Trump samþykkir að hafa hermenn í Sýrlandi um tíma Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2018 19:27 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að hafa hermenn Í Sýrlandi um tíma. Hann hefur þó skipað Varnarmálaráðuneyti sínu að undirbúa brottflutning þeirra. Engin tímatafla liggur fyrir en Trump vill ganga úr skugga um ósigur Íslamska ríkisins og sömuleiðis vill hann að önnur ríki stígi inn í og hjálpi til við að tryggja stöðugleika í Sýrlandi. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að skamman tíma myndi taka að ganga frá ISIS og nú þegar hefðu þeir nánast tapað öllu sínu yfirráðasvæði. „Við munum halda samráði við bandamenn okkar áfram. Við ætlumst til þess að önnur ríki á svæðinu og Sameinuðu þjóðirnar vinni saman að því að tryggja frið og ganga úr skugga um að Íslamska ríkið stingi ekki aftur upp kollinum,“ sagði Sanders í yfirlýsingu.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar deildi Trump við ráðgjafa sína og nýjan utanríkisráðherra sem mæltu með því að Bandaríkin myndu taka sinn tíma og yfirgefa Sýrland ekki of fljótt.Trump tjáði sig um málið á blaðamannafundi í gærUm tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi.Sjá einnig: Trump vill kalla hermenn heim frá Sýrlandi en herinn vill það ekkiJim Mattis, varnarmálaráðherra, og hershöfðinginn Joseph L. Votel, yfirmaður herafla Bandaríkjanna, hafa undanfarnar vikur sagt að þörf væri á því að halda hermönnum í Sýrlandi til að tryggja stöðugleika og finna pólitíska lausn á átökunum í Sýrlandi. Það sem bandarískir ráðamenn og bandamenn Bandaríkjanna óttast er að Íslamska ríkið gætu stungið upp kollinum aftur eða önnur ríki eins og Rússland og Íran gætu fyllt upp í það tómarúm sem myndi myndast. Rússland og Íran hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad og hafa yfirvöld Ísrael áhyggjur af auknum umsvifum Íran í Sýrlandi. Þá óttast sýrlenskir Kúrdar um öryggi sitt ef bandarískir hermenn myndu fara frá Sýrlandi. Bæði vegna mögulegrar upprisu ISIS og vegna þeirra ógnar sem þeim stafar af Tyrkjum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur ítrekað hótað því að ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum eins og hann gerði í Afrinhéraði. Trump hefur lengi talað um að koma draga Bandaríkin úr kostnaðarsömum átökum í Mið-Austurlöndum. Hann gagnrýndi hins vegar forvera sinn, Barack Obama, harðlega fyrir að hafa lýst því yfir hvenær bandarískir hermenn myndu fara frá Írak og hefur Trump haldið því fram að brottför þeirra frá Írak hafi gert ISIS-liðum mögulegt að leggja undir sig stór svæði í Írak og Sýrlandi.Nú síðast í ágúst sagði Trump, þegar hann tilkynnti fjölgun hermanna í Afganistan, að ótímabær brottflutningur þaðan gæti haft alvarlegar afleiðingar. Þær gætu verið óútreiknanlegar hryðjuverkasamtök gætu nýtt sér það tómarúm sem yrði til. Donald Trump Sýrland Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að hafa hermenn Í Sýrlandi um tíma. Hann hefur þó skipað Varnarmálaráðuneyti sínu að undirbúa brottflutning þeirra. Engin tímatafla liggur fyrir en Trump vill ganga úr skugga um ósigur Íslamska ríkisins og sömuleiðis vill hann að önnur ríki stígi inn í og hjálpi til við að tryggja stöðugleika í Sýrlandi. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að skamman tíma myndi taka að ganga frá ISIS og nú þegar hefðu þeir nánast tapað öllu sínu yfirráðasvæði. „Við munum halda samráði við bandamenn okkar áfram. Við ætlumst til þess að önnur ríki á svæðinu og Sameinuðu þjóðirnar vinni saman að því að tryggja frið og ganga úr skugga um að Íslamska ríkið stingi ekki aftur upp kollinum,“ sagði Sanders í yfirlýsingu.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar deildi Trump við ráðgjafa sína og nýjan utanríkisráðherra sem mæltu með því að Bandaríkin myndu taka sinn tíma og yfirgefa Sýrland ekki of fljótt.Trump tjáði sig um málið á blaðamannafundi í gærUm tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi.Sjá einnig: Trump vill kalla hermenn heim frá Sýrlandi en herinn vill það ekkiJim Mattis, varnarmálaráðherra, og hershöfðinginn Joseph L. Votel, yfirmaður herafla Bandaríkjanna, hafa undanfarnar vikur sagt að þörf væri á því að halda hermönnum í Sýrlandi til að tryggja stöðugleika og finna pólitíska lausn á átökunum í Sýrlandi. Það sem bandarískir ráðamenn og bandamenn Bandaríkjanna óttast er að Íslamska ríkið gætu stungið upp kollinum aftur eða önnur ríki eins og Rússland og Íran gætu fyllt upp í það tómarúm sem myndi myndast. Rússland og Íran hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad og hafa yfirvöld Ísrael áhyggjur af auknum umsvifum Íran í Sýrlandi. Þá óttast sýrlenskir Kúrdar um öryggi sitt ef bandarískir hermenn myndu fara frá Sýrlandi. Bæði vegna mögulegrar upprisu ISIS og vegna þeirra ógnar sem þeim stafar af Tyrkjum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur ítrekað hótað því að ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum eins og hann gerði í Afrinhéraði. Trump hefur lengi talað um að koma draga Bandaríkin úr kostnaðarsömum átökum í Mið-Austurlöndum. Hann gagnrýndi hins vegar forvera sinn, Barack Obama, harðlega fyrir að hafa lýst því yfir hvenær bandarískir hermenn myndu fara frá Írak og hefur Trump haldið því fram að brottför þeirra frá Írak hafi gert ISIS-liðum mögulegt að leggja undir sig stór svæði í Írak og Sýrlandi.Nú síðast í ágúst sagði Trump, þegar hann tilkynnti fjölgun hermanna í Afganistan, að ótímabær brottflutningur þaðan gæti haft alvarlegar afleiðingar. Þær gætu verið óútreiknanlegar hryðjuverkasamtök gætu nýtt sér það tómarúm sem yrði til.
Donald Trump Sýrland Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira