Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Ritstjórn skrifar 2. apríl 2018 17:08 Myndir úr verkefni Huldu Sifjar sem var tileinkað móðurhlutverkinu. Myndir/Hulda Sif Móðir – kona – meyja. Sumir segja að móðurhlutverkið sé eitt það mikilvægasta í heiminum. Hlutverk sem í senn er það besta og það erfiðasta sem maður tekur sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Þrátt fyrir að hlutverkið sjálft hafi breyst í aldanna rás er grunnurinn ávallt sá hinn sami, skilyrðislaus ást. Glamour fékk nokkrar fræknar konur til að deila með okkur sinni reynslu af þessu margslungna hlutverki. Móðurhlutverkið í sinni tærustu mynd, án þess að sykurhúða neitt. Hulda Sif Ásmundsdóttir er í ljósmyndanámi við Konunglegu listaakademíuna í Haag í Hollandi og hefur lagt áherslu á móðurhlutverkið í verkefnum sínum undanfarið. Þar skoðar hún meðal annars stöðu kvenna í samfélaginu og í listheiminum. Hún hefur engan áhuga á að tala um hversu fallegt lífið er eftir barneignir heldur vill frekar endurspegla móðurhlutverkið með hreinskilnum hætti. Hulda Sif er sjálf tveggja barna móðir.Segðu okkur frá verkefninu. „Á þriðja ári í náminu fer fyrri önnin í að setja upp samsýningu nemenda ásamt sýningarstjóra sem var að þessu sinni Erik Kessels. Yfirskriftin á sýningunni var „Fabulous Failures“ eða Stórkostleg mistök og vildi hann að við einbeittum okkur að mistökum, því það eru oft þau sem opna á möguleikana í sköpun. Í miðju ferlinu stóð ég frammi fyrir nýjum áskorunum sem foreldri en dóttir mín sem er níu ára gömul var farin að nota samskiptamiðil sem ég taldi öruggan og skemmtilegan, en komst að allt öðru þegar ég fór að rannsaka hann betur. Ég nýtti tækifærið og fjallaði um þetta í sýningunni með verkinu „LIKE ME“. Það fjallar í raun um hvernig við foreldrar þurfum að vera vakandi og vel upplýst varðandi þennan heim og þannig kennt börnum okkar að varast ákveðnar hættur. Í framhaldinu fór ég svo að velta fyrir mér móðurhlutverkinu og skoða sjálfa mig í því, hver mín upplifun væri og annarra í mínu nánasta umhverfi. Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni; þó við upplifum það mismunandi þá eru ákveðnir hlutir sem við tengjum flestar við. Ég fór einnig að skoða stöðu kvenna í samfélaginu og af hverju það er yfirleitt móðirin sem er heima með barnið þangað til það kemst á viðeigandi stofnun eins og dagheimili eða leikskóla. Þetta er auðvitað mjög mismunandi eftir löndum og staðan á Íslandi er til dæmis mun skárri en hér í Hollandi þar sem ég bý eins og er. Þetta varð einnig kveikjan að viðfangsefni lokaritgerðar minnar sem ég er byrjuð á. Þar skoða ég móðurhlutverkið og listheiminn; listakonur sem hafa valið það að eignast ekki börn því þær töldu það skaða feril sinn og í samanburði listakonur sem eiga börn og hvort það hafi mikil áhrif sköpun þeirra.“ Mynd/Hulda SifHvernig hefur ferlið gengið fyrir sig og hvað hefur þú lært á leiðinni?„Ég hef verið að vinna að þessu verkefni síðan í janúar og myndað mæður í Amsterdam, Haag, Árósum og Bratislava. Þar leita ég leiða til þess að tjá hvernig ég upplifi og sé móðurhlutverkið með ljósmyndum, ferlið hefur verið erfitt og í því fólst mikil sjálfsskoðun og hugleiðingar um eigið líf en auðvitað að sama skapi mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Verkefnið er langtímaverkefni og mun ég halda áfram að þróa myndmál mitt og rannsaka hlutverkið frá sem flestum sjónarhornum. Það sem ég hef aðallega lært af verkefninu hingað til er það að móðurtilfinningin er þvert á landamæri og tungumál. Allar þær mæður sem ég hef hitt eða talað við hingað til hafa allar svipaða sögu að segja, varðandi hvernig þær upplifa ábyrgðina og vinnuna sem í því felst. Það hjálpaði mér að sjálfsögðu í ferlinu að geta talað um hlutina hreint, beint og á jafningjagrundvelli og ég lagði mig fram við að ræða hreinskilið við þær. Satt best að segja hef ég engan áhuga á því að fjalla um hversu fallegt lífið er eftir að þú verður móðir, við höfum séð og lesið nóg um það í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.“Mynd/Hulda SifHorfirðu öðrum augun á hlutverkið eftir að þú byrjaðir að vinna verkefnið?„Ég get ekki sagt það. Mér hefur alltaf þótt það mikilvægt, en að mörgu leyti hefur það verið yfirþyrmandi að fara í gegnum þessa vinnu og ég hef áttað mig á því að ég fór aldrei mjög djúpt í rannsóknarvinnu eða pælingar um hvað það fjallaði, sem er eflaust mjög algengt. Einnig hef ég talað við konur sem eiga erfitt með að eignast börn og þrá ekkert heitar, það hefur gefið mér nýja sýn og ákveðið þakklæti fyrir það sem ég er að upplifa og mögulega taldi sjálfsagt. Ég í sjálfu sér get ekki verið hlutlaus varðandi móðurhlutverkið í listheiminum, fyrir það fyrsta þá hef ég sjálf ekki mótast að fullu sem listamaður ennþá þó ég hafi vissulega vaxið og í öðru lagi þá kem ég frá Íslandi þar sem þetta hefur aldrei verið eitthvert atriði, enda eigum við ótrúlega margar sterkar listakonur sem einnig eru mæður. Kveikjan að þessu ritgerðarefni kemur frá listakonum úti í hinum stóra heimi og sér í lagi frá einni sem sagði mér persónulega frá sinni ákvörðun og ég varð slegin vegna þess að ég hafði engan skilning á þessu; sjálfri datt mér aldrei til hugar að ég þyrfti mögulega að velja á milli þessa að verða móðir eða listakona. Ég er að nýta ljósmyndun sem miðil til þess að túlka hvað móðurhlutverkið er fyrir mér og tilgangurinn er að ná til sem flestra mæðra, að þær sjái sig í myndunum mínum og tengi við hvað ég er að fjalla um.“Hulda Sif ÁsmundsdóttirHvernig er móðurhlutverkið fyrir þér?Hlutverkið fyrir mér fjallar um ábyrgð; að kenna börnum mínum góð gildi og að þau vaxi og dafni sem góðar manneskjur sem er annt um aðra og umhverfið. Að þau fái rými til þess að þroskast og finna sínar leiðir í lífinu.Hvað er erfiðast og hvað er léttast?Erfiðast er að vera leiðinleg mamma þegar ég reyni að halda uppi aga! Léttast er að njóta samverustunda, fíflast og hafa gaman.Hvernig leið þér þegar þú uppgötvaðir að þú værir ólétt?Ég upplifði gleði.Besta ráðið sem þú hefur fengið varðandi móðurhlutverkið og frá hverjum var það?Ég átti dóttur mína, mitt fyrsta barn, í Kaupmannahöfn og fyrstu dagana kom ljósmóðir að heimsækja okkur. Ég hafði á orði við hana einn daginn að mér þætti hún ekki sofa svona eða hinsegin, né drekka nógu reglulega og sitthvað í þeim dúr. Þá horfði hún á mig blíðlega og sagði við mig: „Veistu það, hún er ekki vélmenni sem þú forritar!“ Mér hefur alltaf þótt fínt að hafa þetta bak við eyrað því hversu margar greinar eða bækur sem við lesum um hitt og þetta, fæðu eða svefn, þá erum við öll misjöfn með misjafnar þarfir. Annars finnst mér best að leita ráða hjá mömmu!Hvað hefur komið mest á óvart?Að ég get verið alveg ótrúlega þolinmóð þegar kemur að börnunum mínum.Hvað hefur kennt þér mest?Ég get ekki bent á eitthvað eitt, en eftir því sem börnin stækka verða áskoranirnar flóknari og stærri. Mér finnst ég alltaf vera að læra og það er þroskandi og skemmtilegt.Ertu með einhverja fyrirmynd að móðurhlutverkinu?Fyrir utan að eiga yndislega mömmu þá eru frábærar mæður allt í kringum mig og ég tek frá þeim það sem mér líkar og reyni þannig að finna eitthvert jafnvægi.Viðtalið birtist fyrst í sérstökum kafla tileinkuðum móðurhlutverkinu í júlí/ágúst tölublaði Glamour 2017. Mest lesið Balenciaga grípur til aðgerða eftir ásakanir um slæma meðferð á fyrirsætum Glamour Hver stund er dýrmæt Glamour Tísku - og kóngafólk sameinast í höllinni Glamour Sumartískan, súpermömmur og misheppnuð húðflúr Glamour PETA mótmælir á hluthafafundi Hermes Glamour Það sem okkur langar að klæðast núna: Alexander Wang Resort 2018 Glamour Hvað verður hún í ár? Glamour Kinnalitur hressir upp á útlitið í svartasta skammdeginu Glamour Ólétt á forsíðu Vanity Fair Glamour Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour
Móðir – kona – meyja. Sumir segja að móðurhlutverkið sé eitt það mikilvægasta í heiminum. Hlutverk sem í senn er það besta og það erfiðasta sem maður tekur sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Þrátt fyrir að hlutverkið sjálft hafi breyst í aldanna rás er grunnurinn ávallt sá hinn sami, skilyrðislaus ást. Glamour fékk nokkrar fræknar konur til að deila með okkur sinni reynslu af þessu margslungna hlutverki. Móðurhlutverkið í sinni tærustu mynd, án þess að sykurhúða neitt. Hulda Sif Ásmundsdóttir er í ljósmyndanámi við Konunglegu listaakademíuna í Haag í Hollandi og hefur lagt áherslu á móðurhlutverkið í verkefnum sínum undanfarið. Þar skoðar hún meðal annars stöðu kvenna í samfélaginu og í listheiminum. Hún hefur engan áhuga á að tala um hversu fallegt lífið er eftir barneignir heldur vill frekar endurspegla móðurhlutverkið með hreinskilnum hætti. Hulda Sif er sjálf tveggja barna móðir.Segðu okkur frá verkefninu. „Á þriðja ári í náminu fer fyrri önnin í að setja upp samsýningu nemenda ásamt sýningarstjóra sem var að þessu sinni Erik Kessels. Yfirskriftin á sýningunni var „Fabulous Failures“ eða Stórkostleg mistök og vildi hann að við einbeittum okkur að mistökum, því það eru oft þau sem opna á möguleikana í sköpun. Í miðju ferlinu stóð ég frammi fyrir nýjum áskorunum sem foreldri en dóttir mín sem er níu ára gömul var farin að nota samskiptamiðil sem ég taldi öruggan og skemmtilegan, en komst að allt öðru þegar ég fór að rannsaka hann betur. Ég nýtti tækifærið og fjallaði um þetta í sýningunni með verkinu „LIKE ME“. Það fjallar í raun um hvernig við foreldrar þurfum að vera vakandi og vel upplýst varðandi þennan heim og þannig kennt börnum okkar að varast ákveðnar hættur. Í framhaldinu fór ég svo að velta fyrir mér móðurhlutverkinu og skoða sjálfa mig í því, hver mín upplifun væri og annarra í mínu nánasta umhverfi. Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni; þó við upplifum það mismunandi þá eru ákveðnir hlutir sem við tengjum flestar við. Ég fór einnig að skoða stöðu kvenna í samfélaginu og af hverju það er yfirleitt móðirin sem er heima með barnið þangað til það kemst á viðeigandi stofnun eins og dagheimili eða leikskóla. Þetta er auðvitað mjög mismunandi eftir löndum og staðan á Íslandi er til dæmis mun skárri en hér í Hollandi þar sem ég bý eins og er. Þetta varð einnig kveikjan að viðfangsefni lokaritgerðar minnar sem ég er byrjuð á. Þar skoða ég móðurhlutverkið og listheiminn; listakonur sem hafa valið það að eignast ekki börn því þær töldu það skaða feril sinn og í samanburði listakonur sem eiga börn og hvort það hafi mikil áhrif sköpun þeirra.“ Mynd/Hulda SifHvernig hefur ferlið gengið fyrir sig og hvað hefur þú lært á leiðinni?„Ég hef verið að vinna að þessu verkefni síðan í janúar og myndað mæður í Amsterdam, Haag, Árósum og Bratislava. Þar leita ég leiða til þess að tjá hvernig ég upplifi og sé móðurhlutverkið með ljósmyndum, ferlið hefur verið erfitt og í því fólst mikil sjálfsskoðun og hugleiðingar um eigið líf en auðvitað að sama skapi mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Verkefnið er langtímaverkefni og mun ég halda áfram að þróa myndmál mitt og rannsaka hlutverkið frá sem flestum sjónarhornum. Það sem ég hef aðallega lært af verkefninu hingað til er það að móðurtilfinningin er þvert á landamæri og tungumál. Allar þær mæður sem ég hef hitt eða talað við hingað til hafa allar svipaða sögu að segja, varðandi hvernig þær upplifa ábyrgðina og vinnuna sem í því felst. Það hjálpaði mér að sjálfsögðu í ferlinu að geta talað um hlutina hreint, beint og á jafningjagrundvelli og ég lagði mig fram við að ræða hreinskilið við þær. Satt best að segja hef ég engan áhuga á því að fjalla um hversu fallegt lífið er eftir að þú verður móðir, við höfum séð og lesið nóg um það í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.“Mynd/Hulda SifHorfirðu öðrum augun á hlutverkið eftir að þú byrjaðir að vinna verkefnið?„Ég get ekki sagt það. Mér hefur alltaf þótt það mikilvægt, en að mörgu leyti hefur það verið yfirþyrmandi að fara í gegnum þessa vinnu og ég hef áttað mig á því að ég fór aldrei mjög djúpt í rannsóknarvinnu eða pælingar um hvað það fjallaði, sem er eflaust mjög algengt. Einnig hef ég talað við konur sem eiga erfitt með að eignast börn og þrá ekkert heitar, það hefur gefið mér nýja sýn og ákveðið þakklæti fyrir það sem ég er að upplifa og mögulega taldi sjálfsagt. Ég í sjálfu sér get ekki verið hlutlaus varðandi móðurhlutverkið í listheiminum, fyrir það fyrsta þá hef ég sjálf ekki mótast að fullu sem listamaður ennþá þó ég hafi vissulega vaxið og í öðru lagi þá kem ég frá Íslandi þar sem þetta hefur aldrei verið eitthvert atriði, enda eigum við ótrúlega margar sterkar listakonur sem einnig eru mæður. Kveikjan að þessu ritgerðarefni kemur frá listakonum úti í hinum stóra heimi og sér í lagi frá einni sem sagði mér persónulega frá sinni ákvörðun og ég varð slegin vegna þess að ég hafði engan skilning á þessu; sjálfri datt mér aldrei til hugar að ég þyrfti mögulega að velja á milli þessa að verða móðir eða listakona. Ég er að nýta ljósmyndun sem miðil til þess að túlka hvað móðurhlutverkið er fyrir mér og tilgangurinn er að ná til sem flestra mæðra, að þær sjái sig í myndunum mínum og tengi við hvað ég er að fjalla um.“Hulda Sif ÁsmundsdóttirHvernig er móðurhlutverkið fyrir þér?Hlutverkið fyrir mér fjallar um ábyrgð; að kenna börnum mínum góð gildi og að þau vaxi og dafni sem góðar manneskjur sem er annt um aðra og umhverfið. Að þau fái rými til þess að þroskast og finna sínar leiðir í lífinu.Hvað er erfiðast og hvað er léttast?Erfiðast er að vera leiðinleg mamma þegar ég reyni að halda uppi aga! Léttast er að njóta samverustunda, fíflast og hafa gaman.Hvernig leið þér þegar þú uppgötvaðir að þú værir ólétt?Ég upplifði gleði.Besta ráðið sem þú hefur fengið varðandi móðurhlutverkið og frá hverjum var það?Ég átti dóttur mína, mitt fyrsta barn, í Kaupmannahöfn og fyrstu dagana kom ljósmóðir að heimsækja okkur. Ég hafði á orði við hana einn daginn að mér þætti hún ekki sofa svona eða hinsegin, né drekka nógu reglulega og sitthvað í þeim dúr. Þá horfði hún á mig blíðlega og sagði við mig: „Veistu það, hún er ekki vélmenni sem þú forritar!“ Mér hefur alltaf þótt fínt að hafa þetta bak við eyrað því hversu margar greinar eða bækur sem við lesum um hitt og þetta, fæðu eða svefn, þá erum við öll misjöfn með misjafnar þarfir. Annars finnst mér best að leita ráða hjá mömmu!Hvað hefur komið mest á óvart?Að ég get verið alveg ótrúlega þolinmóð þegar kemur að börnunum mínum.Hvað hefur kennt þér mest?Ég get ekki bent á eitthvað eitt, en eftir því sem börnin stækka verða áskoranirnar flóknari og stærri. Mér finnst ég alltaf vera að læra og það er þroskandi og skemmtilegt.Ertu með einhverja fyrirmynd að móðurhlutverkinu?Fyrir utan að eiga yndislega mömmu þá eru frábærar mæður allt í kringum mig og ég tek frá þeim það sem mér líkar og reyni þannig að finna eitthvert jafnvægi.Viðtalið birtist fyrst í sérstökum kafla tileinkuðum móðurhlutverkinu í júlí/ágúst tölublaði Glamour 2017.
Mest lesið Balenciaga grípur til aðgerða eftir ásakanir um slæma meðferð á fyrirsætum Glamour Hver stund er dýrmæt Glamour Tísku - og kóngafólk sameinast í höllinni Glamour Sumartískan, súpermömmur og misheppnuð húðflúr Glamour PETA mótmælir á hluthafafundi Hermes Glamour Það sem okkur langar að klæðast núna: Alexander Wang Resort 2018 Glamour Hvað verður hún í ár? Glamour Kinnalitur hressir upp á útlitið í svartasta skammdeginu Glamour Ólétt á forsíðu Vanity Fair Glamour Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour