eigin höndum í lokalandsleikjahléinu gegn Tékklandi og Þýskalandi. „Við ætlum okkur að komast í bílstjórasætið í riðlinum og spila úrslitaleiki næsta haust. Við gerum þá kröfu til okkar að ná í þrjú stig í dag. Ef við klárum okkar leiki verðum við í bílstjórasætinu í haust,“ sagði Freyr. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Slóveníu ytra klukkan 15.00 í dag í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Frakklandi. Er þetta fyrri leikur liðsins af tveimur í þessu landsleikjahléi. Verður þetta í 5. sinn sem þessi lið mætast í A-landsleik en Slóvenar hafa aðeins unnið einn þeirra, fyrir ellefu árum. Í undankeppninni fyrir EM 2017 mættust liðin tvívegis og vann Ísland 6-0 sigur á vellinum sem leikurinn fer fram á. Eiga Stelpurnar okkar því góðar minningar þaðan.Hungur í hópnum Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, fann fyrir mikilli spennu hjá hópnum að hefja leik, ekki aðeins hjá þeim sem leika á Íslandi, en hópurinn hefur beðið í eftirvæntingu allt frá síðasta keppnisleik í lok október. „Undirbúningurinn hefur gengið vel, það eru allar klárar og ég finn fyrir miklu hungri að byrja aftur í þessari undankeppni. Við vildum helst spila næsta leik strax síðasta haust. Það er mikil eftirvænting að þetta sé að fara aftur af stað eftir fimm mánaða hlé.“ Freyr sagði að upplegg Slóvena hefði ekki breyst á þessum þremur árum síðan liðin mættust á sama velli. „Það eru ekki margar breytingar, þær eru með sterkt varnarlið sem spilar góða pressu og við vitum hvað þarf til. Markvarslan er ennþá vandamál hjá þeim og við ætlum okkur að nýta okkur það. Þær eru sterkar í skyndisóknum og föstum leikatriðum en við vitum af því og ætlum að reyna að loka á það,“ sagði Freyr og bætti við: „Síðast náðum við að brjóta þær niður með tveimur mörkum strax í upphafi, þá þurftu þær að færa sig framar og við gátum nýtt okkur veikleikana í varnarlínu þeirra.“Fögnum því að fá Hörpu aftur Freyr tók því fagnandi að fá Hörpu Þorsteinsdóttur aftur inn í hópinn en hún hefur skorað átján mörk fyrir íslenska landsliðið, þar af tvö í 6-0 sigrinum á Slóveníu árið 2015. „Það yrði mikill kostur að skora snemma í leiknum en við gerum það sem þarf til að fá stigin þrjú. Það er frábært að fá Hörpu aftur inn í liðið, við fögnum því að sjá hana. Við áttum ekki í vandræðum með að skora í lokaleikjum undankeppni Evrópumótsins en meiðsli og fjarvera lykilmanna gerðu okkur erfitt fyrir að skora í æfingarleikjum undanfarið.“ Freyr sagði hópinn vera ákveðinn í að taka fullt hús stiga í næstu þremur leikjum og hafa örlögin í eigin höndum í lokalandsleikjahléinu gegn Tékklandi og Þýskalandi. „Við ætlum okkur að komast í bílstjórasætið í riðlinum og spila úrslitaleiki næsta haust. Við gerum þá kröfu til okkar að ná í þrjú stig í dag. Ef við klárum okkar leiki verðum við í bílstjórasætinu í haust,“ sagði Freyr.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira