Veður

Ekki lægri meðal­hiti frá árinu 1997

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir meðalhita á landinu ekki hafa verið minni frá árinu 1997. Það verði líklega hlýtt fram á miðjan mánuð en þá gæti veðrið breyst. Meðalhiti síðustu 12 mánaða er 4,4°C í Reykjavík. 

Veður

Búist við austlægri átt

Búist er við austlægri átt, sem verður þrír til átta metrar á sekúndu, og dálítilli rigningu eða slyddu á sunnanverðu landinu í dag, en þó mun létta síðdegis. Talið er að það verði nokkuð bjart á norðanverðu landinu. Hiti tvö til sex stig sunnanlands en um eða undir frostmarki fyrir norðan.

Veður

Fimm­tán stiga frost á Gríms­stöðum á Fjöllum í nótt

Kalt loft barst úr norðvestri yfir landið og það snjóaði í mörgum landshlutum í gær. Það létti svo til og lægði og þá getur frostið náð sér á strik og mældist þannig 15 stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum, 13,4 stiga frost á Mývatnsöræfum og 13,2 stiga frost við Dettifoss.

Veður

Lægð nálgast úr suð­vestri

Lægð nálgast nú úr suðvestri og gengur því í sunnan átta til fimmtán metra á sekúndu í dag með rigningu eða slyddu, en þurrt að kalla austanlands fram eftir degi.

Veður

Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land

Kröpp lægð sem kom upp að ausatanverð landinu í nótt fer nú hratt til norðurs og má gera ráð fyrir að veðrið í dag verði ansi breytilegt. Lengst af verði úrkoma vestantil í formi rigningar eða skúra, em fyrir norðan færist hins vegar rigningin smám saman yfir í slyddu á láglendi en snjókomu inn til landsins.

Veður

Tví­skipt veður á landinu

Lægð sem stödd er norðaustur af landinu veldur allhvassri eða hvassri norðvestanátt á norðaustan- og austanverðu landinu í dag og mun þar snjóa með vindinum. Akstursskilyrði geta því verið erfið á þessum slóðum, sérstaklega á fjallvegum og er ferðalöngum bent á að kanna aðstæður hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað.

Veður

Skúrir um allt land

Austur af landinu er nú víðáttumikil lægð sem veldur norðvestlægum áttum með skúrum um allt land. Þegar líður á daginn kólnar norðantil með snjókomu eða él.

Veður

Lægð yfir Vestur­landi stjórnar veðrinu

Þaulsetin lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu í dag. Staðsetning lægðarinnar veldur suðlægum áttum en á Breiðarfirði og Vestfjörðum er fremur hæg breytileg átt. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar.

Veður

Rigning og súld í dag

Lægð yfir Vesturlandi veldur suðlægum áttum á landinu í dag. Lægðin fer hægt norður og grynnist. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar kemur fram að hún fari svo í norðaustanátt fram eftir degi. Það verður því rigning og súld í dag en bjart með köflum á Norðausturlandi. Hiti verður líklega á bilinu 2 til 8 stig.

Veður

Skýjað og sums staðar rigning eða slydda

Veðurstofan gerir ráð fyrir breytilegri átt í dag, víða þrjá til tíu metra á sekúndu í dag. Spáð er skýjuðu veðri og sums staðar dálítilli rigningu eða jafnvel slyddu, einkum á Austurlandi.

Veður

Allt að átta stiga frost

Í dag verður rólegt í veðri og kalt víðast hvar en þó norðvestan strekkingur austast fram eftir degi. Frost verður á bilinu núll til átta stig.

Veður

Hálka á vegum á suð­vestur­horninu

Eftir vætu í nótt hefur létt til og kólnar því á suðvesturhorni landsins. Vegna þess eru líkur á hálku á vegum á því svæði og er vegfarendum því bent á að fara varlega.

Veður

Snjó­koma og hálka á höfuð­borgar­svæðinu á fimmtu­dag

Á fimmtudagsmorgun er líklegt að íbúar á Suður- og Vesturhluta landsins, þar með talið höfuðborgarbúar, muni vakna með nokkurra sentímetra snjó á götunum. Á Norður- og Norðausturlandi verða él þannig meira og minna allt landið verður hvítt að einhverju leyti. Það byrjar að snjóa aðfaranótt fimmtudags og verður líklega allt farið um kvöldið eða daginn eftir.

Veður

Stormur við suð­austur­ströndina

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri átt í dag þar sem víða verður strekkingur en gengur í hvassviðri eða storm við suðausturströndina. Búið er að gefa út gula viðvörun fyrir Suðausturland.

Veður