Harðneita yfirlýsingum Rússa um að annað taugaeitur hafi fundist í Salisbury Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2018 16:30 Á fundi yfirmanna OPCW í Haag í morgun sögðu þeir þó að yfirlýsingar Rússa ekki stæðust ekki við rök. Vísir/AFP Háttsettir embættismenn innan Efnavopnastofnunarinnar, OPW, segja yfirlýsingar Rússa um að annað taugaeitur, sem á rætur að rekja til ríkja Atlantshafsbandalagsins, hafi verið notað til að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum. Í yfirlýsingu frá sendiráði Rússlands í London sagði að „einkar líklegt“ væri að BWZ hefði verið notað í Salisbury og að OPCW og yfirvöld Bretlands þyrftu að svara fyrir það. Samkvæmt umfjöllun Guardian er BWZ í höndum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins en ekki Rússa.Á fundi yfirmanna OPCW í Haag í morgun sögðu þeir þó að yfirlýsingar Rússa ekki stæðust ekki við rök. BWZ hefði ekki fundist í sýninu og sömuleiðis væri að gegn starfsreglum stofnunarinnar að opinbera í hvaða rannsóknarstöðvum störf þeirra færu fram.Óásættanleg hegðun Sendinefnd Breta sagði Rússa hafa verið gómaða við að reyna að draga alþjóðasamfélagið á asnaeyrunum. Sendinefnd Sviss sagði hegðun Lavrov „óútskýranlega“ og „óásættanlega“. Bretar kölluðu til fundar í dag til að fjalla um skýrslu OPCW þar sem staðfest var að taugaeitrinu novichok, sem þróað var af Sovétríkjunum, hefði verið beitt í Salisbury. OPCW hefur ekki heimild til að segja til um hvaðan efnið kemur. Þegar áðurnefnd skýrsla var gefin út í síðustu viku og rannsakendur nefndu ekki uppruna taugaeitursins lýstu rússneskir fjölmiðlar því sem sigur fyrir Rússa. Í fyrstu höfnuðu Rússar niðurstöðu OPCW alfarið. BWZ var þó nefnt í skýrslunni og þá sagði Lavrov það til sönnunar um að vesturveldin hefðu komið að eitruninni. Marc-Michael Blum, yfirmaður rannsóknarstöðvarinnar, sagði BWZ hafa verið nefnt þar sem það hefði verið notað í annað sýni en ekki sýnið sem rannsakendum barst frá Salisbury. Ahmet Üzümcü, yfirmaður OPCW, ítrekaði að niðurstöður stofnunarinnar staðfestu að um novichok væri að ræða.Fjöldi kenninga og ásakana Við því gaf sendinefnd Rússa í skyn að Bretar hefðu haft áhrif á lífsýni Sergei Skripal á meðan hann hefði verið í dái. Rússneskir embættismenn hafa varpað fram fjölda kenninga og ásakana um hvað gerðist í Salisbury. Þar á meðal á Úkraína að hafa gert árásina, Bandaríkin, Svíþjóð, einkaaðilar gerðu það til að koma af stað milliríkjadeilum, vesturlönd gerðu þetta í sameiningu til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Rússlandi. Þá eiga Bretar að hafa gert taugaeitursárásina sjálfir og jafnvel að hafa komið feðginunum í dá og falsað árásina.Lavrov hefur áður sagt að markmið Breta hefði verið að hylma yfir hve illa Brexit viðræðurnar gengu.Yfirlýsing sendinefndar Sviss. Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Háttsettir embættismenn innan Efnavopnastofnunarinnar, OPW, segja yfirlýsingar Rússa um að annað taugaeitur, sem á rætur að rekja til ríkja Atlantshafsbandalagsins, hafi verið notað til að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum. Í yfirlýsingu frá sendiráði Rússlands í London sagði að „einkar líklegt“ væri að BWZ hefði verið notað í Salisbury og að OPCW og yfirvöld Bretlands þyrftu að svara fyrir það. Samkvæmt umfjöllun Guardian er BWZ í höndum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins en ekki Rússa.Á fundi yfirmanna OPCW í Haag í morgun sögðu þeir þó að yfirlýsingar Rússa ekki stæðust ekki við rök. BWZ hefði ekki fundist í sýninu og sömuleiðis væri að gegn starfsreglum stofnunarinnar að opinbera í hvaða rannsóknarstöðvum störf þeirra færu fram.Óásættanleg hegðun Sendinefnd Breta sagði Rússa hafa verið gómaða við að reyna að draga alþjóðasamfélagið á asnaeyrunum. Sendinefnd Sviss sagði hegðun Lavrov „óútskýranlega“ og „óásættanlega“. Bretar kölluðu til fundar í dag til að fjalla um skýrslu OPCW þar sem staðfest var að taugaeitrinu novichok, sem þróað var af Sovétríkjunum, hefði verið beitt í Salisbury. OPCW hefur ekki heimild til að segja til um hvaðan efnið kemur. Þegar áðurnefnd skýrsla var gefin út í síðustu viku og rannsakendur nefndu ekki uppruna taugaeitursins lýstu rússneskir fjölmiðlar því sem sigur fyrir Rússa. Í fyrstu höfnuðu Rússar niðurstöðu OPCW alfarið. BWZ var þó nefnt í skýrslunni og þá sagði Lavrov það til sönnunar um að vesturveldin hefðu komið að eitruninni. Marc-Michael Blum, yfirmaður rannsóknarstöðvarinnar, sagði BWZ hafa verið nefnt þar sem það hefði verið notað í annað sýni en ekki sýnið sem rannsakendum barst frá Salisbury. Ahmet Üzümcü, yfirmaður OPCW, ítrekaði að niðurstöður stofnunarinnar staðfestu að um novichok væri að ræða.Fjöldi kenninga og ásakana Við því gaf sendinefnd Rússa í skyn að Bretar hefðu haft áhrif á lífsýni Sergei Skripal á meðan hann hefði verið í dái. Rússneskir embættismenn hafa varpað fram fjölda kenninga og ásakana um hvað gerðist í Salisbury. Þar á meðal á Úkraína að hafa gert árásina, Bandaríkin, Svíþjóð, einkaaðilar gerðu það til að koma af stað milliríkjadeilum, vesturlönd gerðu þetta í sameiningu til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Rússlandi. Þá eiga Bretar að hafa gert taugaeitursárásina sjálfir og jafnvel að hafa komið feðginunum í dá og falsað árásina.Lavrov hefur áður sagt að markmið Breta hefði verið að hylma yfir hve illa Brexit viðræðurnar gengu.Yfirlýsing sendinefndar Sviss.
Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira