Ræddi við lögregluþjóna skömmu fyrir árásina Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2018 22:30 Aghdam sagðist vera á leið til ættingja sinna og að hún væri að leita að vinnu. Vísir/AFP Nokkrum klukkustundum áður en Nasim Aghdam særði þrjá í höfuðstöðvum YouTube í Kaliforníu og framdi sjálfsvíg, fundu lögregluþjónar hana sofandi í bíl hennar. Samkvæmt lögreglunni var hún róleg og ræddu lögregluþjónar við hana í um tuttugu mínútur. Hún sagðist eiga í vandræðum heima fyrir og töldu lögregluþjónar ekki að af henni stafaði ógn. Aghdam sagði ekkert um að hún væri reið út í YouTube. Hún sagðist vera á leið til ættingja sinna og að hún væri að leita að vinnu. „Þetta var ósköp venjulegt samtal,“ sagði yfirlögreglustjóri við AP fréttaveituna.Seinna í gær fór hún á skotsvæði og svo í höfuðstöðvar YouTube þar sem hún komst inn í gegnum bílakjallara. Hún skaut nokkrum skotum úr skammbyssu og særði þrjá áður en hún beindi byssunni að sér. Talið er að hún hafi skotið á fólk af handahófi. Aghdam hafði sakað YouTube um ritskoðunartilburði og að hafa lokað á myndbönd hennar og hætt að greiða henni. Hún birti reglulega myndbönd sem fjölluðu um grænmetisát, grimmd gegn dýrum og líkamsrækt. Faðir hennar segist hafa rætt við lögreglu í fyrradag, degi fyrir árásina, og sagt að hún ætlaði sér mögulega að fara á skrifstofur YouTube. Lögreglan segir það þó ekki rétt. Tvisvar sinnum hafi verið rætt við föðurinn fyrir árásina eftir að lögregla hafði afskipti af henni og hann hafi ekkert sagt um að ógn stafaði af henni. Tvö af fórnarlömbum Aghdam hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi en sá þriðji er enn í alvarlegu ástandi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Fjórir eru særðir og kona sem hóf skothríð virðist hafa framið sjálfsmorð. 3. apríl 2018 20:23 Byssumaðurinn hafði horn í síðu Youtube Lögreglan í Kaliforníu hefur nú staðfest að konan sem særði þrjá í og við höfuðstöðvar Youtube í gærkvöldi hafi framið sjálfsvíg. 4. apríl 2018 06:50 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Nokkrum klukkustundum áður en Nasim Aghdam særði þrjá í höfuðstöðvum YouTube í Kaliforníu og framdi sjálfsvíg, fundu lögregluþjónar hana sofandi í bíl hennar. Samkvæmt lögreglunni var hún róleg og ræddu lögregluþjónar við hana í um tuttugu mínútur. Hún sagðist eiga í vandræðum heima fyrir og töldu lögregluþjónar ekki að af henni stafaði ógn. Aghdam sagði ekkert um að hún væri reið út í YouTube. Hún sagðist vera á leið til ættingja sinna og að hún væri að leita að vinnu. „Þetta var ósköp venjulegt samtal,“ sagði yfirlögreglustjóri við AP fréttaveituna.Seinna í gær fór hún á skotsvæði og svo í höfuðstöðvar YouTube þar sem hún komst inn í gegnum bílakjallara. Hún skaut nokkrum skotum úr skammbyssu og særði þrjá áður en hún beindi byssunni að sér. Talið er að hún hafi skotið á fólk af handahófi. Aghdam hafði sakað YouTube um ritskoðunartilburði og að hafa lokað á myndbönd hennar og hætt að greiða henni. Hún birti reglulega myndbönd sem fjölluðu um grænmetisát, grimmd gegn dýrum og líkamsrækt. Faðir hennar segist hafa rætt við lögreglu í fyrradag, degi fyrir árásina, og sagt að hún ætlaði sér mögulega að fara á skrifstofur YouTube. Lögreglan segir það þó ekki rétt. Tvisvar sinnum hafi verið rætt við föðurinn fyrir árásina eftir að lögregla hafði afskipti af henni og hann hafi ekkert sagt um að ógn stafaði af henni. Tvö af fórnarlömbum Aghdam hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi en sá þriðji er enn í alvarlegu ástandi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Fjórir eru særðir og kona sem hóf skothríð virðist hafa framið sjálfsmorð. 3. apríl 2018 20:23 Byssumaðurinn hafði horn í síðu Youtube Lögreglan í Kaliforníu hefur nú staðfest að konan sem særði þrjá í og við höfuðstöðvar Youtube í gærkvöldi hafi framið sjálfsvíg. 4. apríl 2018 06:50 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Fjórir eru særðir og kona sem hóf skothríð virðist hafa framið sjálfsmorð. 3. apríl 2018 20:23
Byssumaðurinn hafði horn í síðu Youtube Lögreglan í Kaliforníu hefur nú staðfest að konan sem særði þrjá í og við höfuðstöðvar Youtube í gærkvöldi hafi framið sjálfsvíg. 4. apríl 2018 06:50