Hörður Magnússon og sérfræðingar hans í Pepsimörkunum eru að gera allt klárt fyrir tímabilið en núna eru aðeins níu dagar í fyrsta leik og spennan farin að magnast hjá íslenskum fótboltáhugamönnum.
Stöð 2 Sport mun sína 70 leiki í beinni útsendingu í sumar og Pepsi-mörkin fjallar um allar umferðir á ítarlegan hátt.
Hörður fer á kostum í nýrri auglýsingu fyrir Pepsi-mörkin og þar falla margir flottir frasar sem verða örugglega á milli tannanna á fólki í byrjun móts.
Hörður sýnir þarna enn einn stjörnuleikinn og er algjörlega að missa sig í spenningi fyrir sumrinu.
Við erum að tala um setningar eins og ...
„Valsmenn þola ekki flugvelli. Þeir ætla að keyra eða sigla í alla leiki sumarsins.“
„Borgin hans Dags. Hann vill setja gervigras á allt líka göturnar. Hann sefur í gervigrasi.“
„Óli Kristjáns, nýi þjálfari FH-inga. Hann veit allt um fótbolta. Þeir ætla að spila einum færri í allt sumar. Geggjaðir“
Það má sjá auglýsinguna í spilaranum hér fyrir ofan.
Við minnum líka á nýju síðu Pepsimarkanna á fésbókinni sem má nálgast hér. Þar verður ýmislegt um að vera í sumar og þar á meðal verður litið á bak við tjöldin hjá félögunum.
Sjáðu Hödda Magg sýna enn einn stjörnuleikinn í nýju Pepsimarka auglýsingunni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti

„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn


