Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 16:53 Fréttir voru fluttar af því í vikunni að Júlía Skripal væri komin til meðvitundar eftir að hafa orðið fyrir taugaeitursárás í byrjun mars síðastliðnum. Vísir/AFP Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa gefið út yfirlýsingu fyrir hönd hinnar rússnesku Júlíu Skripal, sem varð fyrir taugaeitursárás í mars. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega eftir árásina. BBC greinir frá. „Ég er núna búin að vera vakandi í rúma viku og það er mér ánægja að tilkynna að ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður. Ég er þakklát fyrir áhugann sem fólk hefur sýnt mér og skilaboðin sem ég hef fengið,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar, sem send var út fyrir hönd Júlíu. Þá vildi hún einnig koma á framfæri þakklæti sínu í garð fólksins í bænum Salisbury fyrir að koma sér og föður sínum til hjálpar á ögurstundu. Júlía þakkaði einnig heilbrigðisstarfsfólki á sjúkrahúsinu í Salisbury, sem hún hefur dvalið á síðan í mars, fyrir „umönnun og fagmennsku.“ „Ég er viss um að þið skiljið að atvikið gerir mann nokkuð ruglaðan í ríminu, og ég vona að þið virðið einkalíf mitt og fjölskyldu minnar nú þegar ég reyni að ná bata.“Sjá einnig: Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Nokkrum klukkustundum áður en breska lögreglan sendi frá sér yfirlýsinguna birti rússneska sjónvarpsstöðin Russia 1 afrit af símtali milli Júlíu og frænku hennar, Viktoríu Skripal. Í útsendingu sögðu fréttamenn þó að ekki hefði fengist staðfest að um væri að ræða raunverulegt samtal frænknanna. Viktoría sagði þó í samtali við breska dagblaðið The Guardian í dag að hún hefði rætt við Yuliu í síma og að afrit af símtalinu yrði brátt birt í rússneskum fjölmiðlum, sem var og gert. Taugaeitri var beitt gegn feðginunum Sergei, sem er fyrrverandi njósnari, og Júlíu Skripal þann 4. mars síðastliðinn og er Sergei er enn í alvarlegu, en stöðugu, ástandi. Bretar saka Rússa um aðild að árásinni. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa gefið út yfirlýsingu fyrir hönd hinnar rússnesku Júlíu Skripal, sem varð fyrir taugaeitursárás í mars. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega eftir árásina. BBC greinir frá. „Ég er núna búin að vera vakandi í rúma viku og það er mér ánægja að tilkynna að ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður. Ég er þakklát fyrir áhugann sem fólk hefur sýnt mér og skilaboðin sem ég hef fengið,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar, sem send var út fyrir hönd Júlíu. Þá vildi hún einnig koma á framfæri þakklæti sínu í garð fólksins í bænum Salisbury fyrir að koma sér og föður sínum til hjálpar á ögurstundu. Júlía þakkaði einnig heilbrigðisstarfsfólki á sjúkrahúsinu í Salisbury, sem hún hefur dvalið á síðan í mars, fyrir „umönnun og fagmennsku.“ „Ég er viss um að þið skiljið að atvikið gerir mann nokkuð ruglaðan í ríminu, og ég vona að þið virðið einkalíf mitt og fjölskyldu minnar nú þegar ég reyni að ná bata.“Sjá einnig: Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Nokkrum klukkustundum áður en breska lögreglan sendi frá sér yfirlýsinguna birti rússneska sjónvarpsstöðin Russia 1 afrit af símtali milli Júlíu og frænku hennar, Viktoríu Skripal. Í útsendingu sögðu fréttamenn þó að ekki hefði fengist staðfest að um væri að ræða raunverulegt samtal frænknanna. Viktoría sagði þó í samtali við breska dagblaðið The Guardian í dag að hún hefði rætt við Yuliu í síma og að afrit af símtalinu yrði brátt birt í rússneskum fjölmiðlum, sem var og gert. Taugaeitri var beitt gegn feðginunum Sergei, sem er fyrrverandi njósnari, og Júlíu Skripal þann 4. mars síðastliðinn og er Sergei er enn í alvarlegu, en stöðugu, ástandi. Bretar saka Rússa um aðild að árásinni.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00
Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28