Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 16:53 Fréttir voru fluttar af því í vikunni að Júlía Skripal væri komin til meðvitundar eftir að hafa orðið fyrir taugaeitursárás í byrjun mars síðastliðnum. Vísir/AFP Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa gefið út yfirlýsingu fyrir hönd hinnar rússnesku Júlíu Skripal, sem varð fyrir taugaeitursárás í mars. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega eftir árásina. BBC greinir frá. „Ég er núna búin að vera vakandi í rúma viku og það er mér ánægja að tilkynna að ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður. Ég er þakklát fyrir áhugann sem fólk hefur sýnt mér og skilaboðin sem ég hef fengið,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar, sem send var út fyrir hönd Júlíu. Þá vildi hún einnig koma á framfæri þakklæti sínu í garð fólksins í bænum Salisbury fyrir að koma sér og föður sínum til hjálpar á ögurstundu. Júlía þakkaði einnig heilbrigðisstarfsfólki á sjúkrahúsinu í Salisbury, sem hún hefur dvalið á síðan í mars, fyrir „umönnun og fagmennsku.“ „Ég er viss um að þið skiljið að atvikið gerir mann nokkuð ruglaðan í ríminu, og ég vona að þið virðið einkalíf mitt og fjölskyldu minnar nú þegar ég reyni að ná bata.“Sjá einnig: Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Nokkrum klukkustundum áður en breska lögreglan sendi frá sér yfirlýsinguna birti rússneska sjónvarpsstöðin Russia 1 afrit af símtali milli Júlíu og frænku hennar, Viktoríu Skripal. Í útsendingu sögðu fréttamenn þó að ekki hefði fengist staðfest að um væri að ræða raunverulegt samtal frænknanna. Viktoría sagði þó í samtali við breska dagblaðið The Guardian í dag að hún hefði rætt við Yuliu í síma og að afrit af símtalinu yrði brátt birt í rússneskum fjölmiðlum, sem var og gert. Taugaeitri var beitt gegn feðginunum Sergei, sem er fyrrverandi njósnari, og Júlíu Skripal þann 4. mars síðastliðinn og er Sergei er enn í alvarlegu, en stöðugu, ástandi. Bretar saka Rússa um aðild að árásinni. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa gefið út yfirlýsingu fyrir hönd hinnar rússnesku Júlíu Skripal, sem varð fyrir taugaeitursárás í mars. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega eftir árásina. BBC greinir frá. „Ég er núna búin að vera vakandi í rúma viku og það er mér ánægja að tilkynna að ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður. Ég er þakklát fyrir áhugann sem fólk hefur sýnt mér og skilaboðin sem ég hef fengið,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar, sem send var út fyrir hönd Júlíu. Þá vildi hún einnig koma á framfæri þakklæti sínu í garð fólksins í bænum Salisbury fyrir að koma sér og föður sínum til hjálpar á ögurstundu. Júlía þakkaði einnig heilbrigðisstarfsfólki á sjúkrahúsinu í Salisbury, sem hún hefur dvalið á síðan í mars, fyrir „umönnun og fagmennsku.“ „Ég er viss um að þið skiljið að atvikið gerir mann nokkuð ruglaðan í ríminu, og ég vona að þið virðið einkalíf mitt og fjölskyldu minnar nú þegar ég reyni að ná bata.“Sjá einnig: Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Nokkrum klukkustundum áður en breska lögreglan sendi frá sér yfirlýsinguna birti rússneska sjónvarpsstöðin Russia 1 afrit af símtali milli Júlíu og frænku hennar, Viktoríu Skripal. Í útsendingu sögðu fréttamenn þó að ekki hefði fengist staðfest að um væri að ræða raunverulegt samtal frænknanna. Viktoría sagði þó í samtali við breska dagblaðið The Guardian í dag að hún hefði rætt við Yuliu í síma og að afrit af símtalinu yrði brátt birt í rússneskum fjölmiðlum, sem var og gert. Taugaeitri var beitt gegn feðginunum Sergei, sem er fyrrverandi njósnari, og Júlíu Skripal þann 4. mars síðastliðinn og er Sergei er enn í alvarlegu, en stöðugu, ástandi. Bretar saka Rússa um aðild að árásinni.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00
Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28