Veður

Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og létt­skýjað í dag

Lovísa Arnardóttir skrifar
Það verður eflaust blíða á Akureyri á morgun en léttskýjað í dag.
Það verður eflaust blíða á Akureyri á morgun en léttskýjað í dag. Vísir/Viktor Freyr

Í dag má búast við sunnan og suðaustan fimm til 13 metrum á sekúndu. Léttskýjað verður á Norðaustur- og Austurlandi, en súld eða dálítil rigning öðru hverju sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu fjögur til 14 stig, en að 18 stigum á morgun, hlýjast verður fyrir norðan.

Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar þokast nú hæð skammt austur af Færeyjum inn á Norðursjó sem mun stjórna veðrinu á Íslandi næstu daga.

„Það er mild suðlæg átt, kaldi eða strekkingur vestantil, annars hægari vindur. Yfirleitt léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi, en súld eða dálítil rigning af og til sunnan- og vestanlands. Á miðvikudag er síðan spáð rigningu víðast hvar, þó mest um landið vestanvert.“

Á vef Vegagerðar má sjá að greiðfært á að vera um nær allt landið en staða einhverra vega óþekkt. Nánar á vef Vegagerðar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Sunnan 5-13 vestantil og súld eða rigning með köflum, en hægari og léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á þriðjudag:

Suðaustan 5-13, skýjað og að mestu þurrt, en bjart norðaustan- og austanlands. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:

Sunnan 8-15 og rigning, einkum um landið vestanvert. Milt veður áfram.

Á fimmtudag:

Suðvestlæg átt og dálítil súld, en léttir til austanlands. Fer að rigna vestantil um kvöldið, hiti 5 til 13 stig.

Á föstudag:

Suðvestanátt og skúrir eða él, en þurrt og bjart á Austurlandi. Kólnandi veður.

Á laugardag:

Útlit fyrir fremur svala sunnanátt með skúrum eða éljum sunnan- og vestantil. Þurrt fyrir norðan og austan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×